Vikan


Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 57

Vikan - 23.02.1967, Blaðsíða 57
VI-TO ER NÝ GERÐ AF SVEFNSÓFASETTI, sem er einkaleyfisframleiðsla frá Noregi. VI-TO er tveggja manna rúm að nottunni og glæsilegt sófaseft á daginn einn af frægustu mönnum franska byltingartímans og lik- lega illræmdastur þeirra allra, að Robespierre einum undan- teknum. Hann gaf út blað, sem hann kallaði L‘Ami du Peuple — Lýðvininn — og hafði það gífur- lega útbreiðslu og áhrif að því skapi. f blaði þessu tók Marat málstað fjöldans, öreiganna í borgunum. Hann elskaði verka- lýðinn og með greinum sínum átti hann drjúgan þátt í að vekja hann til stéttarmeðvitund- ar. Hann vildi útvega verka- mönnunum brauð og vinnu og skipta með þeim auðæfum hinna ríku. Hann vildi frelsa þá og fórna sér fyrir þá, ef þess þyrfti með. Að líkindum hefur hann lit- ið á sig sem einskonar Messías nýrra tíma. Enginn var Marats jafningi við að túlka hatur, tortryggni og ástríður múgsins. „Ég er reiði fólksins, réttlát reiði þess,“ sagði hann einu sinni. En hann var ekki síður harðorður þegar hon- um þótti við þurfa að átelja múg- inn fyrir barnaskap hans, létt- ýðgi og auðtryggni. Margir hafa fordæmt Marat sem viðurstyggilegan blóðhund, en svo einfalt er málið ekki. Hann var að vísu grimmur og miskunnarlaus, en hann var það aðeins þegar hann taldi það nauð- synlegt, fólksins og byltingarinn- ar vegna. Ekkert bendir til að hann hafi myrt morðanna vegna. Hann kunni heldur ekki að hræð- ast og skrifaði æfinlega það, sem hann taldi þurfa að skrifa, alveg án tillits til þess, hvort von var á góðum eða slæmum undirtektum. Járnhörð stefnufesta hans og ó- geð á hverskyns málamiðlunar- lausnum leiddu til þess, að hann var að jafnaði vinafár. Marat bjó á Cordelier-svæðinu í París, en það hverfi varð um tíma gróðrarstía róttækustu hreyfinganna í stjórnmálum landsins. „Ég stíg þar ekki fæti án þess að finna til trúarlegrar hrifningar,“ sagði Camille Des- moulins, einn byltingafélaga Marats. Þar bar líka mikið á manni að nafni Danton, sem fljótlega varð helsti forystumað- urinn í hverfinu. Þeir félagar deildu hart á kon- ungshjónin, sem þeir sökuðu um að standa í samsærismakki við Austurríkiskeisara og landflótta aðalsmenn. Það var ekki fjarri öllum sanni, því í júní 1791 flúðu konungur og drottning frá París áleiðis til landamæranna. Munu þau hafa fyrirhugað að koma sér upp álitlegum her erlendis og ná síðan með ofbeldi þeim völdum, sem þau og aðallinn höfðu misst. Þau voru handsömuð áður en þau kæmust alla leið og flutt aftur til Parísar. Þetta gerði að engu þá litlu samúð, sem konungshjónin til þessa höfðu notið meðal almenn- ings. Nú voru þau skoðuð fjand- menn byltingarinnar og land- ráðafólk. Marat og fleiri róttækir menn heimtuðu að konungur væri settur af og lýðveldi stofn- að, en það höfðu hinir fyrri hæg- fara byltingarleiðtogar alls ekki hugsað sér. Þeir höfðu talið nægja að breyta þinginu úr stéttaþingi í fulltrúaþing, sem síðar var breytt í löggjafarsam- kundu, og draga úr einveldi kon- ungs. En nú voru svo hógværar raddir harðlega fordæmdar. Mar- at sagði meira að segja, að vel færi á því að staursetia alla hæg- fara byltingarmenn