Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 14

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 14
Ég hafði lært bréfið utan aö, þegar Graves kom inn í eldhús- ið og Taggert og Miranda á eftir honum. Graves gekk snöggum, hröðum skrefum til mín og það var stálglampi í augum hans. — Ég benti á borðið: — Þetta var í póstkassanum ... — Miranda sagði mér það. — Ef til vill hefur það komið með bílnum, sem ég mætti fyrir fáeinum mínútum úti á þjóð- brautinni. Graves grúfði sig yfir bréfið og las það upphátt fyrir sjálfan sig. Taggert stóð við hliðina á Miröndu frammi við dyrnar, ó- viss um, hvort nærveru hans væri óskað, en alveg eins og heima hjá sér. Þótt að útliti til hefðu þau getað verið náin skyldmenni, var Miranda algjör andstaða að geðs- Iagi og framkomu. Undir augum hennar voru ljótir, bláir pokar. Varirnar herptust í þögn yfir hvítar, fallegar tennurnar. Hún hallaði sér upp að dyrakarmin- um, döpur á svip. Graves leit upp. — Einmitt það. Ég ætla að ná í fulltrúann. — Er hann hér núna? —¦ Já. í herbergi Sampsons, hjá peningunum og ég ætla að kalla á lögregluforingjann. — Er fingrafarasérfræðingur hjá þeim? — Ríkissaksóknarinn er betri. — Hringdu líka í hann. Þeir eru sennilega of klókir til að skilja eftir sig ný fingraför, en það gætu verið gömul. Það er erfitt að klippa út með vettlinga. — Rétt. Og hvað um bílinn, sem þú mættir? — Geymum það um sinn. Eg skal sjá um þánn enda. —• Ég býst við að þú vitir, hvað þú ert að gera? — Ég veit, hvað ég er að gera. Ég ætla ekki að láta slátra Sampson, ef ég kemst hjá því. — Það er nú það, sem ég hef áhyggjur af, sagði hann og brá sér svo snarlega út úr eldhúsinu, að Taggert varð að stökkva aft- ur á bak til að vera ekki fyrir. Ég leit á Miröndu. Hún virtist að niðurlotum komin. — Látið hana éta eitthvað, Taggert. — Ef ég get. Hann gekk þvert yf ir eldhúsið, að ísskápnum. Hún fylgdi hon- um með augunum. Snöggvast gramdist mér svo við hana, að það lá við, að ég hataði hana. Hún var eins og hundur, eins og tík á lóðaríi. — Ég get ómögulega borðað, sagði hún. — Heldurðu að hann sé lifandi? — Já, en ég hélt, að þér líkaði ekki meira en svo við hann. — Bréf ið gerir þetta svo raun- verulegt. Það var ekki raunveru- legt áður. — Það er allt of andskoti raun- verulegt. Svona nú, farðu, farðu og legðu þig. Hún reikaði út úr eldhúsinu. Lögregluí'ulllrúinn kom inn. Þetta var þrekinn maður, dökkur yfirlitum, á fertugsaldri, í brún- um fötum, sem £óru illa um axl- irnar, skáhallan undrunarsvip, • sem fór illa á andlitinu. Hægri hönd hans hvíldi á byssunni í mjaðmahulstrinu, eins og til að minna hann á valdið. Hann sagði með tilrauna valds- mannsbrag: — Hvað gengur hér á? — O, svosem ekkert. Mannrán og fjárkúgun. — Hvað er þetta? Hann teygði sig eftir bréfinu á borðinu. — Ég varð að grípa um úln- liðinn á honum til að koma í veg fyrir, að hann snerti það. Hann leit fýlulega á mig: — Hvað heldurðu eiginlega, að þú sért? — Ég heiti Lew Harper. Ró- legur, foringi. Hafið þér sönn- unargagnahirzlu? — Já, í bílpum. — Viljið þér ná í hana? Við verðum að koma þessu til fingra- farasérfræðings. Hann fór út og kom aftur með svartan