Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 20

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 20
EG GET GERT BETII „MeSferðin ó laginu er góð, en röddin er lítilfjörleg." Þannig hljóðaði dómur Franks Sin- atra um hina vinsælu plötu, sem dóttir hans söng inn ó, og nefnist: „These boots are made for walkin." — Vittu hvort það venst ekki vel, pabbi, svaraði Nancy hin hressasta. — Þú átt eftir að heyra það oftar. Og sú varð raunin á. Það sem hinum aldur- hnigna „Frankieboy" hefur aldrei tekizt, ekki einu sinni með heimsfrægum lögum eins og „Three coins in the fountain", var leikur einn fyrir dótturina. „Stígvélin" hennar, sem hún söng inn á plötu í lok síðasta árs, hafa á sex mánuðum þrammað upp á þriðju milljón af seldum hljómplötum. í Þýzkalandi einu seldust t.d. yfir 400.000 eintök. Og á amerískum og evrópskum vinsældalistum hefur hún farið fram úr Bítlunum. Það má segja að þetta séu allsérstök afrek af stúlku um þessar mundir. Síðan „beat'-aldan reis, hefur það nær eingöngu verið karlmanns- röddin, sem hefur hljómað af metsöluplötunum. Og ef einn karlmaður hefur ekki dugað, hafa það verið nokkrir í hóp. Og þá vaknar spurningin A hverju byggjast vinsældir þessarar stúlku? Ekki getur Sinatra- nafnið verið ástæðan, þv( það hefur hún borið lengi, og hún er heldur ekki nýkomin fram á sjónarsviðið í skemmtanaheiminum. Hún hefur sungið í Bandaríkjunum í sex ár, þó að hún hafi ekki öðlazt frægð fyrr en með „stígvélun- um". Utlitsfegurðin er það heldur ekki, sem úr- slitum ræður. Elzta dóttir Franks Sinatra er lág vexti, með uppbrett nef, mislitan hárlubba og hörkulega munnsvipinn hans pabba síns. — Þetta byggist fyrst og fremst á því, hvað hún er blátt áfram í framkomu, segir blaðaum- boðsmaður hennar Gunter Arendt. — Þrátt fyrir „op"-tízkufatnaðinn, sem hún klæðist, og leiðir hugann helzt að flatarmáls- fræði, er hún kvenleg fram í fingurgóma. Ef henni geðjast vel að einhverjum, er hún vís til að hlaupa upp um hálsinn á honum. Annars er sama í hverju hún er, hún kemur til dyranna eins og hún er klædd, hrein og bein og múnder- ingalaus. Ameríska tímaritið Newsweek eignar Nancy „gráðuga bólrödd". Ljóðið um stígvélin er sann- arlega ekki nein kynferðisleg skírskotun, en lagasmiðurinn Lee Hazlewood og útsetjarinn Billy Strange hafa kynhlaðið lagið á útsmoginn Myndir frá vinstri: Hún syngur betur eftir skilnaðinn. Stígvéla- stúlkan Nancy Sinatra, 25 ára að aldri. Fyrsti viðkomustaður í Evrópuförinni. Nancy Sinatra í brezka sjónvarpinu. Kvikmyndahlutverk hefur hún líka fengið. Hér er Nancy í gervi „síðustu starfsstúlku leyniþjónustunnar". Nancy á heimili sínu í Beverly Hiils. „Ef henni geðjast að einhverjum, er hún vís til að rjúka upp um hálsinn á honum.“ Hún Nancy litla á hús með sundlaug í Beverly Hills, og hún söng sér það sjálf. 20 VIKAN 48 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.