Vikan


Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 25

Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 25
hindrað þig, hefðirðu skotið mig. Og þú hafðir góða afsökum til að komast upp með það — þú varst að reyna halda mér lifandi. En það hrífur ekki úr þessu. Ég vejt hvers- vegna þú vilt mig feigan — til þess að þú getir gert nýjan olíu- samning gegnum Flip. Heldurðu að ég viti ekki, að þú réðir þjóninn til að færa henni heroin? En ég vissi það. Ég fann jafnvel eitrið í tösk- unni hjó þér, þegar ég leitaði í herberginu þínu. Ég veit líka hvers- vegna þú lézt myrða hann. Vegna þess að við vorum komnir ó spor- ið. Þú varst hræddur um að hann myndi kjafta. Craig stóð eins og steingervingur, hendur niður með síðum, einbeitti sér að Þeseusi vinstra megin við sig. Ef hann kæmi aftur nær, gæti hann nóð byssunni. Framhald í næsta blaði. Hús í sveitinni Framhald af bls. 12 það í ór, við erum að flytja héð- an . . . Hólf viðutan sagði ég: — Ég ók hér framhjó og só skiltið. — Drottinn minn. Það var svei ■ mér með hraði. Við settum það upp í gær. — Agnes, kallaði hann, — hér er herramaður, sem vill kaupa húsið. — Ég er nú ekki ókveðinn. Mó ég skoða það? — Þér megið skoða það eins og þér viljið, sagði hlýleg rödd, innan úr húsinu. Við endann ó dimmum ganginum vat kona gamla manns- ins að koma niður stigann. — Við höfum ekki sett það í sölu hjó fasteignasala, við ætluðum að reyna að spara okkur umboðs- launin. Ég sneri mér að henni, en augu mín festust ó gamalli klukku, sem stóð á gólfinu í anddyrinu. — Gerir hún meira en að segja til um tím- ann? — Jó, hún sýnir líka kvartela- skipti tunglins. Hafið þér óhuga ó gömlum húsgögnum? — Það er aðallega húsið, sem ég hefi áhuga á. Yður finnst það ef til vill kjánalegt, en mig langar til að vita hvort nokkur tauskápur- inn er með loftræstingu? Þau litu hvort á annað og gamli maðurinn sagði: — Það er nú eigin- lega eini gallinn á því, hér eru engir tauskápar. Agnes hefur haft rúmfatnaðinn og handklæðin f kistu. — Það er ekki eini gallinn, sagði konan, og aftur litu þau snöggt hvort til annars. — Við viljum endi- lega selja húsið, við erum orðin gömul og okkur langar til að búa nálægt dóttur okkar, sem er gift. En við viljum vera heiðarleg við væntanlega kaupendur, sagði hún hljóðlátlega, — og við viljum láta vita af því að það er reimt í húsinu. — En það er elskulegur draugur, sagði gamli maðurinn. — Hún er hreint og beint töfrandi. — En afturganga, samt sem áður. Ég veit að þetta hljómar einkenni- lega, en við höfum séð hana. Það eina sem mér datt í hug að segja, var: Hvað gerir hún? — Hún gengur bara um húsið. Síðastliðna mánuði hefur hún geng- ið milli herbergjanna, horft í kring- um sig, brosað og snert á húsgögn- unum. Stundum heyrum við hana kalla á lítinn dreng, sem er að leik úti á flötinni. Hún er mjög falleg, hárið er Ijóst og vafið f hnút í hnakkanum, og svo er hún með silfurnælu í kjólnum, nælu, sem myndar tvö hjörtu. — Ef við eigum að vera alger- lega heiðarleg, Agnes, sagði gamli maðurinn, — verður við að segja alla söguna. Hún gerir meira en að ganga um húsið. — Já, já, en það er aðeins upp á síðkastið og það getur verið að hún hætti því. Gamla konan horfði beint í augu mér og sagði: — í gærkvöld stóð hún við opinn gluggann f svefnherberginu, þenn- an sem snýr út að læknum, og hún grét, eins og hjarta hennar væri að bresta. ,,Michael", kveinaði hún, aftur og aftur. „Michael, hvers vegna? Þetta er svo lítill leikur og svo hættulaus. Ó, guð minn góður, Michael, hvernig gat þetta skeð?" Mér er ekki ennþá Ijóst hvernig ég komst til borgarinnar; ég hlýt að hafa komið heim rétt fyrir fimm, því að Joanna var nýkominn inn með Michael. Þegar ég sá hana beygja sig yfir drenginn til að færa hann úr óhreinum skónum og sá silfurhiörtum glitra við hálsmálið á kjólnum hennar, vissi hvað ég hlaut að segja: — Joanna, ástin mfn. Á morgun förum við í húsaleit. Ég tek mér frí og svo ökum við til Canterbury, til að tala við fasteignasala. Ég hef heyrt að það sé hægt að gera ágætis húsakaup í Kent. Við erum búin að bíða nógu lengi eftir hús- inu okkar og nú hættum við ekki fyr en við erum búin að finna það . . . Bílaorófun Vikunnar Framhald af bls. 9 f því er yzt til hægri eitthvert minnsta og þrengsta hanzkahólf sem finnst í bíl, fyrir miðju reit- ur fyrir útvarp og öskubakki þar undir, síðan er eins og jólatré fram af stýrinu. Þar er ljós sem sýnir ef innsogið er á, hand- bremsan, stefnuljósin, háljósin, lágljósin, hvort bíllinn hleður og smyr og hvort hann hefur nóg bensín eða ekki. Ef allt þetta tæki nú upp á að loga í einu, væri vel lesbjart þótt dimmt. væri af nóttu. Upp af þessari seríu kemur síðan hraðamælir á lang- veginn, nálin er rauð súla, sem hleypur fram þegar ferðin eykst. niveA KM3E* ;. NIVEA '»IV€A HAUlOt Barninu lídur vel í húðinni! Barninu líður vel-fiegar notað er Nivea babyfein. Hin reynda móðir veit hvers vegna hún velur babyfein handa barni sím: Þessar samstilltn fram- leiðsluvörur - krem, ol(a, fiúður, sáfia - innihalda allt, sem húðheknirinn álítur nauðsýnlegt hinni viðkvccmu húð barnsins. Börn, snyrt með babyfein, fá hvörki sarindi, né rattða og bólgna húð. 0 MIVEA HEILSAN FYRIR ÖLLU! 48. tb! VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.