Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 51

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 51
elns og þessir barbarar eiga ekki skilið að vera lifandi. Konungurinn ætti að refsa þeim, herrar mínir! Umhverfis flatsæng Angelique voru þrenn spennt stígvél og ein hné- stígvél. Hún vissi, að stígvélin með rauðu hælunum og gullspennun- um geymdu fætur Monsieur de Breteuil, hin voru henni framandi. Hún leit upp. Hnéstígvélin stóðu undir kviðmiklum manni, sem var í allt of þröngum bláum liðsforingjafrakka og efst var rjótt and- lit með rautt yfirskegg og hár. Bjórskinnsstígvélin með silfurspennunum hefðu verið nóg til að gefa til kynna, að mjóu skankana, sem í þeim voru, ætti enginn annar en trúhneigður, hneykslunargjarn hirðmaður, jafnvel þótt • Angelique hefði ekki þegar í stað þekkt eigandann, de Solignac markgreifa. Sá fjórði, einnig með rauða hæla og demantssylgju; hann var með háan knipplingakraga, ofurlítið gamaldags. Hann var með stirðlegt yf- irstéttarandlit herstjórnanda, og alvarleikinn í fasi hans var undir- strikaður með gráum skeggkömpum á hökunni. Það var þessi síðast- nefndi, sem hneigði sig fyrir ungu konunni sem lá við fætur hans, og tók til máls. — Má ég kynna mig, Madame? Ég er de Marillac markgreifi, lands- stjóri í Poitou, sem hans hágöfgi hefur valið til að birta yður skip- anir sínar, og þær ákvarðanir, sem hann hefur tekið varðandi mál yðar. — Væri yður sama, þótt þér töluðuð ofurlítið hærra, Monsieur? spurði Angelique og lét sem hún væri veikari en hún var. — Ég heyri ekki hvað þér eruð að segja. Monsieur de Marillac varð að láta sér lynda að leggjast á hnén, svo hún heyrði til hans og félagar hans gátu ekki annað en gert eins. Angelique fylgdist með þessu með hálfluktum augum, og naut þess að sjá, hve illa fór um þessa fjóra hátíðlegu vindvelgi á hnjánum, Hún fann til einstakrar gleði að sjá, að kinnar Monsieur de Breteuil báru enn greinileg merki eftir hvassar neglur hennar. öll réttindi áskilin, Opera Mundi, París. DC-3 Framhald af bls. 38. uppi þjónustu þegar það vœri ó- gerningur að lenda og lyfta sér á nýrri gerðum flugvéla. Hins vegar álít ég, að Dauglasinn sé vandasamasta vél, sem ég hef flogið hjá Flugfélaginu; maður verður að kunna mjög vel á hann. Allt þetta safnast saman og gerir Douglasinn að alveg sér- stakri vél, skemmtilegri, traustri og persónulegri. Já, þú vilt fá söguna af því, þegar ég svifflaug Douglas frá Akureyri til Reykjavíkur! Það má kannski segja, að það hefði verið hægt hvaða vél sem var. Það vildi bara svo til, að ég var á Douglas í þetta sinn. Við vor- um með fulla vél af farþegum á leið frá Akureyri til Reykjavík- ur, og töluvert mikill vindur í lofti, suðaustan, svo það mynd- uðust bylgjur af jöklunum yfir landinu. Þessar bylgjur eru raunverulega eins og öldur á sjó. Vindmegin í bylgjunni er uppstreymi, en hlémegin er nið- urstreymi. Ég rek strax þegar ég kem upp úr Hörgárdalnum aug- un í, að það er gríðarmikil bylgja, sem nœr alveg inn yfir Eyja- fjarðar hálendið. Maður sér þetta vegna þess, að það er bungu- laga ský alveg eftir bylgjunni. Þá er að finna — og það finnst fljótlega — hvaðan vindurinn er, fara vindmegin í bylgjuna, og þá fœr maður uppstreymi. Ég náði strax í þessa bylgju og fann að ég fékk mikið uppstreymi, svo mikið, að ég varð að draga af hreyflunum, til að fara ekki of nálœgt hámarkshraða vélarinnar. í hœð sýnir hraðamælirinn á Douglas um það bil 130 hnúta, en það er ekki alveg réttur hraði. Það verður að miða við loft- þynninguna svo hraðinn verður raunverulega meiri. í 8000 feta hœð flýgur Douglasinn raun- verulega með svona 145 sjómílna hraða. Jœja, þótt ég drægi ál- veg af hreyflunum, ég rétt lét þá ganga með til að halda þeim heitum og þeir frekar trufluðu fyrir heldur en hitt, sýndi hraða- mælirinn samt 160 sjómílur. Ég hélt vestlœgri stefnu eftir þess- ari bylgju, en hún lá ekki alveg eftir línunni, sem ég œtlaði að fljúga eftir, svo ég þurfti að stökkva úr þessari bylgju yfir i aðra þœr voru bara þarna hver af annarri. Ég lét vélina hœkka sig upp i 11 þúsund feta hœð og stefndi henni yfir í hina bylgj- una. Við það lenti ég auðvitað i niðurstreymi á milli þeirra, og þegar ég komst aftur í upp- streymið hinum megin var vélin komin niður í 7000 fet aftur, svo ég missti þarna um 4000 feta hœð við að fara á milli bylgna, án þess að nota mótorana. Svona notaði ég þrjár bylgjur, og þegar ég kom í endann á þeirri síðustu, var ég kominn fram hjá Skarðs- heiði niður í Hvalfjörð. Svo ég hafði eiginlega ekkert að gera við hreyflana, frá því í Hörgárdálnum þangað til ég kom á Kjálarnesið. Þetta var hreyf- ingarlaust og yndislegt, lítill sem enginn hávaði af hreyflunum og mjög skemmtilegt flug. Farþeg- arnir áttuðu sig að sjálfsögðu ekkert á þessu, en ég vona að þeir hafi verið ánægðir. guo hefur líka verið ókyrrt loft og állt á ferð og flugi í vél- unum. Ég man eftir því einu sinni í Húsavíkurflugi, að það var svo ókyrrt að flugfreyjan og einn farþeganna urðu fárveik. Hamagangurinn var slíkur, að öskubákki, sem er á upphækkun milli flugmannssœtanna, tœmd- ist t einum strók lengst aftur í vél, og ýmislegt smálegt var á ferð og flugi um vélina. Raf- magnskassi, sem er notaður til að hita matinn okkar, er fremst eykur fegurð augna yðar Augun búa yfir leyndum töfrum, sem þér getið auðveldlega framkallað Kynnist May- belline snyrtivörum. Byrjið með ULTRA’ BRO W — litli línu burstinn gerir yður mögulegt að forma augabrúnirnar mjúkum eðlilegum línum. Næst notið þér ULTRA + SHADOW — mjúkur burstinn tryggir að liturinn verður jafnt borinn á. Með FLUID EYELINER (burstinn er í lokinu) virðast augun stærri og bjartari. Gleymið ekki hinum frábæru eiginleikum burstans (Duo-Taper Brush). sem fylgir ULTRA*LASH Mascara litunum. Með honum getið þér sveigt og aðskilið augnhárin þannig að þau virka þéttari og lengri. Heildverzlun Péturs Péturssonar Suðurgötu 14 - Sírni 21020 8. tbi. VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.