Vikan


Vikan - 01.06.1967, Side 12

Vikan - 01.06.1967, Side 12
AÐEINS ÆTTI SMÁSAGA EFTBR RIGMOR HENNING ennslukonan sagði ekki neitt, hún rétti Rikku einkunnabókina, og horfði ó hana, ókveðin ó svipinn. „Verður flutt í þriðja bekk, til reynslu", stóð í bókinni. „Meiri ástundun og eftir- tekt æskileg!" Rikka starði framan í fröken Christiansen, og tók eftir því að ein tannfyllingin var dökkleit, og að varaliturinn var eins og þunnt strik á vörum hennar. Eitt andartak mundi hún eftir Liv, sem varð að sitja eftir í fyrra, hún mundi eftir hrollinum, sem hafði gripið hana, þegar Liv kom og settist hljóðlát á fremsta bekk, það var svo augljóst hve skömmustuleg hún var. Eftir andartak varð hún að snúa sér að bekkj- arsystrum sínum, kennslukonan hafði snúið sér að sessunaut hennar. — Kari Vang, villtu koma hingað? Kyrrðin að baki hennar krafist einhverra at- hafna. Hún lokaði varlega einkunnabókinni, sá um leið undirskrift föður síns, á litskrúðugri kápunni: Rikka Thorsen, 2. bekk, stóð þar með stórum stöfum innan í gulum ferhyrningi. Setj- um nú svo að það komi aldrei til með að standa 3. bekkur utan á þessari bók. Og hún, sem frekar öllum öðrum ætti að hafa góðar einkunnir, hún sem skuldaði foreldrum sinum allt, og svo átti hún að fara í 3. bekk, aðeins til reynslu. Hún andvarpaði, smeygði sér fram hjá Kari og gekk eftir mjóum ganginum milli borðanna, að sínum stól, aftast í stofunni. Horfðu þær á hana? Voru þær forvitnar? Hún starði niður á borðið sitt. Blekbletturinn, sem hún hafði nuggað út, var líkur hundi í bandi, og henni fannst hann sóðalegur. Hún reyndi að má hann út með þumalfingursnögl- inni og beygði höfuðið yfir borðið. Blekið fest- ist undir nöglinni og hún reyndi að ná því burt með lásnum á silfurarmbandinu, sem amma hafði gefið henni í jólagjöf. Henni varð hugsað til móður sinnar, sem eflaust var að sinna litla bróður, og föður sínum á skrifstofunni. Hvorugt þeirra vissi ennþá um smán hennar. Eftir tvo daga átti hún að fara til ömmu. Und- anfarin ár hafði hún þrábeðið um að fara til hennar, en nú mátti hún fara, og þá langaði hana ekkert til þess. Hún vissi að pabbi henn- ar og mamma yrðu þá ein með litla bróður, og hún var hrædd um að þau gleymdu henni á meðan hún væri í burtu. Hún heyrði dynk- inn, þegar Kari settist í sætið sitt og heyrði að kennslukonan kallaði Lenu Borg upp. — Hvað fékkstu? hvíslaði Kari. Skildi Kari ekki vita að hún var flutt upp í þriðja til reynslu? Nei, auðvitað ekki, fröken Christensen hafði ekki lesið það upphátt. Enn- þá vissi enginn neitt. Hún skotraði augunum til Kari. — Farið þið snemma á morgun? Hún reyndi að komast hjá því að svara. Kari kinnkaði kolli og tók um magann. — Eg er svo spennt að mig kittlar í magann. Við för- um með flugvél til Hamborgar, þar verður skipið hans pabba. Ferð þú til ömmu þinnar? — Ég veit það ekki ennþá, Rikka var svo utan við sig að hún togaði í armbandið þangað til það slitnaði. Hún greip í skelfingu fyrir munn- inn. Mamma hennar vissi ekki að hún var með armbandið í skólanum. Hún hafði sagt við hana að hún yrði að passa þetta armband vel, því að amma hennar hefði átt það frá því að hún var lítil. — Það vantar einn hlekkinn, sagði Kari, sem var að reyna að setja armbandið saman. — Hvað eruð þið að bauka, þarna fyrir aft- an? spurði kennslukonan, og sló í borðið með prikinu sínu. — Armbandið hennar Rikku slitnaði, og það vantar einn hlekk, sagði Kari. — Það var leiðinlegt, Rikka. Reyndu að finna hann, vina mín. Og svo syngjum við: Ut í sól- ina, einn, tveir, þrír..... Telpurnar sungu, og Rikka leitaði um allt á gólfinu, en án árangurs. Söngurinn hætti og kennslukonan sagði: — Nú óska ég ykkur öllum gleðilegs sumars, og vonast til að sjá þrjátiu sólbrún og hraust- leg andlit átjánda ágúst, hérna í skóiastofunni. Rikka reis ekki upp. Hún fann að það var klappað vingjarnlega á öxl hennar, og heyrði að Kari sagði: — Góða skemmtun í sumarfríinu. Ég verð að hlaupa, ég þarf að gera svo margt á leiðinni heim. Hver veit nema ég finni fallegan minjagrip handa þér, Rikka. Hún heyrði fótatakið í