Vikan


Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 31

Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 31
MundaskurOur FRIÐRIK FRIÐRIKSSON, myndskeri. Skólabraut 49 «á Seltjarnarnesi, hefur stundað þá iðju í aldarfjórðung, en hann lærði hjá Guðmundi Kristjáns- syni, sem nú býr á Hörðubóli í Dala- sýslu. Svo mikið hefur verið að gera hjá Friðrik við hverskonar myndskurð, að hann hefur gert það að atvinnu sinni og vinnur einkum eftir pöntun- um. Auk þess framleiðir hann til sölu í búðum og kannast sjálfsagt margir við litlu rokkanna, sem seldir eru sem minjagripir. Friðrik rennir þá og býr út að öllu leyti, en öllu vinsælli eru þó gestabækur sem útskornum spjöld- um úr eik. Friðrik sýndi þesskonar bækur á heimilisiðnaðarsýningunni og mátti þar sjá þjóðleg mótív á spjöld- um. Lamir eru líka úr viði. Friðrik hefur langan vinnutíma við mynd- skurðinn; vinnur yfirleitt frá kl. átta á morgnana til níu á kvöldin og auk þess um helgar. Lansiil Kannske eru þeir nú ekki margir, sem vita hvað það er að gimba, en KRISTÍN LÝÐSDÓTTIR veit það bæði og kann og heldur með glæsibrag uppi merki gamallar, íslenzkrar hannyrðar. Langsjöl hennar úr lopa og í sauðalitum eru hreinasta gersemi. Lengjurn- ar búnar til hver fyrir sig og síð- an heklaðar saman. Kristín kveðst aðeins grípa í þetta öðru hvoru jafnframt húsmóðurstörf- um. Hún gimbaði dúka hér áður fyrr og datt þá í hug að búa til sjöl á sama hátt. Það er mjög seinlegt, segir hún, því það þarf að undirbúa lopann. Hún veit ekki um neina aðra konu, sem vinnur svona sjöl. Herðaslá Margir útlendir ferðamenn hafa haft orð á þvi, að islenzkt prjónles sé gæðavara .frambærileg hvar sem er í heiminum. Það var að vonum, að prjónlesið væri fyrirferðarmikið á heimilisiðnaðarsýningunni, enda má segja að prjónles sé langsamlega fyr- irfeðarmest í íslenzkum heimilisiðnaði. En mest af þeim heimilisiðnaði er vegna heimilanna sjálfra og kemur aldrei á markað. Hinsvegar eru nokkr- ar konur hér í borg, sem skapa sér aukatekjur með prjónaskap og í búð- um má sjá háa stafia af peysum. SIGURBORG JÓNSDÓTTIR, Njáls- götu 10 ,hefur í tómstundum sínum í tvo áratugi, prjónað og selt það jafn- óðum. Hún átti á heimilisiðnaðarsýn- ingunni sérkennilega fallegan hlut: Heklaða herðaslá eða lopasjal. Útlend- ingar kaupa þessar herðaslár mikið, því þeir oru oft furðu fundvísir á það sem er í senn þjóðlegt og fagurt. Lopapeysur GUÐRÚN STEFENSEN, Hringbraut 76, prjónar af lífi og sál árið um kring og selur það allt, sem hún prjónar. Það er hvorttveggja, að hún hefur góðan tíma dags daglega, en auk þess prjónar hún í tómstundum. Hún átti peysur á heimilis- iðnaðarsýningunni, en hún prjónar fleira. Til dæmis er hún núna að prjóna kápu á Þórunni Jóhannsdóttur, konu Askenazy, en Þórunn kann vel að meta prjónuð, íslenzk föt og hefur Guðrún óður prjónað á hana tvo kjóla. Hún sagðist hafa verið fljót að því. Annars er hún tvo daga með stærstu peysur jafnframt sínum húsmóðurstörfum. Batik Hjónin KATRÍN ÁGÚSTSDÓTT- IR og STEFÁN HALLDÓRSSON eru bæSi teiknikennarar við Langholtsskólann, en heima hjá sér í Njörvasundi 17, fást þau við Batik og með þeim árangri, að batikmyndir þeirra voru vafa- lítið það listrænasta á þessari heimilisiðnaðarsýningu og þó er dálítið vafasamt, hvort myndir þeirra verða yfirhöfuð talinn iðnaður; það þykir nú ekki ýkja virðulegt orð, þegar einhivers- konar listræn sköpun er annars- vegar. Listiðnaður er það alla- vega. Katrín kynntist batik í Danmörku, en lærði hjá Kristínu Jónsdóttur við Handíðaskólann fyrir 6 árum. Katrín teiknar og mótív hennar eru ævinlega rammislenzk og þjóðleg. Þau vaxbera saman, en Stefán sér um litinn. Þau hafa ekki sem bezta aðstöðu heima og geta þessvegna ekki gert stórar batikmyndir. Mest vinna þau við þetta á sumr- in því þá hafa þau beztan tíma. 48. tbi. VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.