Vikan


Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 40

Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 40
■■ skeyti til Tuerin með beiðni um að koma því áfram til Urga, — það var stílað til áhafnanna á de Dion bílunum. Von bráðar kom svarið frá mister Luck, hann hafði skrifað það á ensku og það hljóðaði í lauslegri þýð- ingu á þessa leið: Du Taillis, Udde. Hinn bíllinn þinn brotinn á leiðinni. Þessvegna geta þeir ekki gengið. Hvað skaltu gera? Luck. Du Taillis skildi þetta ekki. Honum leizt ekki á þær fréttir að Pons og Foucault hefðu ekki getað gengið, en þótti þó nærri einsýnt, að þeir myndu ennþá draga andann. Hitt lá í augum uppi, að þeir myndu ekki halda áfram leið- angrinum. Hann sendi aftur skeyti til Pong-Kiong og bað um nánari skýringu, og annað til Dorliac í bankanum í Kalgan, þar sem hann bað að mönnunum tveim yrði hjálpað við fyrsta tækifæri. Meðan hann var að þessu bauki, lá Godard á bak- inu undir bílnum og smurði hann af mestu nákvæmni. Það voru fjórir dagar síðan hann hafði fengið nokkra hvíld. Mister Johnson bjó þeim dýr- lega veizlu, en hvorki Godard eða du Taillis gátu gert matn- um sómasamleg skil. Melting du Taillis var í megnasta ólagi, eftir áfallið í eyðimörkinni — hann hafði fengið blóðkreppu- sótt, sem hann losnaði aldrei fyllilega við, það sem eftir var ferðarinnar. Godard var með háan hita. Þeir rétt nörtuðu í matinn. En báðir voru sammála um, að þeir hefðu engan tíma til að vera veikir. Þeir báðu um að þeir yrðu vaktir klukkan fimm næsta morgun, og létu síðan fallast á uppbúin rúmin, án þess að hafa fyrir því að fara úr fötunum. Þegar Cormier kom til Udde, ákvað hann að halda áfram til Tuerin og þaðan til Urga, og bíða þar eftir Spijkernum. Þetta var jafn skýlaust brot á samkomulagi þeirra ferðafélag- anna, og ákvörðun Borghese að láta Pons lönd og leið, og Cor- mier hafði þá verið æfur yfir framferði Borghese. En Cormier réttlætti framferði sitt með því að hann yrði að ná til Urga, áð- ur en hann biði eftir Godard, því að annars yrði hann uppiskroppa með nesti. Næsta dag náðu de Dion bíl- arnir til Tuerin. Borghese hafði farið þaðan sama morgun, klukkan þrjú. Hann var fullum degi á undan Cormier og Collignon. Thuerin er fornt Búddaklaustur og annað var ekki á þessum stað, nema fá- einir kofar, sem risið höfðu kringum ritsímastöðina, sem stóð nokkuð frá klaustrinu. De Dion- arnir lögðu aftur upp þaðan, á laugardeginum, klukkan hálf sex. Undir kvöldið breyttist landslagið. Það varð mishæðótt- ara. Fljótlega sáu þeir votta 40 VIKAN 48- ö>i.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.