Vikan


Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 12

Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 12
Ég þekkti húsið á ströndinni. í undirvitundinni hefi ég líklega bú- ist við því, löngu áður en ég beygði fyrir götuhornið og kom auga á það, hvíta framhliðin, stóra reykháfinn og vindhanann á þak- inu. Snyrtilegur grasbali hallaðist niður að læk, sem rann þar fram- hjá. Hamingjan veit að við vorum búin að tala oft og lengi um það, húsið í sveitinni, sem væri hæfilegt fyrir okkur þrjú, það hafði verið aðal umræðuefni okkar um lengri tíma. í hvert sinn sem Joanna dúðaði þriggja ára son okkar, til að fara með hann í gönguferð, sagði hún: — Heldurðu ekki að það væri dásamlegt, ef Michael gæti farið einn út að leika sér, á okkar eigin grasflöt? Og svo þeg- ar hún kom aftur með hann inn og var að hreinsa þessi óhreinindi, sem eru svo einkennandi fyrir Lund- únaborg af honum, sagði hún venju- lega: — Ég sé húsið okkar í anda, sé það greinilega. Hvíta snjó- hvíta veggi og bláar gluggalokur,- og lækinn eins og silfurþráð á milli trjánna. Svo þegar hún var búin að losa drenginn við það mesta af dúðunum, sagði hún venju- lega í afsökunartón: — Það hlýtur að vera þreytandi fyrir þig að vera giftur svona leiðinlegri konu, sem sjaldan hefur neitt annað í huga, en hús í sveit. Finnst þér ég vera afskaplega kjánaleg? Auðvitað fannst mér það ekki, hún var einfaldlega altekin af draumi, sem ég var farinn að taka þátt í með henni. Yfirleitt öll ung hjón, sem búa í litlum íbúðum í London, eiga þann draum, að geta með tíð og tíma eignazt lítið hús í sveitinni, fyrir nýgift fólk eru súð- aríbúðir auðvitað yndislegur dval- arstaður, einskonar virki gegn um- heiminum. En þegar börnin fara að koma, verða stigarnir ósjálfrátt miklu brattari og hærri, og þá verða þessar íbúðir líkari fangelsi. Santarell-hjónin, sem bjuggu fyrir neðan okkur, Fitzpatrickhjón- in á götuhæðinni og ungu hjónin, sem léku sígaunahljómlist í kjallar- anum, þar sem grindur voru fyrir gluggunum, höfðu öll sömu hug- sjón, að eignast sjálf blett þar sem þau gætu andað að sér hreinu lofti og hlustað á fuglasöng fró sínum eigin rósarunna. Þegar þau voru búin að borga húsgögnin, eignast sæmilegan bíl, fóru þau að líta í kringum sig: — Hvaða útborg hefði beztu skólana, góðar verzl- anir og þægilegastar lestarferðir til London? Þetta voru þær spurningar sem spóluðu í höfðum okkar allra. Joanna talaði um þetta eins og við hin, en þó á annan hátt; f huganum var hún búin að velja húsið. Þetta var skrítið, já það var eigin- lega furðulegt, hve vel hún þekkti þennan stað, sem hún hafði aldrei augum litið. Kvöld nokkurf, þegar við vorum hjá Winterfield-hjónunum í kjallara- íbúðinni, að hlusta á hljómlist. heyrði ég Joönnu segja upp úr eins manns hljóði: — Það eru vand- ræði að það skuli ekki vera neinn skápur með loftræstingó í húsinu. . . Louice Winterfield var að setja nýja plötu á fóninn, sneri sér við og sagði: — Þú kallar það vand- ræði, við höfum ekki einu sinni tauskáp. Hún lagði frá sér plötuna og spurði. — Hvar er þetta hús? Úti í sveit, sagði Joanna, hálf vandræðaleg. — Hvað á það að kosta? — Ég veit ekki einu sinni hvort það er til sölu. Það getur líka verið að það sé alls ekki til. — Þú meinar að það sé aðeins ímyndað hús? — Ekki beinlínis, sagði Joanna og hrukkaði ennið. — Mér finnst stundum að.