Vikan


Vikan - 01.06.1967, Page 7

Vikan - 01.06.1967, Page 7
Fyrsfa flolcfks frá FONflXi ATLÁS KÆUSKÁPAB - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR KÆLING er aðferSin, þcgar geyma á matvæll gtuttan tíma. Þetta vita allir og enginn vill vera án bæUsktpi. FRYSTING, þ. e. djúpfrysting við a. m. k. 18 stlga frost, er auSveidasta og hezta aSferSin, þegar geyma 4 mat- væli langan tíma. Æ fleiri gera sér ljós þægindin viS að eiga frysti: fjöibreyttari, ódj'rari og betrl mat, raögu- leikana á því aS búa t haginn með matargerð og balutri fram í tímann, færri spor og skemmri tima tll innkaupa — því að „ég á það i frystiuuin". Við bjóðum ySur 5 stærðir ATLAS kæliskápa, 80— 180 crn háa. Allir, nema sá minnsti, hafa djúpfrystl- bólf, þrír með hinni snjöllu „3ja þrepa froststillingu", sem gerir það mögulegt að halda miklu frosti í frystiliólfinu, án þess að frjósi neðantil i skápnum; en einum er skipt í tvo hluta, sem hvor hefur sjálf- stæða ytri hurð, kæii að ofan með sér kuldastilllngu og alsjálfvirka þíðingu, en frysti að ncðan með eigin froststillingu. Ennfremur getið þér valið um 3 stærðir ATLAS frystlklsta og 2 stærðir ATLAS frystiskápa i.oks má nefna hina glæsilegu ATLAS viðar-kællskápa I herbergi og stofur. Þér getið valið um viðartegundir og 2 stærðir, með eða án viiiskáps. Munið ATLAS einkennin: if Glæsilegt og stilhreint, nýtízku útlit. ☆ Fullkomin nýting geymslurýmisins með vand- aðri markvissri innréttingu. Vr Innbyggingarmöguleikar með sérstökum Atl- asbúnaði. A Sambyggingarmöguieikar (kæliskápur ofan á frystiskáp), þegar gólfrými er lítið. ■fr Færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun. ☆ Hljóð, létt og þétt segullæsing og möguleikar á fótopnun w 5 ára ábyrgð á kerti og traust þjónusta. , sm ibkr*“Ls.€. og við byrjuðum aftur. Kvöldið eftir fór ég og vinkona mín til stráksins, sem hún er með, en hann er vinur stráksins, sem ég var með. Vinur minn kom ekki, því að hinn strákurinn gleymdi að hringja í hann. Kvöldið eft- ir fór ég til vinkonu minnar, sem þekkir hann mjög vel. Hún sagði mér þær fréttir, að hún hafi ver- ið í partíi og séð strákinn (sem ég var með) með annarri stelpu. Þegar hún bað um skýringu, sagði hann að hann væri löngu hættur við mig, en hafi verið bara með mér eitt kvöld. Segðu mér nú hvað ég á að gera? Ég er svo ofsalega hrifin af honum, og ég veit að hann er ekkert hrif- inn af þessari nýju. Ég er fimm- tán ára. Síðan þakka ég þér fyrir allt gamalt og gott. Ein í ástarsorg. Þeir eru erfiðir viðureignar, þessir gæjar. Ef þeir skella ekki á elskuna sína í símanum, þá rífast þeir við hana og skella á eftir sér hurðinni. Svona eru þessir karlmenn, jafnvel þótt þeim sé varla farin að spretta grön! Ef þú ert sannfærð um að hann sé ekkert hrifinn af þessarí nýju, -— þá skaltu gera eitthvað í málinu. Annars skaltu Iáta hann sigla sinn sjó og láta þér þetta allt saman í léttu rúmi liggja. Þú ert ekki nema fimmtán ára og átt allt lífið framundan. HYRNUR OG HANDRIT Kæri Póstur! Fyrir nokkrum mánuðum var mikið skrifað um mjólkurhyrn- ur í kjaftadálkum blaðanna. Hver húsmóðirin á fætur annarri sett- ist við eldhúsborðið og lýsti van- þóknun sinni á hyrnum Mjólk- ursamsölunnar. Og sérfræðing- ar í þessum efnum skýrðu frá ýmsum öðrum og hentugri hyrnum, sem notaðar væru er- lendis. Maður hélt að þessi her- ferð, sem var talsvert kröftug á okkar mælikvarða, mundi verða til þess, að þægilegri mjólk- urumbúðir yrðu settar á mark- aðinn. En hver mánuðurinn hef- ur liðið á fætur öðrum og ekk- ert hefur gerzt. Alltaf eru hyrn- urnar eins. Maður verður að reikna með, að einhver þeirra leki og allt fari á flot í ískápn- um hjá manni. Það eina sem gerzt hefur er það, að ytra út- lit hyrnanna hefur breytzt. Lög- unin er hins vegar enn sú sama. Nú eru þær ekki lengur rauð- köflóttar heldur hvítar og skreyttar með einhverjum gam- aldags krúsindúllum, sem minna á handritin. Kannski meiningin sé að minna okkur á þennan hátt daglega á, að við höfum et- ið handritin okkar í gamla daga! En gamanlaust: Hvenær fáum við nýjar mjólkurhyrnur? Þarf að gera aðra herferð í blöðun- um til þess? Góði Póstur: Komdu nú þessu á framfæri fyrir mig og gerðu ekki gys að þessu mikla alvörumáli okkar húsmæðranna. Með þökk fyrir birtinguna. Húsmóðir. Hyrnur Mjólkursamsölunnar hafa hlotið harða gagnrýni. Flest- ir eru sammála um, að þær séu á margan hátt óþægilegar. Þær taka mikið rúm í ísskápnum, það skvettist úr þeim, þegar maður ætlar að hella í glasið sitt, og svo vilja þær leka eins og þú nefnir og setja þá allt á flot í ísskápnum. Okkur minnir, að í einhverju dagblaðinu hafi stað- ið ekki fyrir löngu, að nýjar hyrnur væru væntanlegar alveg á næstunni. Það hefur sem sagt verið unnið að þessum málum, og herferðin góða hefur haft til- ætluð áhrif. Vonandi koma nýj- ar hyrnur á markaðinn sem allra fyrst. Kannski verða þær komn- ar, þegar þetta birtist. Veiztu ekki að hægri reglan gildir hér uppi? Um allt þetta fáið þér frekari upplýs- ingar, með þv( að koma og skoða, skrifa eða útfylla úrklippuna, og mun- um við leggja okkur fram um góða af- greiðslu. — Sendum um allt land. FÖIIX SÍMI 24420. SUÐURGATA 10. RVÍK. Sendið undirrit. ATLAS myndalista og nákvæmar upplýsingar. m.a. um verð og greiðsluskilmála. I Nafn:.......................................................................... Heimilisfang: ................................................................. 22. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.