Vikan


Vikan - 01.06.1967, Qupperneq 15

Vikan - 01.06.1967, Qupperneq 15
. mi«s- ISAGA / 11. HLUTI Ef Sampson borgar áttatíu prósent tekju- skatt, gæti hann fyrirhafnarlítiö unnið sér inn áttatíu þúsund dollara til að sviðsetja þetta. — Erlu að segja mér, hvað ég á að gera? — Það er svo að heyra. — Allt í lagi. Nokkrar frek- ari vísbendingar? — Hafðu mann í Villta Píanó- inu, þegar það opnar, bara til öryggis .... — Það hef ég þegar gert. Er þetta allt og sumt? - Láttu skrifstofu þína hafa samband við héraðssaksóknarann í Santa Teresa. Ég sendi lausnar- fjárbréfið þangað, í leit að fingra- förum. Góða nótt og þakka þér fyrir. — Uh-huh. Hann lagði á og langlínumið- stöðin rauf sambandið. Ég hélt tólinu kyrru við eyrað, hlustaði á dauða línuna. Meðan á sam- tali okkar stóð, hafði ég heyrt aukahljóð á línunni. Þaið gat verið vegna langlínunnar. Það gat líka verið, að tólið hafði ver- ið tekið af öðru tæki á sömu línu, innan þess húss, sem ég var nú staddur í. Full mínúta leið, áður en ég heyrði daufan málmkenndan skellinn, þegar tól var lagt á tæki, einhversstaðar inni í hús- inu. 18. Frú Kromberg var í eldhús- inu, ásamt kokkinum, hvíthærð kona með móðurlegar lendar. Þær kipptust báðar við, þegar ég opnaði búrdyrnar. —• Ég var í símanum, sagði ég. Frú Kromberg tókst að kreista fram bros. — Ég heyrði ekki til yðar þarna inni. — Hv margir símar eru í hús- inu. — Fjórir eða fimm. Fimm. Tveir uppi, þrír niðri. Ég hætti við þá hugmynd, að athuga nánar með símana. Of margt fólk hafði aðgang að þeim. — Hvar er fólkið? Herra Graves kallaði starfs- fólkið saman í framherberginu. Hann langaði til að vita hvort nokkur hefði séð bílinn, sem skildi orðsendinguna eftir. — Var það nokkur? Nei. Ég heyrði í bíl fyrir skömmu, en ég hugsaði ekkert um það. Það eru alltaf að koma hingað bílar og snúa við á af- leggjaranum. Þeir vita ekki, að vegurinn liggur ekki lengra. Hún kom nær mér og hvíslaði: — Hvað stóð í orðsendingunni, herra Harper. — Þeir vilja fá peninga, sagði ég um leið og ég var að fara út. Ég mætti þremur öðrum þjón- um á ganginum. Tveimur ungum Mexíkönum í moldugum verka- mannafötum, greinilega garð- yrkjumönnum, og Felix. Þeir gengu í beinni röð, Felix aftast- ur. Ég lyfti hendinni í kveðju- skyni, en hann lét sem hann sæi það ekki. Augu hans voru ógagn- sæ og það glitraði á þau eins og glóandi kolamola. ÍPw3'f.' ' »*• 'G.-ÍÍ2S;-.... .■ ATLT" Graves sat á hækjum sínum framan við eldinn í setustofunni og var að hagræða eldiviðnum. — Hvað er að þjónunum? spurði ég. Hann rumdi, um leið og hann stóð upp og leit til dyra — Það er eins og þá renni grun í að þeir séu tortryggðir. — Það þykir mér verra. — Ég sagði ekkert, sem gæti hafa komið því inn hjá þeim. Þeir gripu það bara í sig. Ég spurði einfaldlega hvort þeir hefðu séð bílinn. Það sem að sjálfsögðu vakti fyrir mér, var að sjá svipinn á þeim, þegar ég bæri fram spurninguna. — Heldurðu að einhver hérna innanhúss standi á bak við þetta, Bert? — Að einhverju leyti, já. Sá sem setti saman bréfið er hnút- unum of vel kunnugur. Hvernig vissi hann til dæmis, að pening- arnir yrðu til fyrir klukkan níu? Hann leit á úrið. — Það er eftir klukkutíma og tíu mínútur. — Tilviljun, kannske. -— Kannske. - - Sennilega hefurðu rétt fyr- ir þér í því, að þetta sé að nokkru leyti unnið hér innan húss. Sá nokkur bílinn? — Frú Kromberg heyrði til hans. Hinir lélu sem þeir væru heyrnarlausir eða eru það. Kom nokkur upp um sig? Nei, Mexíkanar og Filipsey- ingar hafa glöggt vald á svip- brigðum sínum. Hann var svo nærgælinn að bæta við: Ekki þar fyrir, að ég tortryggi svo sem garðyrkjumennina eða Felix. — Hvað um Sampson sjálfan? Hann leit kuldalega á mig. — Reyndu nú ekki að vera of snjall, Lew. Þú hefur aldrei haft veru- lega mikið innsæi. — Þetta var aðeins tilgáta. Ef Sampson borgar átlatíu prósent tekjuskatt, gæti hann fyrirhafn- arlítið unnið sér inn áttatíu þús- und dollara til að sviðsetja þetta. —r- Það væri raunar fram kvæmanlegt .... — Það hefur verið gert. — En þegar Sampson á í hlut, væri það fáránlegt. — Reyndu ekki að segja mér, að hann sé heiðarlegur. Hann tók skörunginn og rak hann í logandi kubb. Neistarnir flugu upp eins og vespuhópur. 1 — Ekki kannske á allra mæli- kvarða, en hann hefur ekki þess- konar heila, sem þarf til að koma þessu í kring. Það er of áhættu- samt. Þar að auki þarf hann ekki á peningunum að halda. Olíu- lindir hans eru virtar á fimm milljónir dollara, en tekjulega séð væru tuttugu og fimm mill- jónir nær lagi. Hundrað þúsund dollara er skiptimynt fyrir Sampson. Þetta mannrán er raunverulegt, Lew. Það verður ekki framhjá því horft. Framhald í næsta blaði. 'i. . - iA i .' i1 *-t' ••'wa.avaB 22. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.