Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 8

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 8
HUSMÆÐUR! ••••••••••*••••••••••••••••••••••••••••••• ^kuj \a4\uhiimm \ ROBIN HOOD hveitið er kanadisk gæða- ftobín Hoo< vara, sem að þér megið ekki láta vanta, ef að þér viljið ná góðum árangri við bakstur á hvers konar brauði og kökum Fbour ALL PURPOSE i ROBIN HOOD hveitið er mjögríkt af eggja- hvítuefnum og einkar drjúgt til baksturs. ROBIN HOOD hveitið fæst í öllum kaup- félagsbúðum á sérlega hagstæðu verði. Innflutningsdeild LILUU LIUJU LIUU BINDI ERU BETRI Fást í næstu buð IÉJJJJJJJ. - og flasan fer HálfsnstkiD oo lili soiDon HBSWIÍÍI Leif og Ingrid Eriksson eru hálfsystkin og áttu barn saman. Faðir hennar og stjúpfaðir hans kærði þau fyrir blóðskömm, en héraðsdómurinn í Karlskoga sýknaði þau. Leif og Ingrid Eriksson eru hálfsystkin, en hafa búið saman eins og hjón. Fyrir nokkru var höfðað mál á hendur þeim fyrir blóðskömm og þess krafizt að þau yrðu dæmd til þyngstu refs- ingar. Héraðsdómurinn í Karl- skoga sýknaði þau af ákærunni og veitti þeim leyfi til þess að búa saman. Það var faðir Ingridar og stjúp- faðir Leifs, Gunnar Eriksson, sem kærði þau. Niðurstaða dóms- ins kom eins og reiðarslag yfir hann og hann er staðráðinn í að áfrýja dóminum til hæstaréttar. Mál þetta vakti gífurlega at- hygli í Svíþjóð. f þinginu var meira að segja rætt um að gera breytingar á hjúkaparlögum til þess að hálfsystkin gætu gifzt. Horfur eru á að slíkar lagabreyt- ingar nái fram að ganga á næsta ári, og þá geta þau Ingrid og Leif gift sig. FYRSTU KYNNIN. Leif Eriksson fæddist utan hjónabands. Það var árið 1932. Móðir hans var þá vinnukona hjá norskri fjölskyldu rétt utan við Þrándheim. Strax eftir fæðing- una var drengnum komið í fóst- ur hjá vandalausum. — Foreldrar minir vildu gift- ast, segir Leif, en faðir minn lézt tveimur árum síðar, og þar sem móðir mín skipti um vinnu- stað um sama leyti, fór það svo að ég ílentist hjá fósturforeldrum mínum. Næstu tuttugu árin sá Leif móðir sina aðeins með höppum og glöppum. — Við skrifuðumst ekki á, segir hann. Eina sambandið sem var á milli okkar var kort, sem við sendum hvort öðru á jólun- um. Leif gekk í skóla í Þrándheimi, og síðar gerðist hann landbún- aðarverkamaður. f millitíðinni hafði móðir hans yfirgefið Noreg og ráðið sig í vist hjá bónda í námunda við Östersund. Þar kynntist hún Gunnari Eriksson og þau giftust 1941. Þau eignuð- ust fjögur börn. Hið elzta var stúlka og skírð Ingrid. Þegar Leif var fimmtán ára var hann fermdur. Við það tæki- færi kom móðir hans til Noregs ásamt elztu dóttur sinni, sem þá var sex ára gömul. Það var í fyrsta skipti sem þau hálfsyst- kinin sáust. —¦ Ég var svo undrandi, þegar ég sá þennan stóra bróður minn, hefur Ingrid sagt. Ég var svo lítil þá, að ég trúði þvi varla, að maður gæti átt svona stóran bróður. Enda gat hann næstum verið föðurbróðir minn! LEIF FLYZT TIL SVIÞJÓÐARi. Leif óx upp, gengdi herþjón- ustu og fluttist síðan yfir til Sví- þjóðar. Honum hafði gengið illa að fá vinnu í Noregi og þess vegna ákvað hann að freista gæf- unnar í Svíþjóð. Stjúpfaðir hans hafði þegar samband við hann og bauð honum að koma og vinna á búgarði þeirra hjóna. Hann þáði boðið með þökkum og kunni prýðilega við sig á þessu nýja heimili móður hans og manns 8 VTKAN »• m-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.