Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 49

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 49
Nokkrum dögum seinna yfirgaf lokaöur vagn með svörtum glugga- t.iöldum Marseillesborg, áleiðis til Avignon. 1 fylgd með vagninum var tíu manna varðflokkur. Monsieur de Breteuil, sem ferðaðist í vagninum ásamt Angelique, lá mikið á. Hann'hafði heyrt svo mikið um ótrúlega sniili og dirfsku Madame du Plessis-Belliére, að hann átti stöðugt von á að sjá hana hverfa milli fingra sér; það eina sem að komst hjá honum, var að ljúka sendiför sinni giftusamlega. ' Sú staðreynd, að unga konan virtist hafa yfirunnið þreytu sína, gerði hann kvíðafullan. Að hún sat upprétt og var endrum og eins fúl við hann, kom honum til að óttast hið versta. Hún hlaut að eiga von á hjálp frá samsærismönnum sínum. Það er tæpast ýkjur að segja, að hann hafi sofið á gólfinu íyrir framan dyrnar hennar á hverri nóttu, og það aðeins með öðru auganu. Áður en þau fóru í gegnum skóg, þar sem möguleiki var að vopnaðir glæpamannaflokkar réðust á þau í þeim tilgangi að frelsa fangann, hafði hann endaskipti á himni og jörð til að fá flokk aukahermanna í næstu borg. Smám saman tók ferðamannahópurinn að líta út eins og her- flokkur á ferðalagi. Hópar söfnuðust á torgum borganna, sem þau fóru um, og allir reyndu að koma auga á þann, sem var í vagninum, svo mikilvæga persónu að ekki dugði minna en hálfa herdeild til verndar. Mousieur de Breteuil borgaði vopnuðum mönnum til að dreifa fjöld- anum með atgeirum sínum, en það jók aðeins á forvitnina og gerði hópana stærri en nokkru sinni fyrr. Svefnlaus og gagntekinn af áhyggjum, sá Monsieur de Breteuil að- eins eina leið út úr þessari martröð; hraðann. Hann nam staðar að- eins nokkrar klukkustundir á nóttu í krá, sem allir aðrir gestir höfðu áður verið reknir út, og kráareigendurnir voru hafðir undir eftirliti á meðan. Ailan daginn var hestunum aldrei áð, heldur stöðugt skipt um, en sérstakur sendiboði hafði það verkefni að fara á undan og útvega óþreytta hesta, svo engin töf yrði, þegar vagninn kæmi i áfangastað. Angelique mótmælti. Hún hafði fengið nóg af ósléttum vegunum, og var orðin örþreytt af þessum brjálæðislega strekkingi þvert yfir landið. — Ætlið þér að drepa mig, Monsieur? Nemum nú staðar stundarkorn og hvílum okkur. Ég er gersamlega örmagna. Monsieur de Breteuil flissaði. — Þér eruð allt í einu orðin mjög viðkvæm, Madame. Voru ekki erfiðleikar í konungdæminu Marokkó mun meiri en þetta? Angelique vogaði ekki að segja honum, að hún væri ófrísk. Hún ríghélt sér í hurðarhadfangið, henni var óglatt af rykinu og hún bað um eitt, aðeins eitt — að þau mættu ná lokum þessarar hræði- legu ferðar. Eitt kvöld eftir sérlega þreytandi dag, þegar vagninn var á leið fyrir beygju á veginum hallaðist hann til annarar hliðarinnar, vó um stund salt á tveimur hjólum og valt síðan. Ekillinn, sem hafði séð hvað verða vildi, hafði náð að hægja nokkuð á hestunum. Hnykkurinn varð minni en vænta mátti, en Angelique kastaðist þvert yfir vagninn og lenti undir sætinu, sem losnaði. Henni var undir eins ljóst, hvað var að gerast með hana. Hún var í flýti losuð úr vagninum og lögð á grasflöt við veginn. Monsieur de Breteuil hallaði sér yfir hana með öskugráu andliti. Ef Madame du Plessis dæi, myndi konungurinn aldrei fyrirgefa honum. Allt í einu varð honum Ijóst, a)ð líf hans var i veði, og honum fannst hann finna kalt stál axarinnar á hálsi sér. — Madame, sagði hann með bænarrómi, — eruð þér særð? Það er ekki alvarlegt, er það ? Þetta var aðeins væg velta. .,<íSptí Örvæntingarfull með æðisgengin augu, æpti hún til hflfis með ó- kennilegri röddu: — Þetta er allt yður að kenna! Þér hafið keyrt pkkur áfram eins og óður maður! Þér hafið svipt mig öilu, sem éa.'