Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 2

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 2
VARANLEG VELMEGUN atraQfia LANAVEITINGAR STOFNLANADEILDAR LANDBÚNAÐARINS NAM 1959 52,7 MILLJ- 1966 154,1 MILLJ Æ FERÐALOG ÍSLENDINGA. Ariö 1959 feröuðust 10 þúsund íslendingar til útlanda, 1966 voru þeir rúmlega 23 þúsund. LIFEYRISTRYGGINGAR. Námu 1959 um 154 miljónum. Námu 1967 um 1 000 miljónum. fBÚÐIR. Arin 1960- 1966 voru reistar 10.000 íbúðir á öllu landinu. Framlag hins almenna veðlánakerfis til íbúðabygginga hefur aukist úr 48,3 miljónum í árslok 1958 í 343 miljónir í árslok 1966. JK BIFREIÐAEIGN.- (.,( Árið 1960 voru tólf landsmenn um hverja bifreið, en 1966 var ein bifreið á hverja sex íbúa 1966 RAFORKA. 97% þjóðarinnar hafa rafmagn. GJALDEYRISSTAÐAN. Varasjóður landsmanna skuldaði í árslok 1959 144 miljónir en nam í árslok ^„ 1966 1915 milljónum. I fÆet ) ^ ~xnt) MILUCN / FISKISKIPAAUKING. Frá árslokum 1 958 - 1. des. 1966 jókst fjöldi fiskiskipa sem eru yfir 100 brúttórúmlestir um 400%. f*y SKATTAR. Skattar og önnur opinber gjöld eru lægri hér miðað við þjóðarframleiðslu en víðast annars staðarj^ I árslok 1965 vorur hlutföllin þessi íj eftirtöldum löndum. Island 29.2% Danmörk 30.1% Noregur 37.0% Svíþjóð 41.0% A SJALFSTÆÐIS FL0KKURINN í FULLRI ULVÖRU Falíegra land Nú er sumarið komið og eftir einhverjum gömlum jarteiknum, sem ég man nú ekki lengur hver eru, lítur út fyrir að sumarið verði gott hvað veður snerti. En hvort sem það verður gott eða vont eða í meðallagi, vitum við að mikið verður um ferðalóg, því jafnvel í verstu veðrum leggur fólk upp í von urn að geta ekið inn í betra veður, fyrir norð- an, sunnan, austan eða vestan eitthvað. Á því er oft hamrað en aldrei um of, hve fallegt landið okkar er og hve marga ákjósanlega staði það á handa ferðalangi í leit að fögrum skika, næði, einveru eða þá veiðiskap. Fyrir utan alla þessa þekktu, dýrðlegu staði, svo sem Þingvelli, Ásbyrgi, Þórs- mörk, Hljóðakletta, Landmanna- laugar, Mývatn og svo framvegis, úir allt og grúir af litlum, hlý- legum hvömmum, grasbölum, kjarrlundum og skoppandi lækj- um, sem létta af manni stressinu þar til mál er að éta ryk á nýja- leik alla leiðina heim til sín. Þeirri spurningu var varpað fram hér í blaðinu á útmánuðun- um, hvort íslendingar væru sóðar. Þeim fer sjálfsagt fækkandi, sem koma beint frá fjósamokstri til að spæna í sig soðningu með fingrunum og þurrka svo af þeim á bringunni eða ermunum. Og fötin okkar þrífum við flest all- bærilega, að minnsta kosti skárri leppana. En þar með er ekki sagan sögð. Ef við klínum hvers lags úrgangi í vegbrúnir landsins og dreifum mjólkurhyrnum um hvammana, blikkdósum á grasbalana og gler- brotum í lækina, þá erum við sóðar. Ef við göngum eins og grís- ir um snyrtiherbergi veitinga- húsanna og fleygjum úr ösku- bökkunum á vegina eru við sóð- ar. Ef við getum ekki skilið svo við fögur tjaldsvæði að við göng- um ekki örna okkar á sléttasta blettinum og slítum upp hríslur til að binda framan á bílana, þá erum við bæði spellvirkjar og sóðar. Ef gömul vísindi sannast og veðráttan leikur við okkur í sum- ar, ættum við að hrinda af okkur sóðaorðinu og ganga betur um en nokkru sinni fyrr. Það er lítil fyrirhöfn að hafa ruslapoka í bíl- um til að safna því, sem þar fell- ur til og jarða síðan pokann í áfanga, sömuleiðis er ekki nema fimm mínútna verk að þrífa Framhald á bls. 28. 2 VIKAN 22' tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.