Vikan


Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 22

Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 22
FLOTTINN TIL OTTANS Framhaldssagan 9. hluti Efftir Jenniffer Ames ÞaS var söngur í hjarta hennar. Hún óskaði að hann hefði sagt miklu meira. Hún varð mjög feimin. — Ég vildi, að við hefðum borðað morgunmat hérna á hverjum morgni. Hversvegna liggur þér alltaf svona mikið á að komast héðan burt? Ég er enginn úlfur. — Nei, auðvitað ekki. Ég var líka neydd til að treysta þér. Var það ekki? — Ég hef þá víst móðgað þig. Þú getur verið viss um að ég hef oft átt erfitt með að halda aftur af mér. Og ef þessi læti hefðu ekki verið í hausnum á mér í morgun, hefði ég sagt þér hvern- ig tilfinningar mínar eru í þinn garð. Hvort sem þetta verk okk- ar hérna heppnast eða ekki, mundi ég ekki fyrir nokkurn mun vilja hafa orðið af því. Það var söngur í hjarta henn- ar. Hún óskaði að hann hefði sagt miklu meira. Hún varð mjög feimin. — Já, en það hefur heppnazt, Alan. Þú sagðir, að þú hefðir fengið upplýsingarnar, sem yfir- maðurinn vildi fá. Hann kinkaði kolli. — Manstu eftir litla af- greiðslumanninum, sem við hitt- um þegar við komum á flugvöll- inn? Ég hélt að hann hefði ekki mikinn áhuga fyrir gangi mál- anna hérna. Og það hafði hann ekki heldur. En í sannleika sagt fannst honum að það væru of margir hér, sem gengu í lið með kommúnistunum. Ef við kom- umst ekki af stað í nótt, Fay ef eitthvað skyldi henda mig, þá komdu þér í samband við hann. Fjandinn hafi það, hvernig þetta kínín fer með hausinn á mér. Ég verð að loka augunum andartak. Þau voru vön að mætast á veröndinni til kaffidrykkju klukkan ellefu. En þennan morg- un, þegar Fay kom út, var aðeins Charles þar. Hann leit flóttalega í kringum sig og flýtti sér svo til hennar. — Allt í lagi, sagði hann með mjúkri röddu. Flugvélin er til- búin — og bíllinn bíður okkar við fenjaskóginn. Hann verður þar klukkan ellefu. Ég þarf líka að tala við Alan. Hvar er hann? — f rúminu. Hann hefur feng- ið malaríukast í morgun. — Það var fínt. Ef hann hefur malaríu, dettur þeim ekki í hug að við séum að hugsa um flótta. Þetta var alveg prýðilegt. — Já, það er rétt. Ég var að gefa honum kínín. Sárið sem hann fékk í gær, meðan hann var að synda hefur ekki skánað. — Hitabeltisfiskarnir geta verið hræðilegir, sérstáklega þegar þeir eru vopnaðir hnífum, sagði Charles. Nú, svo Charles vissi líka, eða gizkaði á, að það hefði verið ráð- izt á Alan meðan hann var að synda. Hve mikið vissi Charles annars? Hún var mjög óróleg. Gat hún treyst honum? f sama bili kom Madeline út. Hún var glæsileg í gulum morg- unsloppnum, en síðustu dagana var eins og hún hefði elzt. Hún hlaut að vera meira en rétt rúm- lega tvítug, eins og Fay hafði haldið. Hún hlaut að vera komin fast að þrítugu. Fay sagði henni, að Alan hefði fengið malaríukast. — En hvað það var leiðinlegt. Má ég líta inn til hans? — Þegar ég fór frá honum var hann sofandi, en ef þú kemur með mér geturðu fengið að líta á hann. — Ef þið farið báðar frá mér, verð ég sjálfur að halda mér fé- lagsskap, sagði Charles súr á svip. Madeline hló stutt og sagði: — Ég neyðist til þess að hafa með mér siðferðisdömu inn í herbergi Alans. Á leið þeirra eft- ir ganginum sagði Madeline: — Þrátt fyrir alla hans sjarma, held ég, að það sé ekki þægilegt að eiga hann fyrir óvin. Fay þagði. Það var einmitt það, sem hún hafði sjálf verið að hugsa um allan morguninn. — En við neyðumst til þess að reiða okkur á hann, sagði hún. Og hún hélt áfram að segja Madeline frá flóttaáætluninni. Madeline kinkaði hægt kolli: — Þetta er áreiðanlega allt í lagi en -— hún þagnaði hugsi. — Alan vill endilega, að við reynum að strjúka, sagði Fay. Madeline kinkaði aftur kolli. — Þá heppnast það kannske. Alan hefur alltaf verið dugleg- ur að bjarga sér. Hann slapp burt frá Japönum, og hann slapp burt frá öllum.... öllum kvennaskaranum. Hann hlýtur að hafa hjarta úr tinnu, bætti hún heiftúðug við. Rödd þeirra hlaut að hafa vak- ið Alan, því hann opnaði augun og reis upp við dogg. — Halló, þið báðar! Er þetta móttökunefnd? Hann brosti þreyttur. Madeline gekk til hans, settist niður við hlið hans og lagði hendur sínar utan um hans. — Ertu raunverulega veikur, Alan? — Við skulum ekki tala um það. Ég kemst yfir þetta, eins og þú segir alltaf. Hann snéri sér að henni og brosti hlýlega til hennar. Fay fékk sting í hjartað. Hún vætti varirnar. — Ég ætla að fara aftur og tala við Charles. Madeline tók skjótt við sér og sagði: — Já, þú verður að halda á- fram að vera góð við hann, ann- ars komumst við víst ekki lifandi héðan. En verður Alan nógu hress til að ferðast? Alan greip fram í fyrir þeim. — Auðvitað, ég hef fengið verri malaríu en þessa og samt komizt i gegnum frumskóginn. — í þetta skipti átt þú að fljúga, minnti Madeline hann á. — Ef hamingjan er með okkur, muldraði Alan. Fay var reið og þrá, þegar hún snéri aftur til verandarinn- ar. Það síðasta sem hana langaði til, var að hitta Charles aftur. 22 VIICAN 4b tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.