Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 45

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 45
framámenn þeirra voru nánast idíótar. Hæfileikamenn fundust þó í þessum hópi, bæði ritfærir vel og mælskir. Það voru Þjóðernissinnar, sem komust yfir dagbók Eysteins hina frægu, en í þá kompu hafði hann ritað ýmislegt sér til minn- is, þegar hann fór í eina af láns- reisum sínum 1936 til Englands, að hitta Hambro. Á þessum árum var svo komið fjárhag íslenzka ríkisins, að það varð ekki rekinn nagli svo hérlendis, að ekki þyrfti að biðja Hambros Bank um leyfi. Þó að allar árásirnar á Eystein persónulega, væru að sjálfsögðu út í hött, þá er það rétt, að afstaða landsins til enskra banka gat ekki tæpari verið hjá sjálfstæðri þjóð. Eysteinn tapaði þessari minn- isbók sinni og hlutust af því handtökur manna síðar um haustið, þegar blað þjóðernis- sinna fór að birta glefsur úr bók- inni, en ekki fannst bókin. Speg- illinn fjallaði auðvitað um mál- ið og er rétt að gefa honum orðið: „Stórþjófnaður og landráð á hæstu stöðum.' — Höfuðbók íslenzka ríkisins þjófstolið, og bókin síð- an svívirt. Þrír nazistar gripnir höndum. Hafa fleiri leyndarskjöl horfið úr vösum ráðherrans? Lögregla vor stórslær sér upp. Dómsmálaráðherra sýnir af sér fáheyrða röggsemi. Málið verður í rannsókn fyrst um sinn.“ Myndirnar sýna, þegar Jónas kveður Eystein, sem nú hét- reyndar Lánsteinn, fóstra sinn á hafnarbakkanum í Reykjavík, og næsta mynd, þegar Eysteinn hefur keypt vasabókina úti í kaupfélaginu í Grimsby, þriðja myndin sýnir Eystein til borðs með enskum veðlánurum, sem hann gat ekki slegið, en reyndi þá að slá vertinn, sem svaraði því til, að Eysteinn væri over- borrowed, sem Spegillinn þýddi: „skuldum vafinn eins og skratt- inn skömmunum.“ Fjórða mynd- in sýnir Eystein lesa upp úr vasa- bókinni við fjárlagaumræðurnar og sló þögn á andstæðingana við þann vísdóm, sem þar var geymdur. Svo týndist bókin og nazistarnir sögðust hafa dregið hana á tombólu, og voru þeir dregnir fyrir rétt en bókin fannst ekki í þeirra vörzlum og ekki er þeim er þetta ritar kunnugt um, hvort hún fannst nokkurn tímann, kannski á hún eftir að koma fram á bókauppboði hjá Sigurði Benediktssyni. RAUÐLIÐAR ÞINGA UM KVELDÚLF Sviptingasamt var oft á vett- vangi stjórnmálanna á þessum árum, eins og út af Norsku samningunum, en það voru nán- ast nauðasamningar, og voru Framhald á bls. 40. Nú er rétti tíminn til þess að ákveða friið - Kynnið yður þvf þau einstæðu kostakjör, sem nú eru boðin í fyrsta sinn. Ferðamannabílar,sem 4 farþegar fylgja, eru fluttir farm- gjaldsfrítt — frá Reykjavík til hverrar þeirrar hafnar í Evrópu, sem skip félagsins sigla reglubundið til — og heim aftur, Þeir sem taka bílinn með eiga valið — geta búið í eigin tjaldi, á ódýrum gististöðum, eða lúxus hótelum. Stöðugt færist í aukana, að fjölskyldur og vinir ferðist saman í eigin bíl, hvort sem leiðin liggur til fagurra héraða, blómlegra dala, um háa fjallvegi eða til bað- stranda suðrænna landa. Takið því bíl yðar með í fríið til útlanda og njótið þess að aka t.d. niður til stranda Miðjarðarhafsins, yfir Alp- ana, um Rínarhéruðin, sænsku dalina, norsku firðina, og hin friðsælu héruð Danmerkur og annarra Evrópulanda. Ferðist ódýrt - ferðist saman - takið bíiinn með í fríið FERÐIST MEÐ EIMSKIP sími 21460 8. tbi. VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.