Vikan


Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 18

Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 18
Að ofan: Italan fer fram hjá úlfaldalest Mongóla. Að neðan: Italan föst. Hópur manna reynir að draga hana upp, og einn SíSan bíllinn, þetta töfratæki, kom til sögunnar, hafa margar svaðilfarir verið farnar á bíl og ótrúleg afrek unnin. Ef til vill er þó mesta svaðil- förin af þeim, sem eitthvað hafa verið skipulagðir fyrirfram, þol- raunaraksturinn mikli frá Peking til Parísar, sem farinn var árið 1907 að undirlagi Le Matin. Sig. Hreiðar tók saman. - 4. hluti. PONS ER AR KRMA - SAR Al PBiaii V---------------------y Bílarnir eru komnir yfir fyrsta og erfiðasta hjallann, fyrstu 200 mílurnar út frá Peking, en þá leið var lands- lagið ekki heppilegra fyrir bíla en svo, að lengst varð að hafa 115 dráttarmanna til að komast áfram, og leiðin lá yfir gamla árfarvegi, snarbratta fjall- garða, klettaeinstigi, ófærar ár, fen og mýrar. Nú tökum við aftur upp þráðinn, þar sem leiðangurs- menn hafa kvatt dráttarmenn- ina með engri eftirsjá. Þeir halda nú áfram af bílanna eigin vélarafli og framundan er Gobi eyðimörkin. Frakkarnir höfðu komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki væri sanngjarnt að krefjast þess að Italan, sem hafði margfalt sterkari mótor en hinir bílarn- ir, skyldi bundin af því að ferð- ast með sama hraða og hinir bílarnir í lestinni. Ef henni yTði leyft að fara á undan, hefði það hinsvegar í för með sér, að áhöfn hennar yrði ekki til stað- ar, ef veita þyrfti einhverjum af hinum leiðangursmönnum hjálp, en aftur á móti var Italan bezti bíllinn, sem hægt var að senda til baka í slíkum neyð- artilfellum, þar sem hún komst töluvert hraðar en hinir bílarn- ir, eða yfir 50 mílur á klukku- stund. Og það var afar hag- kvæmt, að svo hraðskreiður ur bíll væri notaður til að fara á undan, vísa veginn og vara við hættum. Godard og du Tallis voru í fararbroddi, en gættu þess að de Dion bílarnir yrðu aldrei meira en mílu eða svo á eftir. Úlfaldaslóðin var afar óslétt og gormar Spijkersins lögðust óhugnalega saman undan auka- þyngslunum af útbúnaði Cont- alsins. Eftir um það bil 15 mQna ferð náðu Frakkarnir Contaln- um. Godard hallaði sér í áttina til þeirra og kallaði, um leið og hann fór fram hjá: — Allt í lagi? og þeir svöruðu: — Allt í lagi. Spijkerinn hélt áfram. Þó sléttan væri að mestu leyti flöt, voru í hana nokkur brött og djúp gil. Á botni þeirra runnu leirugar ár og jarðvegurinn var mjög gljúpur. Það var ekki um annað að ræða, en keyra bílana á fullri ferð ofan í þær, í þeirri von að ferðin entist til að koma þeim yfir bleytuna og upp bratt- ann hinum megin. Godard flaug í hug að Pons mundi ef til vill lenda í erfiðleikum hér, svo þegar hann var kominn yfir versta gljúfrið, nam hann staðar, og þegar de Dionarnir komu, bað hann þá einnig að bíða. Eftir nokkra stund, heyrðu þeir auðþekkta skellina í tvígengisvél Contalsins. Svo kom hann í ljós og lagði af stað niður í gljúfrið, Godard hrópaði til þeirra, sem var náttúrlega vita tilgangslaust, og gaf Pons bendingar um að auka hraðann, og Pons skildi þær greinilega. Contalinn hvarf ofan í gljúfrið. Nokkrar mín- útur liðu í óvissu. Svo heyrðust aftur skellirnir í vélinni, og þeir nálguðust óðfluga, unz hann nam staðar á meðal þeirra. — Allt í lagi, Pons? — Allt í fínasta lagi. Það var eins og Pons væri einkasonur Godards. Frakkarnir héldu áfram. í um það bil tvær klukkustundir urðu þeir samferða. Landið var ekki sem bezt yfirferðar, en þó tókst þeim að halda sæmilegum hraða, rétt yfir tólf mílur á klukkustund, og þeir tóku að njóta ánægjunnar af því að aka í röð. Síðan varð sléttara und- ir hjólum og Godard var svo ósvífinn að nota sér tækifærið, og stíga fastar á benzíngjöfina. — En það er skemmtilegra að aka í röð, sagði du Taillis. Það væri gaman að aka þannig inn í París, hver á eftir öðrum. — Ekki efast ég um, rumdi Godard, brúnaþungur. — En þú mátt ekki fara fram á mikið. Þú getur ekki búið til eggjaköku, án þess að brjóta eggin, og þar að auki geturðu ekki verið viss um, að enginn hafi í huga að stinga hina af. — Stinga af? Hvað áttu við? — Fara undan öllum hinum, láta ekkert skipta neinu máli, annað en að komast fyrstur í áfanga. Ég þori að veðja hundr- að á móti einum, að Borghese hefur aðeins eitt takmark, og það er að stinga okkur alla hina af. í sama bili ók Borghese upp að hliðinni að þeim. LENGSTIrKAPPAKSTUR 80GUNNAR - PEKING - PARÍS 1907 v.___________ ' _______:------------------------) 18 yiKAN «■tbI-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.