Vikan


Vikan - 01.12.1966, Side 11

Vikan - 01.12.1966, Side 11
Hér er Jcns f fremur óhugnanlegum félagsskap, en við pví er ekkert að gera; beinarannsóknir eru þýðingarmikill liður f starfi mannfræðinga. Frá alþjóðaþingi mannfræðinga og þjóðfræðinga í Moskvu 1964, sem Jens Pálsson sótti sem fulltrúi íslands. Blondínan, sem hann er að heilsa, var í sendinefnd Póllands á þinginu. Hjá þelm stend- ur mannfræðingur irá Sómalíu. f Vínarborg voru róstur miklar og hræðsla við valdabrölt nazista 'og sá ég uppþot á götunum. Lög- reglumenn á hestum börðu hraustlega frá sér. Einu sinni týndist ég í þessari borg, var skæður með að stelast frá þeim sem var með mér og æða út í mannhafið. Eftir það var sett festi um háisinn á mér með nafni og heimilsfangi, rétt eins og ég væri lítill hvolpur, sem ekki mætti missa. Einu sinni var ég tekinn fastur ásamt for- eldrum mínum og dúsuðum við heilan dag í varðhaldi. En allt var byggt á misskilningi. Lög- reglan hafði fundið skjöl með Eimskipafélagsmerkinu í fórum föður míns. — Og þú sigldir aftur þremur árum seinna? — Já þá fór ég til Kaup- mannahafnar og var settur í kaþólskan skóla. Ég fyrirleit þessar svartklæddu nunnur sem kenndu og neitaði að beygja kné mín fyrir Maríu mey í kirkjunni. Og ég lét ekki þar við sitja að halda fast við mína lútherstrú heldur fór ég að boða hana fyrir skólabræðrum mínum, með þeim afleiðingum að þeir snérust allir á móti mér nema einn heiðurs- maður sem alltaf stóð með mér. — Og hvað svo? — Loks var ég sendur einn heim til fslands aftur. Sjóferðin var skemmtileg frá „lille Dan- mark.“ í Edehborg fór ég í land með tveimur veraldarvönum ís- lendingum og erlendri stúlku og Framhald á bls. 42. 48. tbi. VTKAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.