Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 34

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 34
ÞRIÐJI KAFLI DAIIBI FORSETA En það er liægt að gera of mikið úr þýðingu snepils þessa. Morðingi forsetans og þeir, sem prenta létu blaðið, voru í engu sambandi hver við annan. Og óvinir Kennedys i Dall- as voru allir í báli hvort eð var. Yfirvöld W. E. Greiner Junior High Scliool tilkynntu nemendum, að þeir mættu fara til að horfa á bílalest forsetans, svo fremi foreldrar þeirra kæmu eftir þeim. Ein kennslukonan sagði við nem- endur sína: „Það fer engin ykkar til að horfa á þessa skrúð- göngu. Mér er sama þótt öll fjölskyldan komi eftir hverju ykkar.,Þið farið ekki, ég fer ekki, og þar með basta“. Hún hrosti dauft, velklædd ung kona nálægt tuttugu og fimm ára aldri. „Ef ég sæi hann“, sagði hún, „myndi ég hrækja framan í hann“! Klukkustund síðar var farið að selja síðdegisútgáfu Times Herald á götunum. Einn skrifstofumannanna hjá kennslu- bókaútgáfunni keypti eintak og hljóp með það inn, veif- andi kortinu, sem blaðið birti, af fyrirhugaðri leið bílalest- arinnar. Bill forsetans átti að fara framhjá gluggunum hjá þeim á leiðinni til neðanjarðargangnanna, og aka hægt. Flugvél 26000 lagði af stað frá Andrewsflugvelli klukk- an fimm mínúlur yfir ellefu, samkvæmt austurríkjatima. Vélinni flaug Jim Swindal, harðsnúinn Alabamahúi með liliðarsvip sem var eins og klipptur út úr teikniseríu. Hann flaug lika sannkallaðri ævinlýraflugvél — hundrað tonn- um af gljáandi mótorum, með prýðilegasta útbúnaði, hljóð- einangruðum farþegaherbergjum með loftræstingu. Þennan morgun opnaði forsetinn skjalatösku sína, sem var úr slitnu, svörtu krókódílaskinni, og hellti úr henni á borðið í klefanum. Hann þurfti að líta á diplómatísk sím- skeyti, sem merkt voru: „Eingöngu fyrir forsetann“. Hin- ummegin við ganginn voru kona hans og Pam Turnure að setja saman ræðu. Þetta var eina ræðan, sem forsetafrúin átti að halda í Texas, og yrði fremur stutt. Þar eð hún átti að koma fram á samkomu hjá LULAC — félagi fólks, ætt- uðu frá Rómönsku-Ameríku — hafði liún kveðið að tala á spænslcu. Mjúka kastilianskan hennar heyrðist greinilega i kyrrð klefans. í klefum starfsfólksins, framar í vélinni, var Ralph Yar- borougli staddur og ekki með hýrri há. Síðustu dagana hafði hann fengið nánar fréttir af gildru þeirri, er Conn- ally ríkisstjóri hafði lagt fyrir liann. Þeim mun meira sem hann hugsaði um þetta, þeim mun reiðari varð liann. Conn- ally og Johnson — því að hann grunaði varaforsetann um að vera í vitorði með ríkisstjóranum — voru að hans áliti jafn sótsvartir innvortis og verstu repúblíkanar. Jim Matthias, fréttaritari frá fréttastofu Hvíta hússins, spurði um móttökurnar i Austin. Yarborough hreytti út úr sér: „Mér kemur ekkert á óvart. Hverju á maður að bú- ast við, fyrst Connally ríkisstjóri er svona hroðalega illa upplýstur pólitískt?“ Þar með var deila þeirra Texananna orðin opinber. Jafnskjótt og flugvélin lenti, myndu oxð Yar- boroughs verða látin ganga áleiðis til blaðanna... Útlínur skýjakljúfanna í borginni ljómuðu í sólskininu. McHugh var jafn illa settur og fyrr; það yrði heitt í San An- tonio. Á hinum alþjóðlega flugvelli borgaiinnar var Lynd- on Jolinson nýkominn út úr rakarastofu flugstöðvaiánnar og hafði tekið sér stöðu lijá þeim, stírn ætluðu að taka á rnóti forsetanum og fylgdarliði hans. Lady Rird var venju- lega við hlið lians við slik tækifæri, en nú hafði liún kom- ið auga á herbergissystur sína úr menntaskóla, í mannþröng- inni. Konurnar tvær föðmuðust af mikilli hrifningu og Johnson varð að gegna sínum opinberu skyldustörfum einn. Það var ærið að starfa, en við slík tækifæri var Lyndon veru- lega i essinu sínu. Hann kom reglu á hlutina og visaði mönn- um á sinn stað í sömu svipan og flugvélarnar, sem konxu með fylgdarmenn og blaða,menn frá Washington, óku liver að sínu stæði. Móttökunefndin var reiðubúin. „Þarna er hún“! hiópaði maður einn, og þarna var hún — Air Force One, með stjörnur og rendur á stélinu, akandi tígulega yfir fjarlæga lendingarbraut. „Jackie“! hrópaði kona ein, og mannsöfnuðurinn tók undir. „Jackieee! Jack- iee“! Sliga var ekið að vélinni, aftari dyi’nar opnuðust og forsetafrúin konx í ljós. Hún brosti feinxnislega og hikandi, eins og lienni var tamt. Mannsöfnuðurinh öskraði. Á eftir henni kom forsetinn, liðlegur og stæltur í hreyfingum, fitl- andi við hnapp á jaklca sínum. Aftur var öskrað. Ralph Yarboi-ouglx hafði átt að verða sá þriðji i röðinni út úr flúg- vélinni, en þar eð liann vissi að Hem-y Gonzalez var eftir- lætisgoð þeirra í San Antonio, ýtti hann honum hæversklega út á undan sér. Nú vox-u allir farnir að taka þátt i fagnað- ax'látunxxm; jafnvel viðstaddir embættismenn sem flestu voi'u þó Vanir ráku upp fagnaðai'óp þegar forsetinn þrýsti liönd borgarstjórans, vék sér síðan til hliðar og tók — á- samt Jacqueline — til við að heilsa hinni geysistóru fjöl- skyldu Gonzalezar þingmanns. Á xxxeðan var bílunum raðað upp. Meðal starfsfólksins vorix orð 0‘Dojinells lög. Hann hafði sjálfur mælt nxeð hverj- um manni til þess starfs, er hann liafði á hendi, og gat lát- ið flytja til hvei'n þann, er gerðist óþjáll. En í þjóðþinginu vai' hann valdalaxxs, eins og Ralph Yarborough var í þann veginn að sýna fram á. Senatorinn var á leiðinni til noi'ð- urenda flugstöðvarinnar er nokkiir frjálslyndra af staðnum spruttxi frain og sögðu lionum að þeir hefðu lxeyrt xun Aust- in-samsærið. Þeir lögðu til, að hann yfirgæfi hópinn í Dall- as. Hann kinkaði kolli af mikilli ákefð. „Og láttu ekki setja þig í bil með Johnson“, sagði foringi þeirra frjálslyndu í Austin, Maury Maverick, Jr. „Hver frjálslynd manneskja liér og í Houston veit, hvað Connally og Johnson hafa fyrii'- liugað þér. Nú bíða þeir þess eins að sjá, lxvort þú gcfir eft- ir fyrir þeim“. Framlxald í næsta blaði. Kennedy og Johnson gættu þess að láta allt líta vel út, enda þótt þeir væru um margt ósammála. 34 VIKAN 8-tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.