Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 46

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 46
ERU UNGLINGUNUM NAUDSYNLEG 46 VIKAN 46 tbl- Bandarísk rannsókn leiðir í Ijós, að marg- ir eiga auðveldara með að nó nánu sam- bandi við annað fólk gegnum síma en augliti til auglits. Flestir, sem hafa unglinga á heimilunum, kannast við vandræðin af óhóflegri símanotkun þeirra. Þurfi þeir eða aðrir að hringja í númer- ið, er hugsanlegt að það sé á tali í allt að tvær klukkustundir, og þoli erindið ekki þá bið, verð- ur að taka á sig ferð á staðinn eða biðja land- símann að slita. Sé tekið dæmi úr Reykjavík, mundi oftlega borga sig að fara sunnan af Sel- tjarnarnesi inn í Sólheima og til baka aftur, fremur en sitja við árangurslausar tilraunir að ná símasambandi. Heimilisfólk fær með höpp- um og glöpum að skreppa í símann, þegar hlé verður á endalausu blaðri unglinganna við vin- ina. Þetta hefur orðið mörgum undrunar- og hneykslunarefni, sérstaklega þeim, sem ekki ól- ust upo við simann sem sjálfsagt tæki. Sumir segja að þessi ósiður loði frekar við stúlkur en drengi, en víða má ekki á milli sjá, hvort kyn- ið er með meira símaæði. En orð eins og æði, blaður og ósiður nota hjálparvana foreldrar um þetta fyrirbrigði — a.m.k. þangað til þeir hafa lesið þessa grein! Það hefur nefnilega kom- ið upp á daginn í Bandaríkjunum — en þar er sagt að unglingarnir séu allra unglinga æstast- ir í símann — að þetta sé líklega hollur ávani og nauðsynlegur fyrir sálarlífið, á vissu ævi- skeiði. Mæður hafa tekið eftir því, að dætur þeirra og vinkonur, sem tala saman í símann um allt, sem þeim liggur á hjarta, hafa oft sáralítið að segja, þegar þær eru saman. Það, sem þeim fer þá á milli, ?r venjulega kæruleysislegt tal og fliss, en í gegnum símann er talað um ásta- mál, heimilisvandamál og yfirleitt öll viðkvæm mál. Margt verður á unglingsárunum að mikil- vægu stórmáli, og síminn verður að nokkurs konar skriftastól, þar sem létt er á huganum. I Bandaríkjunum fóru nokkrir geðlæknar að taka eftir því, að sumir sjúklingar þeirra áttu miklu auðveldar með að tjá sig gegnum síma en í viðurvist læknisins, og þar sem lækning átti að fara fram með samtölum til að grafast fyr- ir rætur geðtruflana, notuðu þeir sér símann í sumum tilvikum með góðum árangri. Þarna var aðallega um að ræða sjúklinga, sem þjáðust af öryggisleysi gagnvart öðru fólki og gátu illa komizt í náið samband við aðra. Þetta verður að teljast óeðlilegt fólki á fullorðinsaldri, en þegar hafður er í huga umbrotatími gelgju- skeiðsins, má e.t.v. líta á simtöl unglinganna í öðru Ijósi. Unglingar þjást oft af feimni og minnimátt- arkennd. Sumir munu nú hrista höfuðið yfir þessu og telja að nútímaunglingar mættu að skaðlausu hafa meira af þessum eiginleikum, en átta sig þá ekki á því, að óeðlileg læti og gauragangur stafar einmitt oft af öryggisleysi. Unglingarnir klæða sig allir eins eða sem lík- ast, eru saman f hópum og gera yfirleitt allt til að dyljast sem einstaklingar. En hvað er betra dulargervi en síminn? Áður fyrr átti fólk náið samband við aðra með bréfaskiptum, og óhugsandi var að stofna til ástasambands öðru vísi en að tjá sig bréflega. Þarna er sami hluturinn á ferð, þar sem sím- inn er, nema hvað hann er handhægari og fljót- ara er að ná með honum sambandi. Ungt fólk þarf að fálma sig áfram í heimi hinna fullorðnu og sumar þær tilfinningar, sem það finnur nú í fyrsta sinn, eru svo nýjar og ógnandi, að það er beinlínis ekki hægt að tala um þær öðru vísi en með símann sem vörn — það væri óhugsandi að mæta augnaráði annars fólks í því sambandi. Unga stúlkan, sem þarf að ræða eitthvað mikil- vægt við vinkonu sína í næsta húsi, notar sím- ann til þess, þótt ekki séu nema nokkur skref á milli þeirra. Það má taka það sem merki þess, að hún sé að verða tilfinningalega fullþroskuð, ef hún leitar frekar návistar hennar. Það þarf töluvert þrek til að standa andspænis um- heiminum óvarinn af öðru en s(nu eigin sjálfs- trausti. Með þessu er nú ekki verið að segja, að rétt sé að leyfa unglingunum hömlulaus símaafnot. Þetta er aðeins skrifað einhverjum til skýringar og e.t.v. huggunar í símaraunum þeirra. *

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.