Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 23

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 23
J Júlíana er upphafsmaður kalða stríðsins, sem nú hefur staðið í hart nær sex ár. Klll dnttiiBia slril Júlíana Hollandsdrottnlng og Elísabet Englandsdrottning trampa á tánum hver á annarl og þegar Hollenzki rlkisarffinn gifti sig, maetti enginn úr BuckingHamhöll. SEX ÁR SÍÐAN ÞÆR HITTUST SÍÐAST Mótið milli drottninganna af Englandi og Hollandi átti sér stað í sumar, í einu af hinum opinberu teboðum Englands- drottningar í Buckinghamhöll. Þetta var í fyrsta sinn í næstum sex ár sem þessir tveir þjóð- höfðingjar hittust, og þetta var fyrsta merki þess að kalda stríð- ið, sem hefur staðið allan þennan tíma, sé eitthvað í rénum. Þangað til ákveðinn dag árið 1960 voru þær beztu vinkonur. Júlíana var hrúðarmey við öll brúðkaup, sem haldin voru í Buckinghamhöll, á uppvaxtarár- um sínum, og hún fékk hæli í Englandi fyrir sig og fjölskyldu sína á stríðsárunum, svo eitt- hv»ð sé talið. En árið 1960 tilkynnti Elisa- beth trúlofun systur sinnar og Tony nokkurs, Armstrong-Jones, sem áður hafði verið hálftrúlof- aður kynblendingsstúlku, sem eitthvað fékkst við leiklist og þau sáust oft í vafasömum fé- lagsskap. Allt kóngafólkið í Evrópu var boðið, en það kom enginn, nema Ingrid, drottning Dana. Hitt fólk- ið var allt upptekið, einhvers- staðar á öðrum vettvangi, þar á meðál Júlíana Hollandsdrottn- ing. Þá var spurt frá Bucking- hamhöll hvort Bernhard prins gæti ekki komið, en hann þurfti að halda mjög áríðandi ræðu, þennan dag. Hvort Beatrix gæti þá ekki komið? Því miður, hún var á ferðalagi ... ELfSABETH f FÝLU Og þannig gekk þetta. Það var erfitt fyrir Elísabethu að kyngja þessu, sjálf var hún svo súr á svipinn í brúðkaupinu, að hún hefði eflaust kosið að vera þar ekki viðstödd. ef hún hefði getað verið þekkt fyrir það. En hún ætlaði að sýna þeim hvar Davíð keypti ölið Hún fékk fljótlega tækifæri til þess. Þegar Irena prinsessa gift- ist sínum Hugo. í Rómaborg. þá þakkaði Elisabeth hæversklega fyrir boðið, en gat ekki verið við- stödd. Og þegar eldri systir Ir- enu, Beatrix ríkiserfingi giftist Ciaus von Amsberg í vor, tóku allir eftir því að Bretadrottn- ing var ekki viðstödd. Aðrir þióðhöfðingjar svöruðu þá ját- andi. f svari Elísabetar stóð að hún gæti ekki verið viðstödd hrúð- kaup ríkiserfingians. vegna anna við stjórnarstörf. Philip drottn- ingarmaður og ekkiudrottning- in voru, því miður, líka uuntek- in. Hvort Margaret prinsessa og Tony gætu þá komið, en það var saman sagan með þau Viku seinna var stórbrúðkauo í Hollandi: Karl prins af Hessen gekk að eiga ungverzku greifa- frúna Yvonne Szapary. Karl prins og Konstantin konungur í Grikklandi eru systkinasynir, og kóngafólk frá öllum löndum mættu við þessa hátíðlegu at- höfn. f broddi fylkingar var Phil- ip drottningarmaður, móðurbróð- ir brúðgumans. Nú fauk fyrir alvöru í Júlí- önu Hóllandsdrottningu. Nú virt- ist það henta Bretunum prýði- lega að koma til Hollands, en ekki þegar hún gifti burt dætur sínar! JÚLfANA SAT HEIMA Slúðurdálkar blaðanna smiött- uðu á þessum fréttum, að hol- lenzka hirðin skyldi ekki láta siá sig við þetta brúðkaup, sem ekki stóð að baki hinum konung- legu brúðkaupum. Elísabeth skemmti sér vel yfir reiði sinn- ar fyrrverandi vinkonu og fannst hún frekar hafa unnið á. Beatrix fór eftir brúðkaup sitt snögga ferð til London. Hún fór að horfa á polokeppni. og af hendingu lenti hún við hliðina á Bretadrottningu! Það var úti- lokað að koma í veg fyrir að þær hittust. Þær töluðu glaðlega sam- an og ekki var annað séð en að allt væri með felldu. Það var líka hrein tilviljun að Júlíana Hollandsdrottning var boðin í tebiðið, sem talað var um í byri- un. Hollenzka drottningin var boðin af Lundúnaborg. til að halda upp á 75 ára viðskipta- samning milli landanna. Elísa- beth lét ekkert heyra frá sér, en á síðasta degi heimsóknarinnar kom smákort, þar sem spurt var hvort Hollandsdrottning vildi gera Bretadrottningu þá ánægju að drekka hjá henni tesopa. Með 30 öðrum gestum gekk Júlíana um með tebollann sinn, þar til hún allt í einu stóð andspænis Bretadrottningu PRINSARNIR VONA Gömul ást ryðgar ekki, er orð- tak í Bretlandi og víðar. Kann- ske á það líka við um vináttu tveggia drottninga. Báðir drottn- ingamennirnir vona að þetta kalda stríð taki enda og að þær gleymi þrætueplinu. Þeir hafa ekki getað farið á veiðar saman í lengri tíma, vegna þess að hin- ar elskulegu eiginkonur þeirra eru ósáttar.... Þeir hafa margsinnis stungið upp á ýmsum lausnum þéssara mála og kannski er einhver von u mað bað takist í náinni fram- tíð. Það stendur sem sé til að Riehard prins, frændi Elís'abet- ar ætli að ganga1 að 'eiga hol- lenzka konu, og'komi hollenzka hirðin í það' brúðkaup, ér von’ til að Elísabeth fáist til -að verá viðstödd þegar Margrét þrins- éssa giftist Pieter van Vollen- hoven, og verður það brúðkauþ haldið í Haag í ianúar. ú- 46. tbi. viican 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.