Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 17

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 17
Fiórt'án hafa leikifl meO Dúmbð-sextett Það voru fjórir nemendur í Gagnfræða- skóla Akraness, sem stofnuðu Dúmbó sextetinn um haustið 1961. Hljómsveitin var kvartett fyrstu tvö árin, en vorið 1963 eru gerðar róttækar breytingar, hljóm- sveitarmeðlimum var fjölgað og hljóm- sveitin tók á sig þá mynd, sem hún hefur í dag. Lengi vel var hrjómsveitin á hött- unum eftir söngvara, en sú leit var far- sællega til lykta leidd, þegar Sigursteinn Hákonarson var „uppgötvaður". Haustið 1963 kemur Ásgeir Guðmundsson til sög- unnar, og er hann kjörinn hljómsveitar- stjóri (með leynilegri atkvæðagreiðslu) á samri stundu. Ári síðar koma Ragnar Sigurjónsson (trymbill) og Reynir Gunn- arsson (saxófónleikari í hljómsveitina. Aðeins tveir af núverandi hljómsveitar- meðlimum hafa verið með frá upphafi, Jón Trausti Hervarðsson og Trausti Finns- son, en alls hafa fjórtán manns leikið með hljómsveitinni á æviferli hennar. ffff Allt andafl líf «« - segja Reynlr og Jón Tpausti Ekki alls fyrir löngu sögðum við frá því hér á síðunni, að saxófónar knúðir rafmagni væru farnir að ryðja sér til rúms úti í heimi. Við vissum ekki þá, að saxófónleikarar Dúmbó sextetts, Reynir og Jón Trausti, hafa í nokkra mánuði notað slíkan útbúnað. Hér er um að ræða tiltölulega nýja upp- finningu, sem vakið hefur mikla atygli hjá Wásur- um í danshljómsveitum. Það voru brezku verk- smiðjurnar „Arbiter Electronics", sem fundu þetta upp og nefna brezkir útbúnað þennan „The Bug". Nokkurs konar ,,pick-up" er komið fyrir undir munnstykki hljóðfærisins, og hljóðið síðan leitt í gegn um magnara, eins og um rafmagnsgítara væri að ræða. — í>etta er allt annað líf, sögðu þeir Reynir og Jón Trausti, þegar við inntum þá nánar eftir hinum nýja útbúnaði, — maður þarf ekki lengur að belgja sig allan út! Þessi útbúnaður, sem eflaust á eftir að ryðja sér til rúms hér eins og annars staðar, er ekki ýkja kostnaðarsamur, — kostar sem svarar 1200 íslenzk- um krónum. 3*i »'^'»-«ix-a #. u «"Tr*in^-iwsCTK'.v*Trwi jw«"i?nr«ípTir*fi' Bflur til Akraness Á nýppi hljómplötu Dúmbó " sextetts Það, sem öðru fremur gefur hinni nýju hljómplötu Dúmbó sextetts gildi, er að öll lögin (að einu undanskildu) eru ný — og þar á ofan öll eftir Akurnesinga. Meðal ann- ars er að finna lagið Angelía, sem raunar hefur fylgt hljómsveitinni lengst af í þau fjögur ár, sem hún hefur verið og heitir. Þelta fallega lag Theódórs Einarssonar á ef- lausl eftir að heyrast oft á næstunni, og þeir eru eflaust margir, sehn beðið hafa eftir, að það kæmi á plötu. Á plötunni leikur Ásgeir bæði á orgel og píanó, en að öðru leyti er í engu breytt frá fyrri útsetningu hljómsveitarinnar. Þá er að nefna lagið „Skammdegi" eftir Finnboga Gunnlaugsson. gítarleikara hljóm- sveitarinnar. Af þeim átta lögum, sem Dúmbó lék fyrir hljómplötuútgáfu, hefur Finnbogi samið fjögur. Hann hefur ekki fengizt mikið við tónsmíðar áður, en þessi frumraun hans lofar sannarlega góðu. Þess má geta til gam- ans, að Finnbogi er frændi Gunnars Þórðar- sonar, hins snjalla gítarleikara og lagasmiðs frá Keflavík, og ólusl þeir báið upp á Hólma- vík. Segja má, að ,,Skammdegi" sé óður Dúmbó til Akraness; í textanum segir m.a. „Akranesið er/í öllum skrúða hér ...." og ,,. . . yndislegt það er að eiga slíkan stað". Textan hefur samið Smári Hannesson, sem cr ungur Akurnesingur.. Finnbogi og Steini syngja hér saman. „Hringferðin" nefnist annað lag eftir Finn- boga við texta Smára Hannessonar. Þetla er gamankvæði, sungið af Steina og Finn- boga, fjörlegt og skemmtilegt. Þá er eitt lag ót-alið, en það heitir „Ég sendi henni blikk". Lagið er eftir Smára Hannes- son og Bjarna Þór, en textinn eftir Smára. Þetta er gamanvísa, og lýsir því, er ástin grípur unglingana. Steini og Finnbogi syngja enn sem fyrr. Þessi hljómplata er gefin út á vegum UF-hljómplötui'itgáfunnar. Hún var hljóðrituð í London i Maximum Sound Stu- dio. Nokkur dráttur hefur orðið á útkomu plötunnar, og virðist sem einhverjir byrj- unarörðugleikar hafa háð hinni nýstofnuðu hljómplöluútgáfu. Óskandi er, að Jón Lýðs- son dragi ekki saman seglin heldur haldi áfram á sömu braut — að gefa út hljóm- plötur við hæfi unga fólksins. Dúmbó sextett er hinn mesti sómi af þess- ari plötu. Við gefum henni okkar beztu með- mæli. 22. tbi. viKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.