Vikan


Vikan - 01.06.1967, Side 3

Vikan - 01.06.1967, Side 3
Vefjast fyrir valdsins herrum vandamálin forn og ný, pólitískum flokkum fjölgar og frambjóðendum samkvæmt því. Vist er mörgum vandi á höndum valið erfitt fyrr og nú, fáir virðast hafa haldið hreinni sinni barnatrú. ÞEIR LEIÐA SAMAN HESTA SlNA Það líður óðum að kosningunum, og í næsta blaði verður ýmislegt efni í sambandi við þær. A forsíðunni verður skopmynd eftir Halldór Pétursson, og sjást þar foringjar stjórnmálaflokkanna leiða saman hesta sína. I greininni ÞEIR SÁTU Á ÞINGI eru birt nöfn og helztu upplýsingar um alla þá menn, sem sátu á alþingi sfð- asta kjörtímabil, lengur eða skemur. í greininni KOSN- INGARNAR í AUGUM EIGINKONUNNAR segja eigin- konur fjögurra stjórnmálamanna frá því hvernig kosn- ingar snúa að þeim og heimilum þeirra. Konurnar sem spjallað er við eru þessar: Ingibjörg Magnúsdótt- ir, kona Magnúsar Jónssonar, fjármálaráðherra; Jóna Jónsdóttir, Kona Eggerts G. Þorsteinssonar, fé- lags- og sjávarútvegsmálaráðherra,- Sólveig Ólafs- dóttir, kona Hannibals Valdimarssonar, forseta Al- þýðusambands íslands og Þórunn Sigurðardóttir, kona Einars Ágústssonar, bankastjóra. Af öðru efni má nefna smásöguna CHAGRIN eftir Graham Greene, grein um hina dauðadæmdu fanga í San Quentin-fangelsinu, sem Ronald Reagan hefur ákveðið að allir skuli hafna í gasklefanum — og ótalmargt fleira. í ÞESSARIVIKU FANGELSI EDA SKÓLI FYRIR AFBROTAMENN? Þýdd grein um San Quentin-fangelsið í Kali- forníu, þar sem fangarnir njóta meira frjáls- ræðis en víðast hvar annars staðar ... Bls. 4 HÁLFSYSTKIN - OG BÚA SAMAN Bls. 8 ÞÁ FÆR ÞÓRHILHUR GREIFANN SINN. Grein og myndir um brúðkaup Margrétar Dana- prinsessu í sumar .................... Bls. 10 AÐEINS ÆTTLEIDD, smásaga ............. Bls. 12 HVIKULT MARK. Framhaldssaga um ævin- týralegt líf Lew Harpers eftir Ross MacDonald Bls. 14 EFTIR EYRANU. Þáttur Andrésar Indriðasonar um nýjustu dægurlögin ................. Bls. 16 HÉR ERU SÖNNUNARGÖGN MÍN. Grein um hina umdeildu rannsókn Garrisons á morði Kennedys Forseta ...................... Bls. 18 í SJÓNMÁLI. Spj allað við Steindór Hjörleifs- son, deildarstjóra Lista- og skemmtideildar sjónvarpsins .......................... Bls. 20 ANGEUQUE í BYLTINGUNNI. Framhaldssag- an um hina vinsælu, frönsku ævintýrakonu . . Bls. 22 VIÐ NOTUÐUM KVIKMYNDAVAGNINN UND- IR TORF. Rætt við Óskar Gíslason, Ijómynd- ara, um kvikmyndagerð hans ............ Bls. 24 UTGEFANDI: HILMIR H.F. Ritstjóri: Sigurður Ilreiðar. Meðritstjóri: Gyifi Gröndal. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Auglýsingar: Ásta Bjarnadóttir. Dreifing: Óskar Karlsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifingi: Skipholt 33. Simar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 35. Áskriftarverð er 470 kr. ársþriðjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun og myndamót Hilmir h.f. FORSÍÐAN Þær eru sannarlega sumarlegar og fallegar stúlk- urnar sem prýða forsiðuna okkar að þessu sinni. Og auðvitað eru þær klæddar samkvæmt nýjustu tízku, kjólarnir litríkir og skemmtilegir og nælon- sokkarnir með sams konar mynstri. Það kvað vera það allra nýjasta. HÚMOR í VIKUBYRJUN 22.tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.