Vikan


Vikan - 01.06.1967, Side 16

Vikan - 01.06.1967, Side 16
EFTIR eBlH Andrés Indriöasora VIB VIIJUM SPILA FVRIR SEM FLESTA SEGIR ÁSGEIR GUÐMUNDSSON ^sgeir Guðmundsson hefur verið hljómsveitar- arstjóri Dúmbó sextetts allt fró því hann byrj- aði að leika með hljómsveitinni — haustið 1963. Ásgeir er einn af þessum nóungum, sem manni finnst einhvern veginn sjólfkjörnir til að gegna slíkum embættum, ákveðinn og fyrirmannlegur — sannkallaður persónuleikabreiðmenni. Mér hafði lengi legið hugur á að hitta Ásgeir að máli, en það reyndist lengi vel ekki svo auð- velt, því að þeir félagarnir eru á sífelldum þeyt- ingi út og suður og hafa yfirleitt lítinn tfma aflögu. En svo einn fagran sunnudag nú fyrir skömmu, þegar við Ásgeir vorum sem oftar að krúnka saman í símanum um daginn og veginn, datt út úr honum, að hljómsveitin væri að leggja af stað í bæinn; ættu að spila í Glaumbæ um kvöldið. Við ákváðum að hittast klukkan átta um kvöldið — og klukkan átta var Ásgeir mættur. — £g hef klukkutíma, sagði hann. Strákarnir hleyptu mér út á leiðinni í bæinn. Hann lagði svellþykkan loðskinnsfrakkan til hliðar (slíkar flíkur eru mjög f tízku um þessar mundir. Sennilega áhrif frá kvikmyndinni Dr. Zivago), tók pakka af Viceroy úr vasanum og lagði á skrifborðið. Ég virti fyrir mér fatnaðinn: þröngar buxurnar með breiðri og fyrirferðarmikilli leðuról, rauð- leita skyrtu með löngum, lafandi flibba og grá- leitan jakka með sérkennilegu sniði. Sagði svo: — Það fer ekki á milli mála, að þú hefur komið við í Carnaby Street í Lundúnareisunni, Ásgeir. Hann brosti, dustaði ósýnilegt rykkorn af jakkaerminni og settist. — Jú, rétt er það. Við keyptum mikið af fatn- aði úti og heimsóttum auðvitað verzlanirnar í Carnaby Street. Annars má segja, að fatnaður- inn f Carnaby Street sé einkum fyrir yngstg 16 VTKAN 22-tbl- kynslóðina. Það er hægt að gera miklu hag- stæðari kaup í Oxford Street. Það er allt svo hræðilega dýrt í Carnaby. Hann rórillaði sér í stólnum og hélt áfram: — Ég ætla að vera f þessu í kvöld. Við ætlum að bregða út af venjunni og vera ekki allir eins klæddir. Þér að segja er einkennis- búningurinn okkar farinn að láta dálítið á sjá. y^uðvitað hafði ég ekki stefnt Ásgeiri til fundar við mig til þess að tala um fatnað. En satt bezt að segja gat ég ekki þagað, þegar ég sá Ásgeir, ráðsettan manninn, í táningaklæðum. Ég sá þó fljótt, að þetta var skelfing kjánalega hugsað hjá mér, því að auðvitað verða þeir, sem spila f hljómsveitum að vera með á nót- unum á ölum sviðum. Og dæmin sanna meira að segja, að sumir eru táningar langt upp f þrítugsaldur. Ég hef til dæmis oft verið að velta því fyrir mér, hvort honum Gunnari vini mínum í Hljómum sé ekki farið að leiðast að vera með loðhaus. En málið er ekki svona auðvelt, óekki. Mér er bara sem ég sæi framan f áhangendur Hlóma, ef þeir (Hljómar) létu klippa sig. En það er víst bezt að halda sér við efnið. Ég spyr Ásgeir um þróunarskeið tónlistarinnar á ferli hans með Dúmbó. Hann krækir sér í vindling úr pakkanum, sem liggur á borðinu milli okkar. Ég sé á honum, að hann er a ðbúa sig undir að halda langa ræðu. — það er óhætt að segja, að músíkin hafi þró- ast mjög til hins betri vegar á undanförn- um þremur að fjórum árum. Þegar Bftlarnir komu til sögunnar, urðu fyrst verulegar breyt- ingar. Þá kom hið svokallaða „Mersey beat". Síðan hefur tekið við sú stefna, sem nú er alls- ráðandi — „Tamla Motown", en það er mjög fastur rythmi, sem þar með er mjög gott að Framhald á bls. 28. Dúmbó extett og Steinl — hljúmsveitin var stofnuð Xyrir sex árum, og hefur æ siðan verið á uppleið. Traustl Finnsson. J6n Trausti Hervarösson Finnbogi Gunnlaugsson. Slgursteinn Hákonarson. Ragnar Sigurjónsson. Reynir Gunnarsson.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.