Vikan


Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 35

Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 35
HEIMILISTÆKI S. F., Sætúni 8, sími 24000 Hafnarstræti 1, sími 20455 Godard reyndi að finna brunn í nágrenni bílsins. Hann fann ekkert. Efeir tvser klukkustundir kom hann aftur að tjaldinu, upp- gefinn og örmagna. — Við fáum enga súpu í kvöld, tilkynnti du Taillis. Við höfum prímus, en ekkert elds- neyti. Við getum tuggið súpu- teninga, en þá verðum við þyrst- ir. — Ég hef ekki lyst á neinu, sagði Godard. Klukkan var sjö. Cormier var kominn upp úr Gobi eyðimörk- inni, en mishæðirnar milli eyði- merkurinnar og Udde reyndust de Dion bílnum erfiðar, og klukkan sjö ákvað Cormier að búast til nætur. Hann gat þess í dagbókinni, að næturstaður þeirra væri í mjög fallegu um- hverfi, og nóttin hefði verið prýðileg. Godard sofnaði snemma. Du Taillis lokaði augunum, en svefn- inn lét á sér standa. Godard bylti sér og talaði mikið. Hann var steinsofandi. Du Taillis hélt, að hann væri með óráði. — Við getum ekki beðið eftir bensíni. Við verðum að ganga af stað. Við skulum ýta bílnum á undan okkur. Við hljótum að hafa það af. Að lokum sofnaði du Taillis. Pons og Foucault lágu grafkyrr- ir við sitt farartæki, 200 mílum sunnar. Cormier, Longoni, Coll- ignon og Bizac, nutu góðrar næt- urhvíldar skammt frá Udde. ítalarnir sváfu á ritsímastöðinni. Þeir risu fyrstir leiðangurs- manna úr rekkju, fréttu hvar de Dion áhafnirnar höfðu látið fyr- irberast um nóttina, en skildu síðan eftir skilaboð um það, að þann dag myndu þeir halda á- fram til næstu ritsímastöðvar, Tuerin, og þar næsta dag til höfuðborgar Mongolíu, Urga. Þar myndu þeir bíða í tvo daga, ef ske kynni að hinir næðu þeim þar. Urga var nærri 500 mílum norðvestar, en Spijkerinn hafði stöðvazt. Um nóttina féll hitinn niður í 4 stig á Celsius. svo súkkulaðið, sem du Taillis hafði lýst óæta kássu kvöldið áður, varð ögn kræsilegra, og menn- irnir tveir neyttu þess í morgun- verðar stað, og dreyptu aðeins á vatni með. Síðan stóðu þeir á víxl og störðu til norðurs næstu fimm klukkustundir, þar til sól- in var komin svo hátt á himin- inn, að það var óþolandi. Klukk- an tíu um morguninn, rak God- ard upp hróp. Þarna var ein- hver að nálgast — úr suðri. Það var mannvera á úlvalda. Þeir hlupu til móts við hana. Þetta var mongólsk kona — Godard var enn svo kokhraustur, að hann gat lýst því yfir að hún væri fjandanum ljótari. Það kom ekki í veg fyrir að hann reyndi að tala við hana með öllum tiltæk- um ráðum, tungu og höndum, en kunni ekki orð í öðru en frönsku. Hún skildi auðvitað ekkert hvað hann var að fara svo hann greip til sinna eigin ráða. Hann tók dráttartaug upp úr farangri sínum, festi það við bílinn að framan og hins vegar í reiðtygin á lilfaldanum. Konan starði sem heilluð á. Svo lamdi Godard úlvaldann með höndun- um, og nauðviljug hélt skepnan áfram með bílinn í eftirdragi. Godard tók sér stöðu við stýrið. Um stund var hann aftur gamli Godard frá Oceanien og Hotel de Peking. — Tartarinn du Gobi! hrópaði hann með glæsi- brag. — Áfram gakk! Úlfaldinn hengslaðist áfram. Hjólin grófust ofan í sandinn. Innan 40 metra var Spiikerinn fastur. Konan fylgdist þolinmóð með, meðan mennirnir rótuðu frá hiólunum með höndunum. Úlvaldinn hélt áfram. Bíllinn festist. Konan beið. Að lokum dæsti hún mæðu- lega, losaði dráttartaugina úr úlf- aldanum og hélt áfram til norð- urs. steinþegjandi. Du Taillis hafði í flýti fellt tjaldið, þegar Godard settist undir stýrið. Nú voru þeir of magnþrota til að reisa það aftur. Kjúklingurinn var orðinn að ið- andi kássu. Þeir köstuðu honum frá sér. Þeir skömmtuðu sér lús- arögn af vatni og létu hana end- ast eins lengi og hægt var. Þeir húktu í bílsætunum allan daginn. Þegar birtan tók að fölna, fóru þeir á kreik, ráfuðu í kringum bílinn og það brakaði í beina- grindum undir fótum þeirra. Báðir höfðu fengið ákafa hita- sótt. Tunglið kom upp og loftið varð svalara. En enn höfðu þeir ekki kjark til að ráðast í að reisa tjaldið. Þeir létu fyrirber- ast í tíu klukkustundir, án þess að hreyfa sig. Svo heyrðu þeir bjölluhljóm. Þeir litu upp og sáu úlfaldalest nálgast. Tólf, stórir úlvaldar komu í áttina til þeirra og við hlið þeirra skálmuðu tólf Mongólar. Lestin hélt áfram, beint að bílnum. Frakkarnir hristust af hlátri, en gátu ekki risið upp. — Þökk fyrir, þökk fyrir, hvísluðu þeir. Úlfaldarnir héldu áfram. Mong- ólarnir litu niður á þá, en námu ekki staðar. Öll þeirra hróp komu fyrir ekki. Mongólarnir heyrðu ekki. Þeir heyrðu i bjöllunum löngu eftir að lestin var úr augsýn. Allt í einu rak Godard upp skelfingaróp, það var ekki vegna hans sjálfs: — Pons, æpti hann, — Pons, — Pons, — Pons! Pons bölvaði þeim öllum, — Borghese, Cormier, Godard, du Taillis. Það voru 36 klukku- stundir liðnar síðan hann og Foucault hörðu fallið til jarðar við hliðina á farartækinu, eftir 40 mílna göngu til að leita að hjálp. Þegar þeir vöknuðu komst aðeins ein hugsun að: Þeir urðu 48. tbi. VTKAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.