Vikan


Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 42

Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 42
Blæfagur fannhvítur þvottur me6 SMp Sjálfvirka þvottavélin yðar verður fyrst full- komin, er þér notið Skip— þvf það er ólíkt venjulegu þvottadufti. Skip fyllir ekki vél yðar með froðu, sem veldur yfirrennsli og vatnssulli, og miunkar þvottahæfni hennar, heldur verður skolunin auðveld og fullkomin. Þvottahœfni Skip er svo gagnger að þér fáið ekkifannhvítari þvott. Notið Skip og sannfærist sjálf. skfp -sérstaklega framleitt fyrir sjálfvirkar þvottavélar XB-SKP3/ICE-6448 mánudagur, klukkan sex fyrir hádegi, skrifaði hann. — Höfum ekið í einum áfanga frá Udde til Urga, og vorum að koma, mánudag, klukkan fimm að morgni, eftir sex hundruð og sautján kílómetra ferð á tuttugu og þremur klukkustundum. Þrjú hundruð og áttatíu og fimm mílur á tuttugu og fjórum klukkustundum var afrek, sem enginn annar leiðangursmanna lék eftir. f því ásigkomulagi, sem Godard var eftir hremmingarnar í eyðimörkinni, það var einstætt og sérstaklega þegar þess er gætt að þarna voru engir vegir. En Godard hinn óforbetranlegi átti sjálfur eftir að gera betur. Það er vert að geta þess hér, að í sömu vikunni, 27. júní 1907, setti Ástralinn Selwyn Francis Edge nýtt heimsmet, þegar hann ók samfleytt 24 klukkustundir og lagði að baki fimmtán hundr- uð og eina mílu, en það var á kappakstursbraut, og bíllinn var 60 hestafla, 6 strokka. Og það var ekki fyrr en 57 árum síðar, sem þessi tuttugu og fjögra stunda meti var hrundið í Le Mans; þar voru að verki Jean Guichet og Nino Vaccarello og 3,2 lítra Ferrari. Þeir lögðu að baki 2911 lítra á einum sólar- hring. Munurinn var var sá að þeir óku á víxl, en Edge ók al- einn og hvíldarlaust, — raunar má bæta því við, að eftir eitt glas af bjór, ók hann heim til sín að lokinni þessari þrekraun. íí samanburði við afrek þessara manna verður hlutur Godards, á þessum óvegum, ef til vill enn- þá stærri — það sakar ekki að rifja það upp að Spijkerinn hans var aðeins 15 hestafla, og auk þess þunghlaðinn. En þetta var útúrdúr — í 50. tbl. tökum við aftur til við þá félaga, þar sem þeir eru staddir í rússnesk-kín- verska bankanum í Urga, allir nema Borghese, sem flýtti sér að komast yfir ána Iro í tæka tíð. Eru fslendingar úrvalsþjóS? Framhald af bls. 11 sátum við á knæpum fram yfir miðnætti. Þótti sumum um borð að þessi 10 ára pinni færi full snemma að lifa menningarlífi. — Jæja viltu vita eitthvað um skólaferilinn? Hann var slitrótur. Vegna veikinda gat ég aðeins hangið 3 vetur í barna- skóla og þá tók við hið alkunna miðaldamyrkur menntaskóla- fræðslunnar í 6 ár. Síðan hef ég aldrei gengi.ð heill til skógar vegna bakveiki þótt ég hafi hin síðari ár oftast haft sæmilegt vinnuþrek. Ég hóf háskólanám fyrst árið 1950 í Uppsölum, gerði mann- fræðirannsóknir á fslendinginn, 1952—54, var kennari um tíma á íslandi en 1956 fór ég til sælu- landsins Kaliíorníu, þar las ég mannfræði og þjóðfræði. — Þú hefur vafalaust kynnzt mönnum af mörgum kynþáttum þar? — Við Kaliforníuháskóla ægði þeim saman og það var ekki ó- nýtt fyrir mannfræðing að hrær- ast í því mannhafi. Einhvernveg- inn fór það svo að menn af mongólsku kyni urðu mér kær- astir. Kurteisi þeirra og elsku- legt viðmót féll mér vel þótt ýmsir túlkuðu það sem hræsni. Ég man ekki eftir því að nokkur þeirra hafi nokkurntímann kom- ið leiðinlega fram við mig. Einn bezti vinur minn í byrjun varð japönsk stúlka með mikla kímnigáfu og sjarma. Einu sinni eldaði hún ofan í mig japanskan mat sem er einhver sá ljúffeng- asti sem ég hef bragðað. Hún varð skyndilega berklaveik og hvarf af sjónarsviðinu. Hana langaði aldrei aftur til Japans sagði að þar væru kvenmenn svo ófrjálsir. Indónesíumönnum og Kóreu- búum kynntist ég allvel en bezti vinur minn varð Kínverj- inn Feng, leynilögregluforingi á Formósu, sem var vinur Sjang Kaj Sjek. Hann var jafnan bros- mildur og elskulegur nema þeg- ar minnst var á kommúnista, þá var orðtak hans: „Við viljum gera innrás.“ Hann átti við meg- inland Kína, og bætti svo við: „en Bandaríkjamenn hindra það. Þeir hafa brugðizt okkur og gef- ið kommum land mitt. Marshall var skammsýnn.“ Ég muldraði um spillingu hjá Sjang en hann sagði: „Sjang er heiðarlegur maður en ýmsir áhrifamenn í kringum hann brugðust honum og Kína.“ Einhvern veginn fannst mér Arabar og Gyðingar leiðinlegir þarna. Þeir gátu aldrei á sárs höfði setið hvar sem þeir komu saman. Það var eins og þeir sæju aldrei önnur vandamál í heiminum en þeirra eigin. Ég minnti þá stundum á sameigin- legan uppruna en þeir urðu kindarlegir við. Um Gyðinga eina vil ég annars segja það að flestir þeirra sem ég hef kynnzt hafa verið Ijóngáfaðir menn og lifandi í andanum en með vissri tortryggni og viðkvæmni skapa þeir vegg í kringum sig eins og ýmsir kvekktir menn. Varðstu ekki var við negra- vandamálið í Bandaríkjunum? — Lítið, er ég var í Kaliforniu, en þar hitti ég samt leiðtoga negra, Martin Luther King, lát- lausan náunga og hleypidóma- lausan, sem fræddi mig um ým- islegt varðandi þetta stóra vandamál. En ég átti síðar eftir að verða vitni að negra- uppþotum í New Orleans. Nokkru síðar var ég á skemmti- siglingu á Missisippi og lenti í rökræðum við hvítan suður- ríkjamann, sem hélt því fram að negravandamálið væri allt Norð- 42 VIKAN 48-tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.