Vikan


Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 10

Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 10
Jens Pálsson er eini sérmennt- aði maðurinn í „fysiskri anþró- pólógíu", sem ísland á, og hefur þegar unnið mikið og óeigin- gjamt starf í þágu íslenzkra mannfræðivísinda. Hann er fæddur í Reykjavík árið 1926, sonur hjónanna Hild- ar Stefánsdóttur og Páls Ólafs- sonar fyrrv. ræðismanns. Hann hefur stundað nám í mannfræði- vísindum við ýmsa háskóla í Evrópu og Ameríku en auk þess lagt stund á landafræði, bók- mennta- og listasögu. Hann nam fyrst við Uppsala- háskóla, þjóðsagnafræði og mannfræði, varð síðan kennari á Islandi um skeið en lauk B.A. prófi í mannfræði og þjóðfræði við Kalifomíuháskóla 1957. Hann var kjörinn félagi í Heiðurs- stúdentafélagi þessa háskóla og síðar í stjórn þess. Þá var hann útnefndur félagi í heiðursfélagi háskólamanna í U.S.A. sem nefn- ist Phi Beta Kappa, en margir þekktustu vísindamenn þar í landi eru meðlimir þess. Jens stundaði framhaldsnám í mann- fræði og erfðafræði og tók próf í þeim greinum við Washington- háskóla. 1959—60 var hann í Ox- ford háskóla en fluttist svo til Mainz í Þýzkalandi þar sem hann varð cand. rer. nat. I mann- fræði og starfaði við Mannfræði- stofnun Gutenbergháskólans. Hann hefur hlotið ýmsa innlenda og erlenda styrki til vísindastarfa og ritað um mannfræði íslands í til okkar gulleitar hauskúpur. Fyrst spyrjum við um ætterni Jens. Hann segir prestablóð ólga sér í æðum. Báðir afar hans voru prestar, þeir séra Stefán M. Jónsson á Auðkúlu og séra Ólafur Ólafsson í Hjarðarholti, og hellingur af langfeðgum. Tveir móðurbræður voru prest- ar og ömmubróðir var séra Jens Pálsson í Görðum á Álftanesi, sem mannfræðingurinn heitir eftir. Hann lét mikið að sér kveða í landsmálum kringum aldamótin, var alþingismaður og bindindisfrömuður og mikill á- hugamaður um flugmál sem þá voru á frumstigi. Að þessu er vikið í þekktri þingvísu: Eimreið Valtýr fer um frón flýgur Jens í loftballón, klærnar brýna loðin ljón, Laugi, Bensi og séra Jón. — Það ætluðust ýmsir til þess að ég yrði prestur, segir Jens og kýmir, og vinur minn prest- lærður telur það mikinn skaða að ég skuli ekki prýða presta- stéttina, og hann segir alltaf satt. Það er enginn vafi á því að andlegt líf í landinu væri blóm- legra ef ég hefði fylgt köllun- inni um að gerast guðsþjónn. — Fékkstu snemma áhuga á fjölbreytileik manna og þjóða? — Ja hvað skal segja? Ég tók þegar í bernsku upp á því að leika allskonar manntegundir og klæðast ýmsum gervum. Svo Spjaliað við Jens Pálsscn mannfræðing um hitt og þetta Texti Dagur Þorleifsson Jens í ræSustól á Moskvuþinginu. Til hliðar situr þingforsetinn, pólski mann- fræðingurinn Miszkiewicz. Þeir Jens hafa í félagi gefi^ út vísindaritgerðir. Þjóðverji af austur-halt- neskum kynþætti. Suður-frönsk kona af jarðarhafskynþætti. Suður-Þjóðverji (fráBaden) af dínarísku kyni. Svíi af norrænum kynþætti. Sá kynþáttur er sterkastnr með germönskum þjóðum. Tékki af Alpakyni. Sá kyn- þáttur er fjölmennur víða í Mið-Evrópu. erlend vísindarit og flutt erindi um þetta efni á mannfræðiþing- um. Blaðamaður Vikunnar heim- sótti Jens á Ásvallagötu 54, þar sem hann dvelst á heimili for- eldra sinna, og leitaði fróðleiks um hitt og þetta á hans sviði. Ræðst var við á vinnustofu Jens þar sem einn veggur er þakinn bókum frá gólfi til lofts, ritverkum um mannfræði, þjóð- fræði, sögu, heimspeki o. fl., meira að segja sér í einni hill- unni á kjöl mormónabókar. Annar veggur er þakinn landa- kortum en utan úr horni glotta fór ég að klippa út, teikna og mála allskonar týpur úr bréfi, ýmist upp úr mér eða eftir myndum. Ég eignaðist fjöldann allan af þessum bréfmönnum og skiptust þeir í ýmsa kynþætti og þjóðir. Þarna voru blámenn úr Afríku, indíánar, mongólar og hvítir menn. Sumir skírðir eftir sögulegum persónum eins og Djengis Kan, aðrir eftir ævin- týrahetjum. Átök urðu oft milli þessara garpa og þjóða þeirra, sem leiddu til styrjalda eins og gengur. Var þá öllum sem þátt tóku í hildarleiknum kastað upp í loft og þeir sem komu á grúfu á gólfið, töldust hafa fallið. Um ákvörðun manna að æða út í styrjöld réð ég sjálfur engu. Allri atburðarás réðu sérstakar spilareglur sem ég upphaflega bjó til, en þær voru jafn óhagg- anlegar og örlögin sjálf. Það kom fyrir að einhver uppáhalds- maður minn vildi gera eitthvað sem mér þótti leitt, eða hann féll í orustu og var ur sögunni. Þannig vandist ég snemma mót-. læti og raunum manna! Eftir því sem ég eltist varð „karla- leikur“ minn umfangsmeiri og ég hóf þá sagnaritun til að varð- veita merkisatburði leikanna frá gleymsku. Síðan gekk í lið með mér góður vinur og blómaskeið leikanna hófst. En nú er þeim löngu lokið og við stöndum sjálf- ir eftir á leiksviði lífsins háðir spilareglum þess. — Þú hefur snemma komizt í kynni við erlendar þjóðir? — Ég sigldi 7 vetra gamall með foreldrum mínum til Bret- lands og meginlands Evrópu. Það var engin skemmtireisa en margt þótti mér þó gaman að sjá. Eitt af því sem mér er minnis- stætt eru fylkingar Hitlersæsk- unnar sem gengu syngjandi um götur Berlínar með blys og blaktandi fána. Hann kunni að koma æskunni til að hrífast gamli maðurinn! 10 VIKAN 47 tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.