málmkassa. Ég lét bréf- ið falla í hann og hann læsti honum. Það virtist færa honum, djúpa gleði. — Farið varlega með þétta, , sagði ég, þegar hann fór út úr herberginu með kassann undir handleggnum. — Sleppið því.. ekki úr höndum yðar. ''•;'•' j Taggert stóð við opinn ísskáp- inn með hálfétið kalkhúnslæri milli fingranna. — Hvað gerum . við næst? spurði hann milíi bita- — Þér verðið hér á höttunum.., Ef til vill sjáið þér einhvern æsing. Eruð þér með byssuna? — Svo sannarlega! Hann klappaði á jakkavasa sinn: — Hvernig haldið þér, að það hafi verið gert? Haldið þér að hann hafi verið gripinn, þegar hahn fór frá flugvellinum í Burbank? — Ég veit það ekki. Hvar er sími? — Það er sími frammi í búr- inu, það er hérna. Hann opnaði dyr við endann á eldhúsinu og lokaði þeim á eftir mér. Þetta var lítið herbergi með skápum á allar ,hliðar og litlum glugga yfir koparvaski, sírrii hangandi á veggnum við dyrnar. Ég bað um langlínusamband við Los Angeles. Peter Colton hafði sennilega lokið störfum í dag, en hann gæti hafa skilið eftir skilaboð. Skiptiborðið gaf mér samband við skrifstofu hans og Cdlton svaraði sjálfur. — Lew hér. Það er rán. Víð fengum lausnarfjárbréf fyrir nokkrum mínútum. Bréfið frá Sampson var nauðungarbréf til að gera allt sennilegra. Það er bezt að þú talir við héraðssak- sóknarann. Þetta hefur sennilega. gerzt á þínu svæði, þegar Samp- son yfirgaf Burbank flugvöll, ekki í gær, heldur daginn þar áður. — Af mannræningjum að vera fara þeir sér hægt. — Þeir hafa efni á því. Þetta er vel undirbúið. Náðirðu í eitt- ;hvað um svarta fólksbílinn? ¦—¦ Of mikið. Það voru tólf leigðir út þennan dag, en það virðist allt vera í lagi. Allir nema tvéir komu aftur á bílaleiguna sama daginn. Hinir tveir voru teknir :í viku og borgað fyrir- fram. /. —i 'Lýsingar? hér. 62 S 895. Það var Lincoln árgerð 1940. — Bílaleiga? — Deluxe í Pasadena. Ég fer þangað sjálfur. — Fáðu eins góða lýsingu, og þú getur og láttu það spyrjast. — Þá það! En af hverju ertu allt í einu svona ákafur, Lew? —• Ég sá mann á þjóðveginum hér, sem gæti átt við lýsingu þína. Hann mætti mér í löngum, svörtum fólksbíl, á nokkurn veg- inn sama tíma og lausnarfjár- bréfinu var skilað. Og þessi sami — Sá fyrri — frú Ruth Dick- son, ljóshærð frú um fertugt, bjó á Beverly Hills Hotel. Við svipuðumst eftir henni þar. Hún var á skránni, en ekki við. Núm- er tvö var náungi á leið til San Francisco. Hann hefur ekki skil- að bílnum þar. Það eru aðeins komnir tveir dagar og hann leigði hann í viku. Hann heitir Law- rence Becker, lítill, 'mjór náungi, fremur illa klæddur___ — Það gæti verið okkar mað- ur. Veiztu númerið? — Bíddu aðeins. Ég hef það náungi eða bróðir hans reyndi að keyra yfir mig á dökkbláum trukk á Pacific Palasades í morg- un. Hann er með leðurhúfu með skyggni. — Hversvegna reyndirðu ekki ekki að tefja fyrir honum? — Af sömu ástæðu og þú ger- ir það. ekki. Við vitum ekki, hvar Sampson er, og ef við lát- um of mikið á okkur bera, kom- umst við aldrei að því. Þú læt- ur það spyrjast, að það eigi að- eins að fylgjast með, ekki gera neitt. 14 VIKAN **¦tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.