átti. Nú get ég glatað öllu yðar vegna. Hún teygði íram hendurnar og klóraði hann í andlitið. Hermennirnir báru hana til næstu borgar á börum, sem þeir höfðu gert í flýti. Þeir voru hræddir, því það var blóð á kjólnum hennar, og þeir álitu að hún væri alvarlega særð, en þegar læknirinn, sem þeir höfðu kallað til, hafði rannsakað hana, lýsti hann því yfir, að hann hefði hér ekkert að gera, þeir yrðu að ná i ijósmóður. Angelique lá i luisi borgarstjórans og fann lif sitt þverra með hinu. Þetta stóra hús var gagntekið af væminni kálsúpulykt, sem jók á ógleði hennar ojj andstyggð á öllu. Andlit Ijósmóðurinnar, rautt og svita- storkið undir skuplunni, bar henni fyrir augu hvað eftir annað. Ange- lique verkjaði í augun, eins og hún væri að stara i sólsetur. Alla nóttina barðist konan hetjulega við að bjarga lífi þessarar furðulegu, næstum yfirnáttúruiegu veru, með hunangslitt hár, sem breiddist yfir koddann eins og tunglskinsgeislar, og þetta furðulega sólbakaða andlit. Sólarlitur- inn var efns og brúnar skellur á vaxhörundi, augnalokin voru með blýbiæ, og umhverfis varirnar var djúprauður hringur. Ljósmóðirin þekkti dauðamerkin. — Þú mátt ekki, vinkona, andaði hún og hallaði sér yfir Angelique, sem var hálfmeðvitundarlaus, — þú mátt ekki........ Angelique sá, eins og úr fjarska, hvernig ógreinilegir skuggar hópuðust í kringum hana. Hún fann, að þeir lyftu henni upp til að skipta um hekkjuvoðir undir henni. Svo leið henni betur, og kuldinn, sem hafði gagntekið limi hennar, tók að hverfa. Hún fann, að hörund henn var núið, og bolli af heitu, krydduðu víni var borinn að vörum hennar. —Á Nú verðurðu að drekka þetta, vinkona. Þú verður að vinna upp ný^t blóð, þú hefur tapað svo miklu. Hún fann beiskt bragð vinsins, kryddðað með kanel og sykri. — Ó, ilmurinn af kryddinu, ilmurinn af glöðum sjóíerðum! Eitt- hvað þessu líkt haíði verið dánarorð Savarys gamla'. Angelique opnaði augun. Frammi fyrir henni var stór gluggi með þykkum gluggatjöldum sitt hvoru megin. Utan við rúðurnar var þykk, grá þoka. — Er langt til dögunar? muldraði hún. Konan með rósakinnarnar, sem stóð við rúm hennar, leit ánægju- lega á hana. — Það er komið langt fram á dag, blessuð mín, sagði hún glað- lega. — Það er ekki nótt eins og þú heldur, þetta er þokan írá ánni niðri i dalnum. íéiðiödáveðdt*í43,imorgun. 1 þessu veðri er miklu betra að hreiðra um sig í rúminu heldur en vera á ferli úti. En núna, þegar þú ert á batavfigL verð ég að segja Þér, að Þú hafðir nokkurt lán i óláninu. Þú losnaðir við það, og það var allt í lagi. Hún skildi fekkijsgtijsgengið augnaráð sjúklingsins og hélt áfram: — Já, er það ekki þarinig? Fyrir hefðarkonu eins og þig er barn aldrei velkomið. Eg veit^ivað ég er að tala um. Eg hef fengið nóg af þeim, þegaf Þær eru að koma til mín að fá hjálp til að losna við ungana. Það hefur verið séð um það fyrir þig, án þess að þú þyrftir nokkuð að hafa fyrir því sjálf, þó að ég verði að viðurkenna, að ég var hrædd urn þig á tímabili. Hún undraðist þögn Angelique, jog svo hélt hún áfram: — Hlustaðu nú á mig, væna mínjjkÞú mátt ekki vera óánægð. Börn eru ekki til neins, nema til að gera lifið flóknara fyrir þig. Ef þú elskar þau ekki, eru þau aðeins fyrir fcér, ef Þú elskar þau, spilla þau | þreki þinu. — Og et' þú tekur þetta svona ósköp nærri þér, verðurðu varla i I | vandræðum með að verða þér úti um ipmað eins, svona falleg eins og þú ert! Angelique beit í tunguna, þar til hún funn til. Barn Colins Patureis gat ekki orðið til aft.ur. Nú fannst henni hún óumræðilega allslaus. Allt var horfið, allt! Ofsafengin tilfinningjSem jaðraði við hatun tók að bærast hið innra með henni og bjargaöi Saenni *rá örvæntingu. Þetta var ofsafenginn reiðiflaumúr, áém enn vissi ekki, hvar liann átti að fá útrás, en gaf henni þörfina ti( að berjasi áfrlm. Það var ofsafengin löngun til að lialda áfram að lifa, svo hún gæti liefnt sín, hefnt sín fyrir allt. Þvi þrátt fyrir ''það, sem hún hafði orðið að þola, hafði hún nógu skýra hugsun til aö gl"ra sér ljóst að hún var i töluverðri hættu stödd. Áður en langt um liði mymjj hinn alvaldi konungur mæla fyrir um framhald ferðarinnar; vopnaðir verðmenn myndu aftur hnappast um hana og hún rnyndi verða meðhöndluð sem hinn auðvirðilegasti af þegnum konungsins. En hver var refsingin, hvert var fangelsið, sem i hún stefndi til? ^ 2. KAFLI _ BTitrandi vein skar í gegnum nót.tina. Það var eins og það héngi | um hríð í loftinu, svo hvarf það eins og Ijós. sem slokknar. - Ugla, liugsaði Angelique. — Ugla á veiðum. Aftur heyrði hún skerandi skræk uglunnar, og aftur |ió hann út. Deyfður af mistrinu, sem myndaði regnbogahjúp um tunglið. Ángelique rdis upp á olnbogann. Hún lá á rúmdýnunni ,á gólfinu, og ieit á marmaraflisarnar, hvítar og svartar, hjá höfðalaginu, og hvernig húsgögnín spegluðust í gljáfægðu gólfinu. 