Vikan


Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 50

Vikan - 17.11.1966, Blaðsíða 50
: ifiipi NIVEA NiveA KIVEA kt&if \ ■ llJDII' HAUTOl- 50 VIKAN 46-tbl- Litlar kjötbollur. 200 gr. kálfakjöt, 200 gr. svínakjöt, 1 egg, 1/2 dl. vatn, ca. 1/2 dl. rjómi, 2 matsk. haframjöl, salt, pipar, 1/4 tsk. salvia. Hakkið kjötið þrisvar eða fjórum sinnum og hrærið hinum efnunum sam- an við og sjóðið í litlu vatni. Þær eru hafðar svo litlar, að teskeið er notuð, þegar þær eru settar út í vatnið. Steikin. Kálfalæri (útbeinað) steikt í biöndu úr 3 matsk. smjöri og 1 matsk. olíu. Þegar það er brúnt á öilum hliðum er það tekið upp og I feitinni eru brúnaðar gulrótarsneiðar, lauksneiðar og selleri. Þegar það er ljósbrúnt er það sett í eldfast fat eða ofnskúffu og steikin lögð ofan á. Svolitlu sjóðandi vatni bætt í og látið steikjast áfram við lítinn hita i llí tíma. Síið soðið. 75—100 gr. af smjöri eða smjörlíki, 85 gr. hveiti stráð yfir og jafnað upp með nokkru af soðinu og 1 dl. þykkum rjóma, þannig að það verði fremur þykkt. Kryddið með salti, pipar, múskat og blandið síðan 100 gr. af rifnum osti saman við. Látið það aðeins kólna, áður en þvi er smurt yfir kálfasteikina. Stráið meiri rifnum osti yfir og setjið litla smjörbita á víð og dreif. Setjið steikina á ofn- ristina í ofnskúffunni (smyrjið hana fyrst) og látið bakast við ca. 200 gr. hita i u.þ.b. hálftíma. í næsta blaði verður talað um það, sem bera á með steikinni, sömuleiðis ábætisréttinn og konfektið. VEIZLUMATUR Matseðill fyrir miðdegisverðarboð Lýsing á þessum miðdegisverði kemst ekki fyrir í þessu blaði, þannig að framhald verður í næsta blaði, en matseðillinn er þannig: Melónuforréttur. Súpa úr grænum baunum með litlum kjötbollum. Farseruð kálfasteik með kartöflukúlum, gulrótarstöngum, tómötum provencale, madeirasósu. Ananas Savoy. Kaffi með makkarónukonfekti. Melónuforréttur. Skerið fallegar sneiðar af kaldri melónu, vefjið skinkunni utan um, ef þið flysjið meiónuna, leggið þær annars ofan á og hafið eitt stykki á hverjum diski. Piparrótarrjómi er gerður þannig, að 1/4 1. rjómi er þeyttur og 2 matsk. sítrónusafi settur í hann og nokkrar skeiðar af rifinni piparrót. 1 matsk. sett á salatblað og það sett á hvern disk. Hægt er að útbúa þennan rétt að nokkru leyti daginn áður, til þess að flýta fyrir sér. Þá eru melónusneiðarnar skornar og þeim síðan pakkað í málmpappír og geymdar í ísskáp, piparrótin rifin og salatið þvegið og hvort tveggja sett í plastpoka í ísskáp. Með melónunni eru borin rúndstykki eða lítil brauð, sem hituð eru upp I ofni, rétt áður en þau eru sett á borðið. Súpan. í hana þarf eina heildós af grænum baunum, 1 kálfaskanka, 2 gulrætur. 1 persiljurót, 1 lauk, 2 púrrur, salt. kryddvönd úr persilju, timian og einu lárviðarlaufi, 1 lauk, 75 gr. smjör, 75 gr. hveiti, salt, pipar, salvie, 2 dl. þeyttan rjóma og svo kjötbollurnar, sem lýst verður hér á eftir. Látið höggva legginn í 2—3 bita, látið suðuna koma upp og fleytið soðið vandlega. Grænmetið hreinsað og sett út í og allt soðið í nokkra klukkutíma eða þar til kjötið er dottið frá beininu. Súpan síuð og látin standa þar til fit- an ofan á er stífnuð, en þá er hún fjarlægð. Grænu baunirnar hitaðar í sínum eigin vökva og síðan marðar gegnum sigti. Geymið vökvann þar til súpan er bökuð upp, en það er gert þannig, að laukurinn er sneiddur mjög smátt og lát- inn sjóða litla stund í smjörinu, hveitinu bætt í og jafnað upp með súpunni og grænu baunasoðinu. Látið sjóða í stundarfjórðung og bætið þá mörðu baun- unum í og kryddið. Þá er kjötbollunum bætt út í og síðast þeytta rjómanum varlega. Saxaðri persilju stráð yfir. Súpuna er líka hægt að undirbúa daginn áður með því að búa til súpusoðið og sía það, sömuleiðis merja grænu baun- irnar, saxa persiljuna og laukinn og geyma í plastpoka í ísskáp. Sömuleiðis er hægt að búa til kjötbollurnar daginn áður, en það er gert þannig: Barmnu líður vel í húðinni! Barninu Uður vel-pegar notað er Nivea babyfein. Hin reynda móðir veit hvers vegna hún velur babyfein handa barni sínu: Þessar samstilltu fram- leiðsluvörur - krem, olía, púður, sdpa - innihalda allt, sem húðlccknirinn dlítur nauðsýnlegt hinni viðkvcemu húð barnsins. Börn, snyrt með babyfein, fa hvörki sœrindi, né rauða og bólgna húð. NIVEA éaJ&gíctk' HEILSAN FYRIR sifpjrn 9MMN MEÐ ÖLLU!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.