Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 45

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 45
BLHIIPUNKT BLAUPUNKT-s/ónvörp þekkt fyrir m.a. Langdrægni TóngæSi Skarpa mynd Hagstætt verð Hagkvæmir greiðsluskilmálar Afsláttur gegn staðgreiðslu Gunnar Ásgeirsson h.f. i i. K, þá verið að gera? spurði hann reiðilega. 1 — Ég vár hjá barninu, svar- aði hún kuldalega. — Þarftu endilega að hanga yfir þessum krakka, þegar svona margt er að gera? Hún svaraði særð: , — Er þér ekki um börn gefið? — Jú, auðvitað þykir mér vænt um börn, en þessi krakki er orðinn of hátt skrifaður hjá þér. . — Hún er veik, og þegar Eve er ekki hér, verður einhver að líta eftir henni. Já, en hvað um elsku mömmu, eða þessa fóstru með svarta trýnið? — Anna er alveg ómöguleg o.g getur ekkert gert fyrir hana. Og í hreinskilni sagt, held ég að mamma hennar geti ekki gert mikíð méir. — Þú talar eins og gömul kerling. Þú veizt alla skapaða hluti, en mæðurnar ekki nejtt. Hún varð kafrjóð og augun skutu neistum. — Hvernig vog- arðu þér að tala svönia við mig? Hann leit á hána méð gráum auguhum. Hún fékk þá óþægi.- legu tilfinningu, að hann horfði beint í gegnum hana. — Ég sagði aðeins, að þú tal- aðir og hagaðir þér eins og bjáni. Það er ekki hægt að kalla það nema flótta, hvernig þú hangir yfir þessum krakka. — Flótta?, Flótta frá hverju? — Frá mér, auðvitað! Svo brosti hann eyrna á milli. — Hversvegriá — hversvegna ætti ég að flýja frá þér? — Spurðu sjálfa þig. En ég er viss um, að þú vilt ekki viður- Jcenna sapnleik^nn. Hún hafði á tilfinningunni, að kinnar hennar væru rauðglóandi. ' ‘' — Þú ert óþolándi!1 • • -• »*. — Það getur • vél . verið. ■ En é>g veit, að þú hefur notað þetta barn sem tylliástæðu til að forð- ast mig svo dögum skiptir. Þú mátt ekki blanda rómantískum tilfinningum inn í vinnu þína •— að minnsta kosti ekki fyrr en henni er lokið. — Hún svaraði æfareið: — Þegar vinnunni er lokið, vona ég að ég sjái þig aldrei meir! — Við gétum alltaf rætt um það. Það mikilvægasta er, að við erum bæði lifandi og að við get- um að minnsta kosti talað saman. Hann var orðinn alvarlegur aftur og hún reyndi að róa sig. -— Þú sagðir í gærkvöldi, að við hefðum ekki mikinn tíma. Meinarðu að það sé af því, að það er minna en vika til tuttug- asta og fimmta? — Já, einmitt og fyrir þann tíma. verð ég að hafa komið Madeline og þér aftur til Singa- pore. — Heldurðu að það verði bar- izt? Hann brosti skökku brosi —r Éb býst ekki við, að það verði beinlínis friðsamlegt. — Getum við þá ekki bara far- ið af stað? — Þú meinar svona að við göngum bara út í frumskóginn? Ég hef gert það einu sinni áður. Ef blóðsugurnar éta mann ekki upp til agna, þyrnikjarrið rífur mann ékki í tætlur, maður fær ekki malaríu eða einhverja pest, drepst maður .af þreytu eða þorsta. — Það er sem sagt ekki skóg- arferð sem maður hlakkar til. En þegar við komum hingað, var frú Mantesa mjög í mun að losna við okkur. Mannstu ekki, að hún bauð okkur flugvélina? — Já, en þegar ég nefndi það við John í dag, sagði hann að fjugmaðurinn væri mjög veikur. — Þú trúðir því þó væntan- 'legá ékki? * Auðvitað-ekki? ~r -Hversvegna. heldur