Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 22

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 22
Elísabeth víkur ekki hársbreidd frá því að hún sé fremst meðal drottninga. StríO milli Enolands oo Hollands Hinar stórlátu og háttsettu konur horfðu út undan sér hvor á aðra og töluðu hæversklega um — veðrið. Þær töluðu saman af mestu háttvísi, en frekar var raddblærinn þurr. Báðar eru konurnar ættstórar og blóðið blátt sem streymir um æðar þeirra og í slíkum félagsskap eru samræður ekki háværar. Frúrnar, sem báðar eru miðaldra voru í rósóttum kjólum, og héldu á tebollum, en teið var orðið kalt, það hafði kólnað vegna þess að hvoruga langaði beinlínis í te. Hinir gestirnir gengu um og töluðu saman í hálfum hljóðum. Kalda teið í bollunum var nefnilega það sama og friðarpípan er hjá Indí- ánum, fyrsta skrefið til sátta á þessum háu stöðum. — Það er skemmtilegt að hitta þig, kæra Elísabeth, sagði önnur frúin og setti frá sér fullan tebollann. Það er langt síðan við hittumst síðast.... — Blessuð vertu ekki að tala um það, Júlíana. Það var gaman að þú gazt komið, sagði Elísabeth, í frekar kulda- legum tón og þóttist ekki taka eftir broddinum í orðum JÚlíönu. W Það byrjaði þegar Margrét giftist Tony Arm- strong-Jones, Júlíana kom ekki í brúðkaupið. Elísabeth launaði fyrir lambið gráa, með því að mæta ekki í brúðkaup Irenu og franska prinsins Hugo. Hvað skeður í janúar, þegar liollenzka prinsessan Margriet giftist Pieter Vollenhoven? Við stórbrúðkaupið í Hollandi, inn giftist þýzka prinsinum sínum. voru engir gest- ir frá Bretlandi. Þannig byrjaði það: 22 VTKAhj 46 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.