lifandi. Með- al hinna róttækari fór nú líka fyrst fyrir alvöru að bera á nýj- um leiðtoga, sem hét Robes- pierre. Meðal hinna harðskeyttari byltingarmanna tók nú mest að gæta tveggja flokka, er nefndust jakobínar og gírondínar. Hinir síðarnefndu voru hugsjóna- og menntamenn utan af landi, og ekki allfáir af aðals- og borgara- ættum. Jakobínar studdust hins- vegar fyrst og fremst við almúg- ann í París. Helztu leiðtogar gír- ondína voru þau Madame Ro- land, Brissot og Vergniaud, en jakobína þeir Danton, Robes- pierre og Marat, þótt hinn síðast- nefndi hefði alltaf nokkra sér- stöðu og rækist aldrei vel í flokki. Fyrst eftir flóttatilraun kon- ungs réðu gírondínar mestu. Þeir vildu koma á lýðveldi og hefja stríð gegn óvinum byltingarinnar utanlands og gera hana að heims- byltingu. Þá var kveðinn Marsil- íubragur, sem síðan hefur verið þjóðsöngur Frakka. Stríðið var hafið, en það gekk heldur illa fyrir Frökkum framan af. Þegar fréttirnar um ósigrana bárust til Parísar, kom berserksgangur á borgarmúginn. Stjórn gírondína varð að segja af sér, jakobínar undir stjórn Dantons tóku völdin í borginni og 10. ágúst gerði fólk- ið áhlaup á Tulerie-höllina, þar sem konungur sat í stofufangelsi. Hinir svissnesku varðmenn kon- ungs, sem hopuðu ekki um fet, voru strádrepnir og höllin rænd og rupluð. Konungshjónin sjálf voru flutt í dýflissu. Þá er komið að september- morðunum svokölluðu. Borgar- stjóm sú, er Danton hafði komið á fót, hin svokallaða „nýja kommúna" hafði látið fangelsa fiölda manns, sem grunaðir voru um andbyltingarlegar tilhneig- ingar. Þar á meðal voru ættingj- ar aðalsmanna, sem flúið höfðu land, prestar, sem neitað höfðu að sverja ríkinu trúnaðareið — það var eitt af nýmælum bylting- arinnar — og menn, sem barizt höfðu gegn liði kommúnunnar þegar áhlaupið var gert á Tul- erie-höll.. En þegar það spurðist að herir Austurríkismanna og Prússa ættu aðeins tvö hundruð kílómetra ófarna til Parísar, þóttu jafnvel fangelsin ekki nógu öruggur geymslustaður fyrir þá menn, sem talið var að myndu við fyrsta bezta tækifæri reka rýtinginn í bakið á hinum nýju valdamönnum landsins. Fyrstu dagana í september 1792 ruddist því múgur manns inn í fangelsin og myrti eitthvað um tólf hundr- uð fanga, að talið er. Marat er sagður hafa hvatt manna mest til þessa blóðbaðs og staðið fyrir því. Honum hefur verið eitthvað svipað í hug og sr. Jóni Björns- syni og Kristjáni skrifara tvö hundruð og fimmtíu árum fyrr: Öxin og jörðin geyma þá bezt. 20. sept. 1792 var því lýst yfir að Frakkland væri lýðveldi, en Lúðvík konungur mátti eftir það aðeins kallast borgari Capet, eft- ir forföður konungsættarinnar. Skömmu síðar var hann ákærður fyrir föðurlandssvik, fund'nn sekur og hálshöggvinn. Múgur- inn steig dans kringum högg- stokkinn, er blóð hans flaut, og söng Marsilíubrag. En hinum hax-ðsnúnu og ofstækisfullu jak- obínum dugði alls ekki að losna við tákn hins gamla afturhalds; þeir vildu líka koma í hel gírond- ínum, sem að þeirra áliti voi'u hálfvolgir og lélegir byltingar- menn. Og snemma í júní 1793 voru helztu leiðtogar gírondína handteknir. Völdin í landinu 8. tbi. VIKAN 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.