Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 6

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 6
BLAUPUNKT ÚTVÖRP MARGAR GERÐIR AF BLAUPUNKT ÚTVÖRPUM Gimar Asieirsson Suðurlandsbraut 16 — Reykjavík — Sími 35200 Útibú Laugaveg 33. VERNDiÐ VISA LEIÐRETT JÓN RAFNSSON hefur beðið Vikuna að koma á fram- færi leiðréttingu á vísu eftir hann, sem rangfærð hefur verið og nú síðast í grein Ásgeirs Jakobssonar um Nóvuslaginn á Akureyri. Eins og allar aðrar vísur Jóns varð þessi til af sér- stöku tilefni en ekki því, sem síðar hefur verið álitið og m.a. kom fram í umræddri grein. Rétt er visan svona: Það sem var er virt að öngu„ veik þótt hjari önd. Þú ert fjarað fyrir löngu fley á mararströnd. MÁL ER AÐ NEFNA .... Kæri Póstur Ég vil byrja á því, að þakka þér kærlega fyrir allt það efni, sem Vikan flytur okkur viku- lega. Vitanlega er það misjafnt, en alltaf er eitthvað í hverju blaði, sem gaman er að lesa. Ég vil til dæmis þakka fyrir grein- ar Helga Sæmundssonar. Þær eru jafnan hressilega skrifaðar, og hann er skemmtilega óragur við að láta í Ijós skoðanir sínar,. þótt þær séu stundum langt frái því sem almennt erálitið. Ég las með ánægju grein hajis um mannanöfn á íslandi „Mál er að nefna manna heiti." Ég er sam- mála ýmsu sem þar stendur, en þó ekki öllu eins og gengur. Ég hef oft furðað mig á þeirri ó- svinnu hæstvirts Alþingis að þvinga útlendinga til að taka upp íslenzk heiti, þegar þeir gerast íslenzkir ríkisborgarar. Mér hef- ur alltaf fundizt það hlálegt, að menn eins og Paul Pampichler og Robert Abraham, menn sem hafa unnið tónlistarlífi okkar mikið gagn, skuli verða að skipta um nafn og kalla sig Pál Páls- son og Róbert Ottóson. Ég er sammála Helga um, að slíkt sé hrein móðgun við þá. Hins vegar er ég eindregið á móti því að draga manmanöín í dilka og segja að þessi nöfn séu Ijót og hin falleg, eitt raminís- lenzkt en annað aðskotartafn. Menn eru eðlilega viðkvæmir fyrir nöfnum sínum og smekkur fyrir nöfn fer ekki eingöngu eft- ir málkennd, heldur miklu frem- ur þeim kynnum, sem maður hef- ur af þeim sem nöfnin bera. Ástæðan til þess að rtöfn, sem. kannski eru ekki falleg í sjálfu sér, eru almennt notuð, er ein- faldlega sú, að hér á Iandi tíðk- ast sá siður að heita í höfuðið á. ættingjum og vinuir^, að maður- ekki tali um það, þegar nafns er vitjað í draumi. Þess vegna er ég á móti því, að verið sé að fárast yfir, að eitt nafn sé fal- legra en annað. Með þökk fyrir birtinguna, Bertel. Bertel er einmitt eitt af nöfn- um þeim, sem Hermann Pálsson kallar aðskotanöfn í bók sinni íslenzk maimanöfn, svo að bréf- ritara er málið skylt. Við erum sammála Helga í því, að nauð- synlegt er, að lögum um islenzk mannanöfn sé hlýtt og heim- spekideild Háskóla Islands semji eins og henni ber skrá yfir góð og gild islenzk mannanöfn. Ann- ars gæti þróunin orðið sú, að ónefnum færi stöðugt fjölgandi. 10 ti satt er það: Nafngift er jafn- an viðkvæmt mál, margs konar sjónarmið sem þar koma til STcina og eðlilegt að mönnum J»yki vænt um nöfnin sín. SKELLT Á . . . . Kæra Vika! Það hafa svo margir leitað til l>ín með ýmsar spurningar, en mig langar nú til að biðja þig •um hjálp. Það er út af einum af ¦vinum mínum. Við erum búin að vera saman í mánuð og ég bringdi til hans dag einn. Þegar ég var búin að tala svolítið við hann, þá skellti hann bara á. Hvað á ég að gera? Mig langar ekki til að slíta vinskap við hann. Geturðu ráðlagt mér eitthvað? Ég les alltaf stjörnuspána þína. Með fyrirfram þökk, Ein vonsvikin. Getur ekki verið, að samband- :ið hafi skyndilega rofnað, siminn bilað eða eitthvað komið fyrir? Þú ættir að athuga það. Kannski hefur þú líka hagað orðum þín- um óvarlega við hann og sært liami eða móðgað. Hafi hann hins vegar skyndilega meðan á samtalinu stóð tekið þá ákvörð- un að slíta vinskap við þig, þá er það búið og gert. í»ú segir, að hann sé e i n n af vinum þín- um. Er þá ekki nóg eftir, þótt þessi heltist úr lestinni? . . . . OG SKELLT Á EFTIR SÉR Kæri Póstur! Ég er búin að vera með strák í fjóra mánuði, þangað til um Jdaginn (eða fyrir rúmlega viku). Þá rifumst við svo heiftarlega áð hann skellti á eftir sér hurð- inni og fór. Ég sá hann ekki í viku, en þá kom hann loksins 6 VIKAN 22-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.