Vikan


Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 19

Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 19
Hinn mikli Lama, lifandi guð og holdi klæddur Búdda, skoðar Spijkerinn í Urga. Hann vildi ekki taka á móti Borghese prinsi, af því hann hafði boðið kínverska borgarstjóranum í ökuferð, en bauð Frökkunum til sín á þeirri forsendu, að hann ætti ógangfæran bíl og vildi gjarna fá hann í gang. Þegar til kom, rcyndist þetta vera vélarlaus gluggasýningargripur. — Hvítu menn- irnir eru, talið frá hægri: Godard, Cormier, du Taillis. Hér naut aflmikil Italan sín til fulls. Hún þaut gegnum gróft grasið, það var frekar eins og hún flygi en að henni væri ek- ið. Um leið og prinsinn ók fram úr þeim á Spijkernum, dró hann ofurlítið úr ferðinni og kallaði yfir til þeirra: — Ég var að fara fram úr Pons. Hann er rétt á eftir ykkur. Hann segir að allt gangi samkvæmt áætlun (tout marche a souhait). Svo herti hann ferðina aftur og hvarf á undan þeim. Cormier kom upp að hliðinni og spurði hvað Borghese hefði sagt. God- ard endurtók skilaboðin og bætti við: — Þarna fer hann. Hann á aðeins eina ósk, og það er að stinga okkur af. Cormier, sem var einlægur að- dáandi léttbyggðra bíla, varð súr á svipinn, þegar hann horfði á Itöluna hverfa svo léttilega á undan þeim. En hann sagði að- eins: — Hann ætti að fara svo- lítið varlegar. Ef hann ætlar að halda svona áfram, líður ekki á löngu, þar til hann hefur að- eins brotajárn í höndunum. Þannig minntust þremenn- ingarnir þessa atburðar. Barzini var hinsvegar ekki alveg eins minnisgóður. Hann sagði, að Contalinn hefði verið stöðvað- ur, þegar þeir fóru fram hjá honum. Pons og Foucault virt- ust vera að rannsaka vélina. Borghese hægði ferðina til að bjóða fram hjálp sína, en Pons sagði að það væri óþarfi. Borg- hese gat sér þess til, að þeir væru að láta vélina kólna, og jók hraðann. Hálfri klukkustund síðar fór hann fram úr hinum bíl- unum og heilsaði þeim. Barzini minntist þess ekki, að hann hefði minnzt á Contalinn. En hvað sem satt var í því máli, var eitt víst: Pons var úr leik. De Dionarnir og Spijkerinn héldu áfram saman, án þess að reyna að halda í við ítöluna. Cormier fór á undan og áður en langt um leið kom í ljós, að hann var villtur. Það tafði þá enn- fremur, að hann vildi alls ekki viðurkenna það fyrst í stað, en að lokum sneru þeir þvert af leið, þangað til þeir fundu greinileg merki eftir Itöluna. Krókurinn, sem þeir fóru, var ekki erfiður yfirferðar og þeir höfðu ekki miklar áhyggjur af Pons. Hann var rétt á eftir þeim. Svo hafði Borghese sagt. Ef hann hefði farið beint í spor Itölunnar, sem þeir vonuðu, hlaut hann nú að vera kominn all- langt á undan þeim. Ef hann hefði fylgt þeim eftir, hafði hann fremur unnið á en hitt, meðan þeir töfðust við að greiða úr villunni. Það var ekki ástæða til að hafa áhyggjur af honum. Pons var margar mílur á eftir. Hann stóð við Contál- inn, á götuslóðanum, þar sem Borghese hafði skilið hann eftir. Það var ekki allt samkvæmt áætlun. Hann var bensínlaus. Það var nákvæm- lega hálfur lítri eftir á tank- t num. Það var ennþá miður morg- unn, það var engin ástæða til að óttast. Hann var rétt á eftir hinum, og þeir mundu fljótlega stanza til að bíða efrtir honum. Líklega myndu þeir senda Borghese til baka til að hjálpa honum. Það var hluti af samkomulaginu. Svo var komið hádegi. Þeir hlutu að hafa snúið við og vera á leið inni til þeirra núna. Guizzardi sækir vatn í brunn á hina síþyrstu Itölu. Hópur reiðmanna rcynir