skólastofunni, heyrði meira að segja í háhæla skóm. Hún nuddaði augun með óhreinum höndunum, og leit upp. Hún varð undrandi, þegar hún sá að Lena beið eftir henni. — Fannstu hlekkinn? spurði Lena. — Nei, en hann er líka svo lítill, að það er varla von .... sagði Rikka, með skjálfandi rödd. — En hann var úr ekta silfri! — Skítt með það, svona lítill hlekkur getur ekki kostað nein ósköp. Við skulum koma við hjá gullsmiðnum. Hann er hérna við hornið, rétt hjá bílastæðinu. Ég get lánað þér fyrir honum. — Er það? Rödd Rikku varð ennþá aum- ari. Það var skrítið að hún þoldi ekki að neinn væri vingjarnlegur við hana, þegar henni leið illa á einhvern hátt. — En ef við hittumst ekki fyrr en eftir sumarfríið. — Það gerir ekkert til, þú getur alltaf borgað mér þessa aura. Lena stakk handavinnunni sinni niður í töskuna og tók upp sólgleraugu. — Það hlýtur að vera skemmtilegt að hafa alltaf nóga peninga, sagði Rikka og ræskti sig. Hún tróð handavinnunni sinni niður í sína tösku. Einkunnabókin blasti við, og hún flýtti sér að loka töskunni. Hún horfði með aðdáun á sól- gleraugun, sem Lena hélt á í hendinni, þau voru örugglega fimm sinnum dýrari en hennar eigin. Lena var ábyggilegasta ríkasta stelpan í bekkn- um, og einbirni í ofanálag. Það voru aðeins fáar útvaldar, sem höfðu komið heim til Lenu, og sagt frá fína einbýlishúsinu, sem var svo fullt af fallegum munum. — Komdu, við skulum flýta okkur, sagði Lena. Gullsmiðurinn átti hlekk, sem passaði. Hann kostaði fimmtíu aura. Þegar þær komu út á götuna, fór Rikka að skoða skrautgripina í glugganum. Hún kveið fyrir því að fara heim. Ekki vegna þess að hún ætti von á skömmum, en hún vissi að mamma hennar yrði svo leið, og færi örugglega að gæla við litla bróður, til að leyna því. — Hvert ert þú að fara? Ertu bara að fara heim? Lena sveiflaði töskunni sinni. — Mamma mín eru í konuboði, svo ef þú vilt geturðu kom- ið með mér heim. Þarna er vagninn. Komdu! Hvort hana langaði til að fara heim til Lenu? Samvizkan beit Rikku, en hún elti samt Lenu upp í vagninn. Mamma hennar bjóst heldur ekki við henni alveg strax, tímarnir voru svo óreglulegir í prófunum. Lena átti heima ! stóru, gulu einbýlishúsi. Þær fóru inn um bakdyrnar, og í bakgarðinum sá Rikka leikhús Lenu. Það var fallegt lítið hús, með blómum í gluggunum og í gegnum dyrn- ar sást í rósótt húsgögn. — Við skulum fyrst fara inn í eldhúsið og sjá hvað fröken Jörgensen hefur sett í kæliskápinn. Hvað vilt þú Rikka? Viltu kóka-kóla eða appel- sínusafa? Eldhúsið var geysistórt og bjart, og á miðju gólfi var stórt borð. Rikka þurkaði ósjálfrátt af fótunum, þótt það væri alveg þurrt fyrir utan. — Appelsínusafa, þakka þér fyrir. Máttu taka allt sem þú villt sjálf? Lena yppti aðeins öxlum. — En hvað hér er fínt! Rikka horfði í kringum sig í litlu stofunni hennar Lenu. Hún settist í hægindastólinn og prófaði svo sófann. — Og útvarp? Heyrist eitthvað í því? — Auðvitað. En villtu ekki heldur hlusta á plötur? — Hefur pabbi þinn smíðað húsið fyrir þig? — Pabbi? Lena fór að hlæja. — Pabbi getur ekki rekið nagla, án þess að meiða sig. Smið- urinn okkar smíðaði húsið, og húsgögnin voru keypt tilbúin. En ég er ekkert hrifin af þessu, ég hefi aldrei neina stelpu til að leika mér við. Þið búið allar inni í bænum. Eigum við að baka köku? — Hefurðu líka bakaraofn? — Já, en hann er ónýtur, við getum bakað í ofninum hennar fröken Jörgensen. — Hver er fröken Jörgensen- spurði Rikka, og henni meira en datt í hug að Lena kallaði móð- ur sína þessu nafni. — Það er stúlkan okkar. Hún heitir líka Anna, og er afskaplega góð við mig. Rikka var ákveðin ! njóta þessa alls, þótt henni væri hálf flökurt. Það var samvizkubit sem kvaldi hana, ekki eingöngu vegna ein- kunnabókarinnar, heldur líka vegna armbands- ins, og svo líka að hún hafði farið heim með Lenu, án þess að hafa leyfi til þess. Þær borðuðu kökuna, sem þær höfðu bakað. Hún var fallin, en bragðaðist Ijómandi vel. — Nú verð ég víst að fara að koma mér heim, hugsaði Rikka og leit á klukkuna, hún 12 VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.