Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 31

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 31
ANNAR KAFLI ég ekki ráð fyrir að þeir styðji Kennedy, því þeir eru repú- blíkanar og elckert annað. Ég skal útvega þér kaupsýslu- menn. Það er samt ekki víst að þér liki við þá, þvi að þeir styðja þig ekki.“ Rikisstjórinn sat við sinn keip. Daginn eftir tók hann svipaða afstöðu varðandi Kennedy: Að halda forsetaembættinu utan við stjórnmálin. Það var fjarstætt. Forsetaembættið er stjórnmál. Vandræði Kennedys voru þau að liann gat ekki vikið Connally til hliðar; ef þessi opinbera heimsólcn gæfi mönnum þá hugmynd, að demókratar i Texas stæðu sameinaðir, myndi liann láta sér það lynda. Þann luttugasta októher minnti Yarborough senator Hvíta liúsið á það, að hann hefði alltaf verið Kennedy fullkomlega trúr, Átti að liundsa hann í hans eigin riki? Ef svo var, kaus liann heldur að liafa hægt um sig í Washington. Hann var róaður. Fyrir Kennedy yrði ferð án Yarhorouglis verri en engin ferð. Frjálslyndir Texanar jnyndu móðgast og það kæmi svo niður á kosningabaráttunni. Á meðan hafði Connally verið í óða önn að spinna sam- særisvef sinn. Jerry Bruno, fulltrúi landsnefndar demókrata, komst að einni af fyrirætlunum Connallys um að setja Yar- borough þar, sem hann taldi honum hæfa. Smáatriðin í þessu samhandi eru mikilvæg, þvi að þar á meðal er valið á staðn- um, þar sem forsetinn skyldi flytja ræðu sina í Dallas og í samræmi við það valið á leiðinni, sem bilalest hans átti að fara. Það var um þrjá aðalkosti að velja: Kvenréttindaliöllina, Markaðshöllina og Verzlunarmiðstöðina. Bruno leizt bezt á fyrstnefnda staðinn. Húsið var heldur óskemmtilegt, en þangað myndi verkafólk koma. En nú kom í ljós, að sökum þess hve lágt þar var undir loft, stangaðist húsið á við eina af áætlunum Connallys. í Dallas og Austin vildi hann hafa „tveggja hæða“ háborð. Forsetinn, varaforsetinn og ríkis- stjórinn áttu að sitja við hærra borðið. Lægra settum em- bættismönnum — svo sem Yarborough, elzta senator ríkisins — átti að vísa að lægra borðinu. Bruno liafði vald til að taka lokaákvörðun i málinu. Hefði hann lialdið fast við það að Kvenréttindahöllin yrði valin, hefði bílalest for- setans ekki farið framhjá Texas School Book Depository (útgáfufvrirtæki kennsluljóka). En hann hikaði, og málið var áfram óleyst. Leyniþjónustan áleit, að allir þrír staðirnir kæmu til greina. Málið var sent til Hvíta hússins, en þar var ennþá fylgt þeirri stefnu að liafa Connallv góðan. Þann fjórt- ánda nóvqmber valdi 0‘Donnell Verzlunarmiðstöðina en vís- aði á bug hugmyndinni um tveggja hæða borðið. (Warrén- nefndin hélt þvi fram að staðurinn fyrir hádegisverðinn hefði verið valinn af leyniþjónustunni, með samþykki 0‘Donnells. Það er rangt. Ákvörðunin var pólitísks eðlis og tekin af stjórnmálamönnum. Bruno var eitt þeirra vitna, sem Warr- en-nefndin kallaði ekki fyrir). Ríkisstjórinn var ánægður. í Austin mvndu herbrögð hans heia jafngóðan árangur, áleit liann. Þar ætlaði hann að hafa móttöku fyrir forsetann, en sleppa því að hjóða Yar- horough senator. Allan mánuðinn var liinn tilkomumikli Byron Skelton (Texasmaður í landsnefnd demókrata) haldinn illum hug- hoðum. Hann var nú kominn hátt á sextugsaldur og dæmi- gerður sómakær Suðurríkjamaður. Þremur árum áður liafði hann á hendi leiðandi hlutverk, er hann stóð fyrir sameigin- legum fundi hins i*ómverks-kaþólska Iíennedys og tortrygg- inna mótmælendaprédikara úr Greater Houston Ministerial Association. Skelton hafði öðlazt þakklæti og virðingu for- setans með frammistöðu sinni í Houston. En nú var and- rúmsloftið i Dallas orðið svo hlaðið spennu vegna hinna og þessara eldlieitra ummæla, að Skelton var verulega áhyggju- fullur. Fjórða nóvemher ákvað hann að grípa til sinna ráða. „Hreinskilnislega sagt,“ skrifaði hann dómsmálaráðlierran- um, mundi honum „létta ef forsetinn kæmi ekki við í Dallas.“ Tveimur dögum síðar slcrifaði hann Walter Jenkins, hægri hönd Johnsons, og lét í ljósi áhyggjur út af borginni, og til að láta ekki undir liöfuð leggjast að hafa samband við alla hlutaðeigandí aðila, flaug hann til Washington og talaði við formami landsnefndar demókrata, John Bailey, og .Terry Bruno hjá landsnefndinni. Árangurinn af allri þessari við- leitni Skeltons varð alls enginn. Þann áttunda nóvember lét dómsmálaráðherrann, sem þekkti hann og tók liann alvar- lega, hréf lians ganga áfram til 0‘Donnells, en Ken leit svo á að grunsemdir Skeltons liefðu ekki við rök að styðjast. Engan, og ekki heldur Skelton, grunaði að Kennedy yrði drepinn í Dallas, þótl margir óttuðust að liann kynni að lenda í einhverjum vandræðulm þar. Það vissu allir hvernig skapsmunir Dallasbúa voru. Hver blaðalesandi vissi, að mörg andstyggileg atvik höfðu gerzt i borginni. í kosningabaratt- unni 1960 hafði múgnr húsmæðra spýtt á Johnson-fjölskyld- una. Síðar hafði fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Adlai Stevenson, orðið fyrir því að aðsúgur var gerður að honum í borginni á degi Sameinuðu þjóðanna, tuttugasta og fjórða október. Daginn eftir hringdi fulltrúi forsetans, Arthur Schlesinger Jr., til Stevensons, er var sem þrumu lostinn yfir því hatri, sem hann mætti í Dallas. Hann dró í fyllstu alvöru í efa, að forsetinn ætti að fara til horgarinnar. Síðar hringdi hann aftur og dró til baka at- liugasemdir sínar. Schlesinger leit svo á, að eftir að Steven- son fór frá Dallas, hefði hann öðlazt betri yfirsýn yfir hlut- ina. Kannski var það einmitt þvert á móti. Þeir, sem hezt þekktu til í Dallas, voru áhygjufyllstir vegna ástandsins þar. Þeir af ráðunautúm forsetans, sem þekktu Dallas af orðspori, héldu að ef til vill yrði heimsóknin ekki alveg hávaðalaus. Eindregnasta viðvörunin til forsetans kom ef til vill frá J. William Fulbright, senator frá Arkansas, frjálslyndum manni frá landamæraríki Texas. Hann hafði rótgróna ótrú á borginni vegna þeiri-ar ofbeldislnieigðar, sem þar hafði svo ofl komið fram í samhandi við stjórnmál. Hann var ln-æddur — hreinlega ln-æddur — og hann kannaðist hiklaust við það. Þriðja október, daginn fyrir síðasta fund þeirra Kennedys 8. tbi. VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.