Vikan


Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 29

Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 29
Nýlega var haldin hér iðn- sýning meS pomp og pragt og mikilli auglýsingu. Fyr- irferSarminni en athyglis- verS þó var sýning á ís- lenzkum heimilisiðnaði í húsnæði Rammagerðar- innar í Hafnarstræti. Vikan hefur hitt að máli 18 konur og menn, sem þátt áttu í þessari sýningu. Fantasíur SÓLVEIG EGGERZ PÉTURS- DÓTTIR er kunn listakona og mál- verk hennar á rekavið eiga að sjálfsögðu ekkert skylt við iðnað eða listiðnað. Samt var hún með á þessari heimilisiðnaðarsýningu í Rammagerðinni og sýndi þar nokkrar fantasíur, málaðar á reka- við, sem hún hefur fundið á fjör- um, einkum á Hornströndum og í Grindavík. Hún notfærir sér það form, sem fyrir er í viðnum, svo sem æðar og kvisti, en teiknar allskonar fígúrur og þetta hefur svo aftur á móti haft mikil áhrif á það sem hún málar á léreft. Þar koma fyrir samskonar fígúrur og hún hefur fundið í viðnum. Hún málar á viðinn með daufum olíu- lit og sterkum, svörtum útlínum. Hún skírir allar sínar myndir og kveðst alltaf vera að segja frá ein- hverju. Solveig hefur áður sýnt myndir málaðar á við og t.d. hefur hún sýnt þær í Færeyjum, þar sem henni var mjög vel tekið. Lanosiöl Mógkcnurnar ANNA BETÚELSDÓTTIR, Rauðalæk 37 og HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hlíðarvegi 36, eru vel heima í gamalli, íslenzkri prjónleshefð. Þær höfðu á sýningunni handprjónuð langsjöl, sem mik- ið dáindi var á að líta. Þessi sjöl prjóna þær úr ís- lenzku eingirni og í sauðalitunum. Þær eru báðar húsmæður og prjónaskapurinn er tómstundavinna þcirra. Það var tengdamóðir Önnu, sem kenndi henni kúnstina og hún hafði lært hana 1 æsku. Það er eins með sjölin og herðaslárnar, að ferðamenn kaupa mest og það selst mest á sumrin. Þær Anna og Helga sögðu annan prjónaskap og saumaskap verða að sitja á hakanum vegna þessarar fram- leiðslu. Peysnr Þær prjóna peysur, litlar peysur, stórar peysur, slétt- ar peysur. útprjónaðar peysur, jakkapeysur, karl- mannapeysur: VALDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Njáls- götu 55, HUGBORG HJART- ARDÓTTIR, Skaftahlíð 4, GUÐNÝ GUÐNADÓTTIR, Grettisgötu 90 og GUÐRÚN HJARTARDÓTTIR, Skafta- hlíð 6. Prjónaskapurinn er heimilisiðja og aukavinna jafnframt húsmóðurstörf- um hjá þeim flestum. Guð- rún vinnur þó mest við prjónaskapinn yfir vetur- inn. Allar hafa þær prjón- að fleiri hundruð peysur, kannski þúsund. Valdís og Guðrún prjóna eingöngu jakkapeysur. Smelti BÁRÐUR JÓHANKESSON, Skeggjagötu 19, er guílsmiSur og rekur gull- og silfursmíSa- verkstæSi. En jafnframt þeirri vinnu, bræSir hann 6 mólma eSa emalerar; þaS hefur ver- iS nefnt smelti ó islenzku. Á heimilisiSnaSar- sýningunni sýndi BárSur nokkrar skálar úr málmi, sem hann hefur smellt. Hann stundar smeltiS bæSi á gullsmíSaverkstæSinu svo og heima hjá sér og bræSir á gull, silfur og eir, mest skálar, öskubakka og skartgripi. Hann teiknar mynztrin á grunninn, hver sem hann er, en oftast er hluturinn handsleginn. BárS- ur er búinn aS fást viS þetta í 15 ár. Hann lærSi smelti á sínu tíma á sumarnámskeiSi í Þýzkalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.