Vikan


Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 52

Vikan - 01.12.1966, Blaðsíða 52
<3*v Framleiöum ýmsar tegundir af leikföngum úr plasfí og tré. Sterk, létt og þægíleg leíkfföng, jafnt ffyrír telpur og drengi. Fjölbreytt urval ávallt fyrirlíggjandi. Stærsta leikfangagerð landsins. Vinnulieímilið aö Reykjalundi Simi um Brúarland Aðalskrifstofa í Reykjavík eöraborgarstíg 9, Sími 22150 REYKJAIUNDUR um að það sé sáralítill grundvall- armunur á hugsanahætti ein- staklinga eftir kynþáttum ef þeir búa við svipuð ytri skilyrði. Auðvitað má finna mismunandi tíðni ýmissa „sálareinkenna“ innan mismunandi kynþátta en flest þeirra má sennilega rekja fremur til ytri aðstæðna en erfða. — Er ekki erfðafræði hluti mannfræðinnar? — Jú, sérhver mannfræðingur verður að læra mikið í erfða- fræði mannsins, en sú grein hennar sem fjallar um sjúkdóma eða afbrigðileg einkenni manns- ins er orðin sérstök vísindagrein, nátengd læknisfræði. Mannfræði- menntaðir menn fást sjaldan við sjúklinga. Læknar fást hinsveg- ar stundum við mannfræðieg efni þótt þeir séu ekki sérmennt- aðir mannfræðingar eins og til dæmis prófessorarnir Guðmund- ur Hannesson og Jón Steffensen, sem hafa lagt góðan skerf af mörkum til mannfræðinnar, hinn síðarnefndi með beinamælingum. — Hefurðu hugsað þér að koma upp mannfræðistofnun á íslandi? — Með rannsóknum mínum á mörgum þúsundum íslendinga hef ég stefnt að því að leggja grundvöll að slíkri stofnun og mér hefur tekizt þetta með góðum undirtektum almennings í landinu og styrk opinberra að- ila. Ég hef fengið fjárhagsstyrki frá Alþingi, Vísindasjóði íslands og Menntamálaráðuneytinu auk erlendra styrkja og ég er mjög þakklátur fyrir þetta, en það hefur aðeins verið upp í þann kostnað sem samfara er störfum mínum, í sambandi við ferðalög, tækjakaup o.þ.h. Ég hef aldrei fengið grænan eyri í kaup fyrir störf mín í þágu ís- lenzkrar mannfræði, en það ber að þakka hjartanlega að fólk um allt land hefur stutt mig beint og óbeint með gestrisni og aðstoð á ýmsan hátt, oft án endurgjalds. — Nú á hin væntanlega stofnun mín yfir allstórri spjald- skrá að ráða ásamt öðrum efnivið er ég hef safnað og er þetta að nokkru leyti varðveitt hér hjá mér eins og þú sérð en allstór hluti er í mannfræðistofuninni í Mainz þar sem ég hef haft skil- yrði til að vinna vel úr því. Þfrí miður hef ég enn ekki fengið fastan fjárhagsgrundvöll undir starfsemi mína hérlendis og það er nærri ógerlegt að vera á hlaup- um með hinn umfangsmikla efnivið og nauðsynleg tæki, á milli landa. — Mun ekki íslenzka ríkið sjá sér fært að skapa þér viðunandi. starfsskilyrði? — Jú það vona ég ákveðið svo að ég neyðist ekki til að fara með allt til útlanda. Menn virðast almennt hafa áhuga fyr- ir störfum mínum en þeir skilja ekki, nema fáir gáfumenn, að dráttur á fiamkvæmdum vegna fjárhagsörðugleika getur skaðað starfsemina svo að óbætanlegt sé. Aldamótakynslóðin er að hverfa, hyggðarlög með sínum sérkennum eyðast, börn og ungl- ingar mestu umbrotatíma í sögu þjóðarinnar vaxa, án þess að stöðugum mannfræðilegum rann- sóknum á i þróuninni verði við komið. Flramhaldsrannsóknir mínar þola ekki bið. — Geta menn ekki séð hvað hér er í húfi, sagði Jens að lokum. Flóttinn til óttans Framhald af bls. 23 reyndi að brosa, en það tókst ekki. Varir hennar skulfu of mikið. Hann tók um báðan hend- ur hennar. — Þú ert hrædd, ástin mín. En reyndu að herða þig upp. Eftir minna en klukkutíma vit- um við hvernig fer, vel eða illa. — Ég er viss um, hvað sem gerist, komumst við yfir það, eins og Madeline segir. — Já. Hann beygði sig niður og kyssti báðar hendur hennar. Þegar samtalið var næstum þagnað, sagði Charles við Made- line: — Ég hef verið svo hræðilega latur í allan dag. Eigum við ekki að fá okkur stuttan göngu- túr? Þú hefur okkur vonandi afsökuð, Sheba. Við verðum ekki lengi í burtu. Sheba hló. — Ég er viss um að þið verðið ekki lengi þarna úti, eftir að moskítóflugurnar ná í ykkur. JaJfnvel ekki Don Juan sjálfur gæti lokkað mig út með sér á þessum tíma kvöldsins. — Skelfing ertu rómantísk, sagði maður hennar. — En ég hef komizt að því, að ástríðu- fyllstu konurnar eru gersamlega lausar við rómantík. Það urðu heldur engin mót- mæli, þegar Fay sagðist einnig ætla að skreppa út, áður en hún færi í rúmið. — Ég ætla aðeins að skreppa inn og ná mér í slæðu, sagði hún. — Gætið þess að vekja ekki mann yðar, ef hann sefur, sagði Sheba. Enn aftur var undarlegur tónn í rödd hennar. Þegar Fay kom inn til Alans, sagði hún hás- um rómi: — Ég er svo hrædd. Ég veit ekki hversvegna, en ég er hrædd. — Allt hefur sína áhættu, sagði Alan. — Við eigum einskis ann- ars úrkosta. Rödd hans var hörð, og hann virtist allur annar maður en sá, sem hafði kysst hendur hennar fyrir stuttu síðan. Hún vissi, að hann var enn með rtokk- urn hita, en hann leit ekki að- 52 VIKAN 48-tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.