Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 22

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 22
— Við skulum athuga með herbergi. Gregory var enn við skrií- borðið og snéri baki við þeim, þegar þau gengu inn í forsal- inn. Hann nam ekki staðar til að líta á þau, en hann var hættur að skrifa. Þau gengu til af- greiðslumannsins. — Mér þætti vænt um að fá herbergi fyrir ungfrú Taylor og mig, sagði Hank. — Við höfum ákveðið að vera hér í nótt. — Mér þykir fyrir því sir, en við höfum engin einstaklings- herbergi laus. Aðeins eina íbúð. — Þér sögðuð mér fyrr í kvöld, að það væri nóg af herbergjum, sagði Hank. — Hversvegna hef- ur allt í einu........ Afgreiðslumaðurinn hristi höf- uðið: — Óvæntir gestir, sagði hann, — sem ekki höfðu pantað fyrirfram. En íbúðin, sagði hann rogginn, — hefur tvö svefnher- bergi. Það er setustofa með svefnherbergi og baði sitt hvor- um megin. — Er það í lagi, Kay? spurði Hank. — Já, að sjálfsögðu, sagði hún. — Vegabréfin, gerið þið svo vel, sagði afgreiðslumaðurinn. — Og hvað um farangurinn? — Þau afhentu honum vega- bréfin. — Við höfðum hugsað okkur að snúa aftur til Madrid í kvöld, sagði Hank. — Við höf- um engan farangur. — Allt í lagi. Ef þið viljið gera svo vel að fylgja mér . Gregory var horfinn með leið- sögubókina og minnisblöðin, þegar þau fylgdu afgreiðslu- manninum að íbúðinni á annarri hæð. Hann kveikti, opnaði glugg- ana og bauð þeim góða nótt. Kay og Hank stóðu í rúmgóðri, lofthárri setustofunni og horfðu hvort á annað. Bæði álitu mögu- legt, jafnvel sennilegt, að þessi íbúð væri það eina, sem laust væri í hótelinu, en það var einnig líklegt, að þessi íbúð hefði verið sérstaklega útbúin fyrir þau. Og hvort sem staðurinn hafði verið böggvaður eða ekki, áttu þau að haga sér eins og hann væri það. — Fyrir Charles, sagði Kay, — og fyrir okkur. — Við verðum að reyna að sofa, sagði Hank. Hann lagði hendurnar á axlir hennar. — Ef ég frétti eitthvað, skal ég láta þig vita, þegar í stað. Hann gætti þess að láta ekki til sín heyrast, þegar hann hallaði sér fram og kyssti hana á ermið. — En ég er hræddur um, að við fréttum ekkert í kvöld. Kay lyfti hök- unni og hann kyssti hana hljóð- laust á varirnar. — Hefurðu nokkurt svefnlyf, sem þú gætir tekið? — Nei, sagði Kay. — Ef til vill gæti afgreiðslu- maðurinn ........ — Hafðu ekki áhyggjur, sagði Kay. — Ég skal reyna að sofna. — Og svo lýkur þessu á morg- pn, það er ég viss um. — Já, sagði Hank. — Góða nótt Kay. — Góða nótt, sagði hún. Hann dró hana fast að sér og hvíldi kinnina við hár hennar, aðeins eitt andartak, og svo fóru þau hvort inn í sitt svefnher- bergið. Án þess að kveikja ljósið, lagðist hún í rúmið. í fyrsta sinn, allar þessar endalausu klukkustundir, var hún ekki að hugsa um Charles litla Randall, jafnvel ekki Carlos Ferraz. Hún var að hugsa um Hank Wallace. Hún sagði við sjálfa sig í myrkr- inu, að það hlyti að vera til auð- veldari leið fyrir unga stúlku að kynnast ungum manni. — f fyrstu gat hún ekki gert sér grein fyrir hljóðinu, sem hún heyrði. Svo var það endurtekið, dauft bank á setustofudyrnar. Hank hallaði aftur hurðinni inn til hennar og svo heyrði hún hann opna hurðina fram á gang- inn og því næst heyrði hún tvær raddir, rödd Hanks og annars manns. Þegar þeir komu inn í setustofuna, urðu raddirnar skýrari, og hún þekkti djúpa, hljómmikla rödd Pierres Gre- gorys. — Ég sný mér beint að ástæð- unni fyrir því, að ég kem á þessum tíma sólarhrings, sagði hann. — Fyrir skömmu var ég að vinna niðri í forsalnum, og heyrði er þér og ungfrú Taylor voru að tala saman úti í garð- inum. Þið voruð undir opnum glugga; það var ógerlegt fyrir mig að heyra ekki hvað þið sögðuð. — Já? spurði Hank, röddin tjáningarlaus og kurteis. — Mér skilst — að þið séuð í alvarlegum vanda stödd. — Nú? spurði Hank. — Það er drengurinn er ekki svo? spurði Gregory, — sonur yðar. Hank sagði ekkert. — Ég skil þögn yðar, sagði Gregory. — Þið hafið vafalítið fengið fyrimæli um að tala ekki um þetta við neinn. Syni yðar hefur verið rænt, er ekki svo? Enn sagði Hank ekkert. — Það lá í augum uppi, af því. sem ég heyrði, sagði Gregory. — Mér fannst líka við matinn, að þér væruð eitthvað óeðlilegur, þegar þér töluðuð um drenginn. Og að hann hefði komið í gær og væri þegar kominn til Barcelóna, meðan