sig við Itöluna í Urga. Svo kom kvöld, og menn- irnir tveir voru að deyja úr þorsta. Við verðum að finna vatn, Foucault. Við verðum að fara meðan enn er einhver skíma, svo við get- um verið komnir hingað aft- ur, þegar þeir koma. Pons og Foucaúlt gengu út á sléttuna. ítölunum gekk vel. Þeir héldu um 25 mílna hraða á klukku- stund, og það var ekki fyrr en þeir voru komnir út af gras- lendinu, og yfir á sólbakaða, rauðleita jörð og óslétta, að vél- in hóstaði og þagnaði svo. Bens- ínið var búið úr aðalgeymunum. Þeir höfðu eytt 83 lítrum af bensíni, sem eftir útreikningum hefði átt að duga þeim 130 míl- ur. Þeir höfðu líka reiknað út, að innan 130 mílna hefðu þeir átt að ná í áfangastað, sem var ritsímastöðin í Pong-Kiong. Borghese ákvað að eyða engum tíma í að leita að Pong-Kiong, heldur halda beint áfram. Ef hann hefði áætlað fjarlægðina minni en hún var, myndu þeir bráðlega koma þangað. Ef þeir væru komnir framhjá, einhverra hluta vegna, höfðu þeir bæði mat og eldsneyti til að ná næsta viðkomustað, og þar að auki gátu þeir látið fyrirberast um nóttina í eyðimörkinni. En inn- an klukkustundar komu þeir auga á litlu húsaþyrpinguna, um- hverfis brunninn, þar sem rit- símastjórinn og lítil dóttir hans bjuggu, ásamt þremur starfs- mönnum 200 mílur frá borginni. Fimm klukkustundum eftir að Italan kom, renndu Spijkerinn og. de Dionarnir í hlað. Fyrsta spurning Godards var: — Hvar er Contalinn? Engin svaraði. Það var drunga- legt andrúmslöft yfir kvöld- matnum, og allir hlustuðu með öðru eyranu í von um að heyra skellina í tvígengisvélinni. Cormier spurði Borghese um síðasta sambandið við Pons. Borghese endurtók, að Pons hefði sagt að allt væri í lagi, og að hann þarfnaðist einskis. Lít- ið fleira var talað. Allir biðu eft- ir að Borghese byðist til að nota sinn hraðskreiða bíl og fara næsta morgun að leita að hin- um týndu. Með þeim hraða, sem hann gæti haldið, yrði hann kom- inn aftur fyrir nóttina. En Borghese bauðst ekki til neins. Du Taillis hafði ekkert vald til að skipa einum eða nein- um fyrir, en hann lét á sér skilja að hann ætlaðist til þess að Borg- hese færi að leita að Pons og Foucault. En að lokum var það Cormier sem fór og vakti Borg- hese og lýsti yfir skoðun þeirra hinna, að það væri skylda Borg- heses að fara að leita að týnda farartækinu. — Ég legg af stað til Udde klukkan þrjú í nótt, svaraði Borghese stuttaralega. Cormier reyndi að koma vit- inu fyrir hann, en Borghese sagði að þeir væru enn í byggð, og ættu ekki í neinum vandræðum með að afla sér matar, og ef nauðsynlegt væri, mannhjálpar. — En Pons hefur aðeins rúss- neska peninga með sér. Ég er með allt silfrið. Hann hefur enga mongólska peninga. — Skildu þá eitthvað eftir handa honum hérna, sagði Borg- hese. — Ég hef ekki nóg. — Þú hefur áreiðanlega 10 taels. Skildu það eftir. Ég skal lána þér önnur tíu sjálfur, það gerir tutlugu. Hann þarf ekki meira. Ritsímastjórinn geymir þetta handa honum. Cormier gekk út og sagði sínar farir ekki sléttar. — Hann leggur af stað á morg- un, sagði hann hinum ökumönn- unum. — Þetta sagði ég, sagði Godard, — hann ætlar að stinga okkur af. Það var ekki um annað að ræða, en að allir héldu áfram. Ef Borghese héldi áfram klukk- an þrjú í nótt, þýddi það að leið- angurinn var orðinn kappakstur. Samvinnuandinn hafði horfið á einum degi. Hversvegna? Hvers- vegna vildi Borghese ekki snúa við? Hvers vegna var einn dag- Framhald á bls. 32. 47. tbi. VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.