Vikan


Vikan - 01.06.1967, Qupperneq 4

Vikan - 01.06.1967, Qupperneq 4
FANGELSIEU SKOLI WM AFBROTAMENN Margir janganna í San Quentln fangelsínu, hafa það betra innart múranna en utan þeirra - 95°/0 at fyrstabrotsföngum koma til baka Þegar gestir heimssekja San Quentin-íangelsið í Bandaríkjun- um, halda þeir í fyrstu, að þeir hafi farið villir vegar og séu alls ekki staddir í fangelsi. Það leynir sér ekki, að fangelsið var byggt 1852. Byggingarnar vitna um spænsk áhrif, sem ríktu í Californiu á þessum tíma. Þegar komið er úr móttökusalnum, blasir fangelsisgarðurinn við, en hann líkist einna helzt spænsku torgi. Þarna eru hin fegurstu blómabeð og tjarnir og fangarnir standa í hópum hér og hvar og rabba saman í sólskininu. Og þarna eru kirkjur, ekki ein held- ur þrjár, kaþólsk, lúthersk og Gyðinga-kirkja. Gestkomendur veita strax eftirtekt hversu fang- arnir eru hressir í bragði og ó- þvingaðir í framkomu. Þeir eru vel klæddir, í hreinum vinnu- buxum og skyrtum og lita engan veginn út eins og fangar. Og þeir fáu fangaverðir, sem sjáan- legir eru, eru allir vopnlausir og líkjast miklu fremur póstmönn- um en fangavörðum. Verðirnir eru hafðir óvopnaðir einmitt ef til uppreisnar skyldi koma. Þá er útilokað að fangarnir geti af- vopnað þá og notað vopnin þeirra. Ef ókunnugir gefa sig á tal við fangana og spyrja þá, hvernig þeir uni hag sínum, svara þeir strax, að þeim líði alveg prýði- lega. Þeir segjast hafa það miklu betra innan veggja fangelsisins en utan. San Quentin hefur sitt eig- ið sjúkrahús með uppskurðar- stofu og tannlæknastofa stendur föngunum opin hvenær sem er. Ef fangarnir vilja læra einhverja sérstaka iðn, stendur þeim það til boða. Þeir geta valið milli 19 mismunandi iðngreina, allt frá bílaviðgerðum og upp í garð- yrkju. Og ekki nóg með það. Vegna sérstakra aðstæðna sem ríkja á vinnumarkaðnum í Bandaríkjunum, geta fangarnir fengið inngöngu í viðkomandi stéttarfélög, meðan þeir dveljast enn í fangelsinu. Þeir sem eru bókhneigðir eiga kost á að stunda nám í fangels- inu, bæði framhaldsskólanám og jafnvel háskólanám. Þegar geng- ið er um hin mörgu verkstæði og skóla sem eru innan fangelsis- veggjanna finnst mönnum engan veginn að þeir séu staddir í fang- elsi. Það verkar róandi á að- komufólk að sjá afbrotamenn ganga um sjálfviljuga og hand- leika hamra, hnífa og tengur. Á húsgagnaverkstæði fangelsisins er að finna fanga, sem hefur fundið upp vél til þess að smíða armstóla. En hann verður að bíða í fimmtán ár, þangað til hann sleppur út og getur fært sér vél- ina í nyt og hagnazt á henni. Innan múranna er til dæmis stærsta baðmullarverksmiðja Californiu. Það, sem framleitt er í hinum mörgu verksmiðjum fangelsisins, rennur allt til rík- isins. Húsgagnaverkstæðið fram- leiðir skrifstofuhúsgögn, og bíla- verkstæðið sér um allt viðhald á lögreglubílunum. Baðmullar- verksmiðjan sér öllum fangelsum í Californiu fyrir efni í föt handa föngunum. Eins og aðrir menn eiga fang- arnir heimtingu á svolítilli dægrastyttingu. í fangelsinu er starfandi boxklúbbur, hand- boltalið og baseballlið og stund- um koma lið „að utan“ til þess að keppa við fangana. Þeir sem vilja lesa eiga að- gang að 30.000 binda bókasafni. Og þeir sem hafa hegðað sér vel fá að fara í bíó nokkrum sinnum í mánuði. Allir, sem hafa fasta vinnu, eða eru við nám hafa i laun frá 3 og upp í 15 dollara á mánuði. Peningana geta þeir notað til þess að kaupa sér hitt og þetta í verzlun fangelsisins, ellegar geymt þá þar til þeir öðlast frelsið á ný. Fyrir utan það hafa fangarnir sinn eigin gjaldmiðil, sem byggist á síga- rettum. Allir fá ókeypis tóbak og sígarettupappír til þess að vefja sjálfir, en sígarettur í pökkum eru í háu gengi. Ef fangi á von á heimsókn getur hann fyrir nokkrar slíkar síga- rettur fengið föt sín þvegin og pressuð og ef hann vill láta klippa sig og snyrta fórnar hann nokkrum sígarettum til þess að koma því í kring. Framhald á bls. 39. f SAN QUENTIN-FANGELSINU í CALIFORNIU GETA FANGARNIR VALIÐ MILLI 19 IÐNGREINA OG LÆRT ÞÆR. ÞEIR FÁ MEIRA AÐ SEGJA INN- GÖNGU í VIÐKOMANDI FAGFÉLAG MEÐAN ÞEIR DVELJAST í FANG- ELSINU. VINNUTfMINN ER AÐEINS FJÖRAR STUNDIR Á DAG. EFTIR HÁDEGIÐ FÁ ÞEIR SÉR MIÐDEGISBLUND OG Á KVÖLDIN GETA ÞEIR HEIMSÖTT HVER ANNAN EÐA HORFT Á SJÓNVARP. ÞAÐ ER ÁLIT FOR- RÁÐAMANNA FANGELSISINS AÐ KENNA BERI FÖNGUNUM OG REYNA að“bætaTá7én'lö'gREGLAN ER EKKI Á SÖMU SKOÐUN. 4 VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.