þér og ungfrú Taylor — en nú skil ég. Honum hefur verið rænt. Fyrir alla muni látið yður ekki detta í hug, að ég sé hér sem blaðamaður á snöpum eftir efni. Alls ekki! Drottinn minn, látið þér yður ekki detta það í hug? — Mér hafði flogið það í hug, sagði Hank. \ — Það þykir mér leitt, sagði Gregory. — Nei, ég kom hingað aðeins til að bjóða hjálp mína. Ef ég get gert eitthvað til að hjálpa, fyrir alla muni leyfið mér það þá. Ég get ímyndað mér, hvað þið hafið orðið að þola. Hvenær gerðist þetta? — f gærmorgun í Madrid, sagði Hank. Þá hafið þið orðið að þola tvo daga, sagði Gregory. — Hve hræðilegt! Ég geri því skóna, af því sem ég heyrði, að þið hafið komið hingað til Avila eftir fyr- irmælum barnsræningjanna, og þeir hafa látið undir höfuð leggj- ast að setja sig í samband við ykkur. — Það er rétt. Gregory ætlaði að segja eitt- hvað, hikaði, en svo hélt hann áfram. — Fyrirgefið, en ég verð að segja það. Hafið þér hugleitt þann möguleika, að fá lögrgel- unni málið í hendur. — Ekki eitt andartak, sagði Hank. — Það gæti þó verið rétt og gáfulegt, sagði Gregory. — Þér vitið, að í hvert skipti sem barns- rán heppnast...... — í guðanna bænum ekki þetta! sagði Hank og hækkaði röddina. Ég þekki þessa rök- semdarfærzlu. Ekki beygja sig fyrir kröfum barnsræningjanna, ekki gjalda láusnarféð. f hvert skipti sem barnsrán heppnasit, leiðir það til annars! Sá sem get- ur talað þannig, hefur aldrei heyrt rödd barnsræningja lýsa því, hvað komi fyrir barnið, ef lögreglunni verði gert viðvart! Nei, herra Gregory, ég hef ekki látið mér detta í hug að gera iög- reglunni viðvart. — Fyrirgefið, sagði Gregory. — Ég hef dýpstu samúð með yð- ur. Það er hugsunarlaust af mér að vera með siðapredikanir. Þér verðið að fyrirgefa mér og leyfa mér að hjálpa, ef ég mögulega get, annaðhvort ykkur eða drengnum. Þér vitið að sjálf- sögðu, að ég mun ekki minnast á þetta við nokkurn mann. — Þakka yður fyrir það, sagði Hank. — Ég fer ekki af stað héðan til Segovia, fyrr en annað kvöld. Ef ég get eitthvað gert verð ég í herbergi númer þrjátíu og átta, á næstu hæð. Góða nótt, herra Randall. Kay heyrði dyrnar fram í ganginn opnast og lokast. Hún renndi sér fram úr rúminu og opnaði dyrnar hljóðlaust. Þegar Hank snéri sér að henni kinnkaði hún kolli, til að gefa honum til kynna að hann hefði staðið sig vel og nú myndi þetta loks taka enda á morgun. Hana langaði líka að segja honum, hve gaman henni myndi þykja að horfa á myndir með honum í Toledo og éta jarðarber í Aranjuez og margt margt annað, en það var mögu- legt að Pierce Gregory stæði fyrir utan dyrnar þeirra og hlustaði. ÞRETTÁN. Frederic Trask var sami vin- gjarnlegi frændinn og venjulega, þrátt fyrir óþolandi hitann á miðjum eftirmiðdeginum og þá erfiðleika sem fylgdu því að smokra stóra Bjúikknum í gegn- um þröng og hlykkjótt strætin. Hann fann bílastæði aðeins nokkur skref frá dyrum Hótel Reina Isobel. Hann var í nýja hluta borgarinnar miðja vegu niður með Avenida José Anton- io, frá gamla Avila, en samt innan miðaldamúranna. í hótelanddyrinu staldraði hann við til að horfa á röð af blómapottum með rauðum ger- aníum og mintu — gat þetta raunveruléga verið minta? Hann smakkaði á einu laufi; það var minta, og hann brosti og hristi höfuðið eins og hinar enda- lausu dásemdir Spánar kæmu honum á óvart. Hefði einhver verið nálægt til að tala við þessa stundina hefði hann senni- lega spurt hvort Harry Geer hefði ekki verið að drekka mintuseyði í gærkvöldi. Afgreiðslumaðurinn talaði minni ensku en Trask spænsku, svo þeir töluðu spænsku. - Ég er vinur Harry Geer, sagði Trask. Afgreiðslumaðurinn brosti feginsamlega. — Var hann til mikilla vandr- æða? — Nei, nei, nei, fullvissaði af- greiðslumaðurinn Trask. — Ekk- ert nema söngurinn. Hann krafð- ist þess að syngja, syngja stöðugt og mjög hátt, og svo í morgun hafði hann enga peninga til að borga reikninginn sinn. — Hvar er hann nú? spurði Trask. — f herbergi sínu, það er númer nítján. — Ég skal borga reikninginn hans, sagði Trask, — áður en ég fer upp. — Okkur þætti vænt um það, herra. — Það er ekkert, sagði Trask. — Mér þykir leitt að ég skyldi ekki komast fyrr. — Hann hefur verið mjög rólegur, síðan hann hringdi í yður í morgun, sagði afgreiðslu- 22 VIKAN 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.