Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 10

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 10
Konungshjónin dönsku og dætur þeirra þrjár, Benedikta, Margrét og Anna Maria (talið frá vinstri). Myndin er tekin í Ama- lienborg Slot. £ Það leynir sér ekki að hér er ástin með í ráðum — gagnstætt því sem oft var áður viðvíkjandi hjónaböndum konungsdætra. O ^___;___________..... ÞÁ FO ÞORHILDUR GREEFANN SINN ¦¦ PRINSESSUBRULLAUPIKAÖPMANNAHDFN Hinn 10. þessa mánaðar verga gefin saman í Holmens kirke ungfrú Margrét Alexandrína Þórhildur Ingirígur, prinsessa af Danmörku og fyrrum einnig af fslandi, og Henri de Mon- ___________________pezat greifi.____________________ DAGUR ÞORLEIFSSON T0K SAMAN 10 VIKAN 22 tbl í júnímánuði næstkomandi verður heldur en ekki mikið um dýrðir hjá Dönum, frænd- um okkar, menningarlegum félagsbræðrum og fyrrverandi kúgurum. Tíunda dag mán- aðarins verða Margrét krónprinsessa og Henri de Monpezat greifi, sem héreftir verð- ur upp á dönsku kallaður prins Henrik, gefin saman í hjónaband í Holmens kirke. Vígsluna framkvæmir kónglegur konfession- arius Erik biskup Jensen frá Álaborg, sem upp á síðkastið hefur verið að undirvísa hinn tilvonandi drottningarmann í fræðum Lúthers meiri og minni. Hinrik, sem til þessa hefur verið kaþólskur sem Fransmenn flestir, hefur sem sé kastað pápískunni af tilefni hjú- skaparins, að sögn með samþykki sjálfs páfa. Ber þetta vott um vaxandi frjálslyndi hjá þeim í Vatíkaninu, því lengst af hefur það ekki legið á lausu, sem páfinn hefur haldið, frekar en vissir aðrir stórhöfðingjar. Hátíðahöldin vegna brúðkaupsins hefjast hálfum mánuði fyrir sjálfan vígsludaginn, og ekki verður öllum gleðskap í Kaupinhafn lokið með honum, því fjórum dögum síðar verður haldið upp á átta alda afmæli þessarar Parísar Norðurlanda, sem svo margir túr- istar binda við hugljúfar minningar um heimsins beztu pylsur ásamt tilheyrandi þjór. Margir brúðkaupsgestanna hverfa því ekki úr borginni strax að brullaupinu loknu, held- ur bíða afmælishátíðahaldanna. Meðal tig- inna gesta, sem væntanlega verða viðstaddir, má nefna móðurföður brúðarinnar, Gústaf Adólf Svíakonung, Karl Gústaf krónprins sömu þjóSar, Ólaf fimmta Noregskonung og Harald krónprins, Júlíönu Hollandsdrottn- ingu og prins Bernharð, Baldvin Belgíukon- ung og Fabíólu drottningu hans, Konstantín Grikkjakonung og Önnu Maríu hans, Marínu erkihertogafrú af Kent, Jóhann stórhertoga og Jósefínu Karlottu stórhertogafrú í Lúxem- búrg, Juan Carlos prins til Spánar, Lúðvík

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.