Vikan


Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 47

Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 47
Við bjóóum yóur aó skoóa stærstu sýningu á eldhusum her á landi. Tvö eldhus ásamt þvotta- og vinnuherbergi til sýnis i sýningarsal okkar SÍÐUNIOLA 11 Sibu m mula 11. \SF, Simi: 20885 PDGGENPOHL ELDHÚS indalegur þankagangur. En hvað um það, aldrei hef ég orðið eins gagntekinn við guðsþjónustur og ég varð í guðshúsum Mormóna. Allur söfnuðurinn tekur virkan þátt í þeim og börn lesa oft úr biblíunni. Og predikarinn er ekki með neina hvimleiða helgi- slepju, hann er kátur og á það til að segja brandara svo að söfnuðurinn skellir upp úr öðru hvoru. Mormónar afneita erfða- synd og vilja að menn lifi lukku- lega, án þess að vera alltaf skít- hræddir við guð. Þeir eru á móti alkohóli og kaffiþambi. Það er skylda okkar að fara vel með líkamann, því að hann er guðs- gjöf, segja þeir. Síðast en elcki sízt sjá þeir ekkert athugavert við fjölkvæni, en það bannaði al- ríkisstjórnin þeim. En mormón- ar eru menn sannmóralskir og kærleikur þeirra er ekki aðeins í orði, heldur og á borði. í Spanish Fork sá ég fjör- gamla konu, dóttur séra Rimólfs (Runka, sem Kiljan gerir í skáldsögu sinni að Mormóna, en raunverulega var alltaf lút- herskur prestur við litla kirkju, sem enn stendur). Hún talaði ramma íslenzku og sagðist allt- af hafa staðið gegn Mormón- um. Hún klappaði mér og bless- aði, þessi gamla stolta kona, og tautaði um leið: „Láttu þá ekki fella þig, þessa trúvillinga." Þá fann ég að eitt áttum við sam- eiginlegt: við höfðum aldrei brugðizt Lúther! — Og svo fórstu í háskólann í Oxford. Hvernig likaði þér þar? — Þar er mikil skikkjumenn- ing. — Hvað áttu við? — Miðaldasiðir eru þar í heiðri hafðir og maður er neydd- ur til að ganga í skikkj.um, ekki aðeins við hátíðahöld, heldur líka þegar maðui- sækir fyrir- lestra og étur í College. Matast er við langborð en fyrst er flutt borðbæn á latínu og síðan súpa lapin af blikkdiskum. Skikkju- laus maður mátti með engu móti komast í matarsal. Hann var hreinlega sveltur. Einu sinni gleymdi ég að skríðast „hemp- unni“ minni en tókst samt að læðast inn undir annars manns skikkju. Það var kollega minn, Jorubi frá Nigeríu sem kom mér til hjálpar. Við urðum góð- ir vinir og hann kom síðar til Þýzkalands. Hann var orðinn eins og skugginn minn. — f Oxford lagði ég aðallega stund á þróunarsögu frum- manna. í þeirri grein var kenn- ari minn Dr. Weiner, sá sem átti einna mestan þátt í því að fletta ofan af Piltdown-svindlinu. Þú kannast við það. Árin 1912—15 fundust í Englandi, hauskúpa af manni og kjálki sem var tal- inn tilheyra henni. Kjálkinn líktist því mjög að vera af apa og vantaði vissa hluta. Samt trúðu flestir fremstu mannfræð- ingar Englendinga og margir aðrir því, að hér væri fundinn stórmerkilegur frummaður, milliliður apa og manns og hefði sá haft hauskúpu eins og nú- tímamaður með svipað heila- bú en apalíkan kjálka. Voru enskir lengi vel mjög stoltir af þessum frummanni sínum, sem studdi þá úreltu kenningu að heilabú frummannsins hefði þróazt örar en ýmsir aðrir líkamshlutar. En Suðurafrík- anski Gyðingurinn Weiner var einn þeirra sem véfengdi skoð- anir hinna glöðu Englendinga og sannaði með öruggum nýtizku aðferðum að kjálkinn var raun- verulega af apa og gat ekki til- heyrt hauskúpimni. 48. tbi. VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.