ég hafi búið þar fyrir mörgum árum. Þetta er auðvitað kjánalegt, vegna þess að ég er fædd í Portsmouth og hefi búið hér í London, síðan ég giftist. Sharon Fitzpatrich hló. — Er eitt- hvqð af sígunablóði í þér? Ertu skyggn? Joanna brosti, en brosið náði ekki til augnanna. — Dreymir þig aldrei um hús í sveit? — Stöðugt, sagði Sharon. Mig dreymir líka um skemmtisnekkju og um það að fá stóra vinninginn í happdrættinu. — Hvers konar hús dreymir þig um? — Það fer eftir atvikum. Þegar ég hlusta á plöturnar hennar Lou- isu, langar mig mest til að eignast spánska hacienda, úr terracotta múrsteini umvafið vínviði. — Mamma sendi mér nýjan kokk- teilkjól um daginn, sagði Louisa, — og mig fór strax að dreyma um París. Ég gæti helzt ekki hugsað mér neitt minna en speglasal. — Ég er nú ekki svo kröfuhörð/ sagði Joanna, — ég sé alltaf sama húsið. Rödd hennar varð mild og fjarræn. — Það er vafningsviður meðfram veröndinni og í andyrinu er gömul afaklukka, þeirrar tegund- ar sem sýnir kvartilaskipti tunglsins. Við vegginn í setustofunni er stór arinn, hlaðinn úr múrsteini. Glugg- arnir uppi eru opnir og ég heyri lækjarniðinn alla nóttina. Eftir andartak sagði Louise: — Þú ert bara illa haldin, ertu það ekki, unginn minn? — Þetta er ekki venjuleg „hús- veiki", sagði Joanna. — Ekki þess- konar sem maður fær við að lesa auglýsingar frá fasteignasölum. Ég þekki þetta hús, út og inn, frá sópaskápnum í eldhúsinu að vind- hananum á þakinu. Louise, ég veit að þetta hús er til, það bíður eftir því að ég flytji í það. Ég vaknaði fyrir sólarupprás næsta morgun, við það að Joanna var að gráta. — Joanna, hvað er að þér? — Ég gerði sjálfa mig að fífli. — Nei, nei, það var öðru nær. Þú ert bara með einhvern anga af timburmönnum. Ég tók hana ( faðm- inn, en hún lét ekki róast. Axlir hennar skulfu og hún beit í kreppta hnefana. — Er þetta út af húsinu? Hún kinkaði kolli og sneri sér undan. — Það fer nú að líða að því að við getum farið að athuga það, sagði ég glaðlega. — Mér hefur gengið vel undanfarið og umboðs- laun mín eru stöðugt að hækka. Reyndu að sofna, ástin mín. Eftir nokkra mánuði förum við að leita fyrir alvöru. — Eftir nokkra mánuði, andvarp- aði hún. — Ég veit að ég haga mér eins og asni, en draumurinn var svo raunverulegur. Ég sá húsið aftur í nótt. Ég gekk upp að aðal- dyrunum, en þær voru læstar. Ég reyndi að ýta á þær, en það var árangurslaust. Þá heyrði ég raddir allt í kring um mig, sem hvísluðu: — Þú kemur of seint, — of seint. Við hefðum getað orðið svo ham- ingjusöm, en þú komst ekki, hvernig sem ég kallaði. Þú reyndir ekki einu sinni að finna mig. Ég skal finna húsið þitt, Joanna, sagði ég. — Ég lofa því upp á æru og trú . . . Ef til vill verða allir hlutir að bíða síns tíma, eða þangað til við erum reiðubúin til að veita þeim viðtöku. Næsta morgun ók ég til Essex, til að athuga skaðabótakröfu á einum búgarðinum rétt hjá Baintree. Þegar ég var að þræða örmjóar göturnar, út að þjóðveginum, kom ég allt í einu auga á það í kvöld- sólinni. Það var útilokað að það gæti verið missýning; ég var bú- inn að heyra svo margt um húsið hennar og komst ekki hjá því að þekkja það. Bláu gluggahlerarn- ir voru opnir og lögðust upp að hvítum múrnum. Hár og mjór reykháfur og blómin meðfram lækn- um, sem Iiðaðist eins og silfurþráður milli trjánna; þetta var alveg ótrú- legt. Vindhaninn var líka á sínum stað og vafningsviðurinn við ver- öndina. Þarna var örugglega heil- næmt loft og nægilegt athafnasvæði fyrir lítinn dreng á grasflötinni. En einhverveginn fannst mér eitthvað dularfullt við húsið, það var eins ( og það væri lokað fyrir umheim- inum. Ég kom auga á handskrifað spjald og ég þurfti ekki að lesa á það til að vita hvað þar stóð. Það var auðvitað: „Til sölu". Það var ekki laust við að ég fyndi til máttleysis í fótunum, þegar ég steig út úr bílnum. Ég reyndi að telja sjálfUm mér trú um að Joanna hefði einhvern tíma ekið þarna framhjá ( barnæsku og myndin af húsinu hefði prentazt í hugskot hennar, en með sjálfum mér vissi ég að það gat ekki staðizt. M|ög gamall maður kom til dyra. Fótleggir hans voru eins og sóp- sköft og það var eins og hann hefði skroppið saman innan í upplitaðri peysunni. — Ef þér komið út af enginu? sagði hann með titrandi öldungs- rödd, — þá getum við ekki leigt Framhald á bls. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.