1 fjarri enda her- bergisins streyimdu mjúkir, mjólkurhvitir geislar tunglsins íLgegnum opinn glugga, og báru með sér angan vornæturinnar. Angelique dróst að ljósinu, reis á fætur, heppnaðist að halda jafnvæginu og gekk reik- ulum skrefum að silfurbirtunni. Þegar hún stóð í geislum tungisins, fann hún að þnð var að líða yfir hana og hún varð að halda sér i giuggakarminn. Frammi fyrir henni risu útlínur skógarins móti nætu l>yrping af trjám, sem reigði iaufgaða stofna sina og teygð arnar eins og risavaxna kertastjaka, en tunglsljósið í rjóðrin fyrir handan, svo trén voru böðuð í ljósi eins og sú hofi. — Það ert þú! Þú! andaði hún. Úr eikitré skammt undan vældi uglan aftur, snöggt og skerandi. Það var eins og rödd Nieul væri að bjóða hana velkomna heim. —• Þú endurtók hún. — Þú! skógurinn minn! Kæri skógurinn minn! Hlýr næturandvarinn, sv*o litill, að stundum var aðeins hf'gt að greina hann af því, að ilmurinn frá rósarunnúm varö sterkari; þessi | andvari var sjálfur andardráttur skógarins. Angelique dró þakklát að sér næturloftið. Hún styrktist, Jlt, sleppt gluggakarminum og litazt um. 1 tréramma yfir loHrekkjunni var mynd af ungum guði á Olympusf leik við gyðjur. Húil var i Plessis. Þetta var sama herbergið, þar sem hún hafði fyrir langa löngu, forvitin sextán ára órabelgur, orðið vitm að ástarævintýif. de Qydé |>rins og Beaufort hertogafrúar. Það var á þessu sama góifi með tigulegum húsgögnunum, sem | spegluðust í svörtum og hýítum flísunum, sem hún hafði legið gagn- tekin af sársauka, veik og iirellt, rétt eins og nú, þegar síðari eigin- maður hennar, hinn glæsilegi Philippe slagaði fr’am eftir gangi hall- arinnar, eítir hroltalega útrás á brúðkaupsnótt pwrra. Það var liing- að, sem hún hafði leitað skjóls til að jafna sig eft[r missi síðari eigin- manns síns, áður en hún gaf sig aftur á vald glaumi Versala. Hún hvarf aftur að beði sínum og teygði úylsér, hart gólfið veitti henni þau hviluþægindi, sem hún þarfnaðist. Hún vafði um sig tepp- inu, hnipraði sig saman eins og dýr, eins og Æn hafði lært að hnipra sig saman i skikkjunni á eyðimörkinni. Djúá- ró kom í staðinn fyrir sorgina, sem hafði .gogntekið hana allan lwin tima, sem hún hafði j legið iiálfmeðvitur.darlaus og veik. — Ég er heima aftúr, aftur heima, mujJFaði hún. Úr þessu er ekkert | ómögulegt in í staðinn fyrir tunglið. Hún | vörtunarrödd: konuna ...... Það er alltaf eins! gólfinu eins og hundur. Það er hrein Hhana í rúminu á hverju kvöldi. Einhvern- I veginn lánast henni að draga dýnuna niður um leið og ég hef snúið bakinu við henni, og leggst á hana eins og sjúk skepna. — Bf þú bara vissir hvað það er gott að sofa á gólfinu, segir hún. — Ef þú bara vissir, hvað Það er gott, Barbe! — En sú svívirðing. Hún var svo mikið fyrir þægindin einu sinni. Fékk aldrei of mikið af teppum. Hún var svo næm fyrir kulda. Hvað þessum barbörum heppnast að gera við fólk á minna en einu ári. Þið mynduð bara ekki trúa því. Segið kónginum það, herrar mínir ....... Og hún er svo falleg og líka svo fíngerð! Það er ekki svo langt síðan þið sáuð hana í Versölum, og litið á hana núna! Það er nóg til að koma fram á manni tárunum. Ég myndi ekki trúa, að þetta væri hún, ef hún hefði ekki enn þenn- an sama vana að gera nákvæmlega það sem henni sýnist og engum öðrum, hvað sem maður reynir að segja við hana. Svona villimenn 8. tbi. VIKAN49 5egar un heyrði Barb — Þarfw^sjájjj Ó, Jesus miim timasóun hjáw^r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.