þú,. að þau haldi okkur þá hérna? spurði Fay. — Einfalt, kæri Watson! Við vitum of mikið. Ég giska á, að ef við hjörum svo lengi, verðum við áreiðanlega drepin í bardag- anum, sem kemur til með að eiga sér stað þann 25. Það fór hrollur um hana og rödd hennar skalf: — Ég held ekki, að ég sé neitt sérstaklega hughraust, Alan. Hann flýtti sér til hennar og tók hana í fangið: — Vertu nú ekki heimsk, ást- in mín. Það er enginn hugaður. Þegar ég er í einhverju svona starfi, er ég með hjartað í bux- unum allan tímann. Þeir sem ekki eru hræddir, eru venjulega allt of fílfdjarfir eða of heimskir til þess að afreka nokkuð. Hún lagði höfuðið upp að öxl hans. Það róaði hana. Hún leit upp á hann með stóru hnotubrúnu aug- unum: — Ertu líka hræddur, Alan? Hann brosti til hennar. — Ég er ekki síður hræddur en þú og Madeline við að dvelja í þessu húsi, viðurkenndi hann. Svo hélt hann áfram: — Þú gekkst inn í þetta með opnum augum. En Madeline, veslingur- inn litli, vissi ekki hvað hún var að gera. Ég verð að sjá um, að koma henni undan, áður en þeir fara að skjóta. Hún sneri sér snöggt undan. Hún hafði verið glöð og ánægð, en nú vall reiðin upp í henni á ný. — Semsagt, Madeline kemur á undan öllu öðru? spurði hún. — Ég held að það hafi ekki ver- ið svo erfitt að koma Madeline hingað, hélt hún áfram, þegar Alan svaraði ekki. — Það er kanske rétt. Ertu að gefa mér gullhamra, eða Charl- es? — Ég býst við að þú vitir það, Alan, svaraði hún reiðilega og hélt svo áfram: — Hvern fjand- ann á ég svo að gera við Charles? — Ég vil að þú ljúgir ein- hverjum skrattanum í hann, svo hann þori ekki annað en að vinna með okkur. Ljúgðu í hann hverju sem þú vilt. Kannske að sannleikurinn hafi mest áhrif. Til dæmis framburður Sonyu um að pabbi hennar muni drepa hann. — Þú kærir þig víst ekki mik- ið um Charles? Maður gæti hald- ið að þú værir afbrýðissamur út í hann. — Ég held í raun og veru ekki að ég hafi neina ástæðu til þess. — Og þegar hann er orðinn hæfilega meyr og hræddur, hvað þá? — Þá stingurðu upp á því, að við förum af stað í flugvélinni hans, eins fljótt og hægt er. Við verðum að flýja í nótt eða minsta kosti eins fljótt og hægt er. — En hvernig á ég að koma honum til þess? Hann hló. — Þú ert hjúkrunarkona, vin- an. Þú hlýtur að vita hvernig á að meðhöndla karlmenn. — Ég reyni að tala við hann í í kvöld, en ég held að það verði ekki auðvelt. Sheba gætir þess vel, að ég sé ekki í einrúmi með Charles. Hann leit snöggt á hana. — Ég held að meira liggi á bak við það. Ég held að hún láti líta svo út að hún daðri við Charles, til þess að leyna því, sem hún raunverulega ætlar. — Kannske hefurðu rétt fyrir þér. Mér hefur aðeins dottið í hug, að það væri eitthvað loðið við þetta flangs utan í Charles. Hverjum er hún ótrú? Okkur eða manninum sínum? Það skiptir raunar ekki máli, því mér er sama um Santers. Ég held að hann vilji ekki aðeins losna frá henni, heldur einnig frá því, sem hún hefur flækt hann inn í. Ég held að hún hafi komið honum til þess að koma aftur til Malaya. Hún hefur eitthvert tak á honum, og það er kannske þessvegna, «. tbi VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.