Vikan


Vikan - 01.06.1967, Page 13

Vikan - 01.06.1967, Page 13
var orðin fjögur. Furðulegt hve tíminn hafði liðið fljótt. — Nú er mamma að koma, hrópaði Lena, og hljóp út í garðinn, og fleygði sér ( fangið á feitlaginni konu, sem var ( æpandi grænum kjól, með litað, rautt hór. — Hver segirðu að það sé? Rikka? Frú Borg leit inn um dyrnar. — En hvað það er gaman. Veit mamma hennar að hún er hér? Frú Borg fyllti eiginlega alveg út í litlu stof- una. — Velkomin, Rikka. Mamma þín veit von- andi hvar þú ert? — Nei-ei, það gerir hún ekki, en það gerir ekkert til. Það er allt svo fallegt hérna, sagði Rikka, og rétti frú Borg óhreina höndina. Pabbi Lenu kom l(ka. Stór, rjómalitur bíll rann inn í bílskúrinn, og út úr honum steig glæsileg- ur, en mjög sveittur maður. Hann rétti líka Rikku höndina, og spurði hvort dömurnar vildu ekki koma ( badmintonkeppni við sig. — O, hve ég hefði notið alls þessa, hugsaði Rikka, — ef ekki væri hugsunin um einkunna- bókin að eyðileggja allt fyrir mér, og ef mamma vissi hvar ég væri. — Hér kem ég með svaladrykk handa ykkur, sagði frú Borg. Hún kom með bakka, hlaðinn glösum með ísköldum óvaxtadrykkjum. — Villtu borða hjó okkur, Rikka? spurði hún. — Jó, sagði Rikka og var fljótmælt. — En þó verðurðu að hringja heim til þín. — Við ... síminn er bilaður hjó okkur, sagði Rikka og roðnaði, þegar móðir Lenu horfði rannsakandi ó hana. — En ég má það örugglega, ég hefi svo oft farið heim með einhverri stelpunni áður, sagði hún, og fékk velgju af því að skrökva svona. Þau voru ekki búin að borða fyrr en klukkan átta og þá sagði frú Borg. — Það er ekki vegna þess að mig langi til að reka þig, Rikka, en nú verðurðu að fara, það er orðið svo fram- orðið. Faðir Lenu bauðst til að aka henni heim, en hún afþakkaði það. — Þarna er þá vagninn, Lena fann að hann þrýsti krónupeningi ( lófa hennar .Svo tók Lena töskuna, svo það var ekkert um annað að gera, en að koma sér af stað. Þegar hliðið lokaðist að baki hennar, datt henni í hug aldingarður- inn ( Eden, og Adam og Eva. Hún var ekki s(ð- ur syndug en þau. Skyldi Lena nokkru sinni bjóða henni heim aftur? — Við hittumst þá eftir sumarfrtið, Rikka, og þá skulum við vera vinkonur. Gangi þér vel heiml Krónupeningurinn datt úr hendi hennar, og þegar hún beygði sig eftir honum, rann alt þetta hræðilega upp fyrir henni. Þorði hún að fara heim? Hún fór úr vagninum, þegar hann stanzaði í annað sinn. Þá fór hún eftir hliðar- götu, í öfuga átt við það sem vagninn fór. Task- an var þung, en höfuðið ennþá þyngra. En hún grét samt ekki, enda var hún alltaf að mæta Framhald á bls. 36. ÞAÐ BREYTTIST ALLT, ÞEGAR HÚN HEYRÐI ÞURlÐI FRÆNKU SEGJA: - ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA ÖÐRUVÍSI, ÞEGAR ÞÚ HEFUR GENGIÐ MEÐ HANN OG FÆTT HANN SJALF .... &,b> VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.