Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 18

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 18
ÉG, JIM GARRISON, HEF RANNSAKAÐ KENNEDYMÁL- H> 1 ÞRJÚ ÁR SAMFLEYTT. ÉG HEF EKKI KOSTAÖ TIL ÞESS 911.000 DOLLURUM, EINS OG WARREN-NEFNDIN GERÐI, HELDUR AÐEINS 4000. EN ÉG. ER SANNFÆRÐUR UM AÐ ÉG MUNI GETA FÆRT Á ÞAÐ ÓHREKJANDI SANNANIR ÁÐ- UR EN RÉTTARHÖLD GEGN CLAY SHAW HEFJAST EFTIR SVO SEM 3--Í MÁNUÐI, AÐ KENNEDY FORSETI HAFI FALLH) FYRIR SAMSÆRIS- MÖNNUM ÚR HÓPI KYNVILL- INGA. ÉG MUN GETA SANN- AÐ, AÐ FLEIRI HAFI SKOTH) SKOTUNUM, SEM HÆFÐU FORSETANN, EN OSWALD EINN. SÁ SEM SÆRÐI FOR- SETANN TIL ÓLÍFIS HEITIR MANUEL GARCIA GONZALES. OG AÐALMAÐURINN 1 SAM- SÆRINU HEITIR CLAY SHAW. Hér era snnnnnaraiinn MnrOiO á Knnnndy fnrsnta var nvn- villinnasamssri Jim Garrison ber hér fram staðhæfingu sína um það, aS morðingjar Kennedys hafi verið siðspilltir hómósexúalististar Þessir samsærismenn áttu sér fyrirmynd í sögu bandarískra glæpamála; mál Leopolds og Lo- ebs í Chicago. Þetta er álit mitt. Máli mínu til sönnunnar, færi ég fram þessi atriði: Clay Shaw var í þingum við flugmann, sem hét David Ferrie. Ferrie kynntist Lee Oswald af tilviljun og varð hrifinn af hon- um. Þegar þetta gerðist, eða um vorið 1962, höfðu þeir Shaw og Ferrie þegar tekið ákvörðun um að myrða forsetann. Þeir höfðu þá taJið mann nokk- urn á að vinna verkið, hann hét Manuel Garcia Gonzales. Ferrie sagði Oswald frá ráðabrugginu 18 VIKAN 22' «• og gekk honum greiðlega að fá hann til að gerast þátttakandi. Hann átti að villa um fyrir lög- reglunni, beina athygli hennar í átt til sín, eftir að sjálfur morð- inginn, Gonzalea, hefði skotið þeim skotum, sem hæfa skyldu forsetann. Ég veit að mörgum mun finn- ast þetta ævintýri líkast. En ég þykist munu geta fært sönnur á þetta lið fyrir lið, enda er ég þess fullviss, að þetta „ævintýri" er sanhleikurinn í málinu. Fyrir þremur árum var mér falið það af FBI að yfirheyra Ferrie. Það hafði fallið á hann grunur. Og að yfirheyrslunni lok- LyMllinn aö glæpnum Fyrirmynd samsærismannanna: Barnamorð- ingjarnir í Chicago, Leopold og Loeb. Árið 1924 tóku tveir auðmannasynir, Richard Loeb og Nathan Leopold, saman ráð sín um að fremja „hinn fullkomna glæp", þ.e.a.s. glæp, sem ekki yrði með neinu móti afhjúpaður. Þeir myrtu barn, aðeins til þess að fá að vita, „hvernig morðingja er innanbrjósts." En þó að allt ætti að vera sem vandlegast undirbúið, varð þeim ein skyssa á, og hún dugði til þess að koma upp um þá, og voru þeir handteknir. Þetta varð að prófmáli í glæparannsóknum og dómum. Jim Garrison er þess fullviss, að Shaw, Ferrie, Oswald og Gonzales hafi framið árásina á Kennedy forseta af nákvæmlega sömu hvötum. Dr. Max Mikorey, sál- fræðingur og sálsýkisfræðingur, segir svo í álitsgerð sinni: „Ég álft að kynvillingum sé hægt um vik að stofna til, samsæris, einkum ef þeir Iáta hatur og öfund ráða gerðum sínum. Ekki sízt hatur og öfund til einhverrar „dýrlegrar hetju". Ef þessi tilgáta stæðist, mundi mega setja ýmislegt í samband við það sem gerzt hefur síðan viðvíkjandi morðinu á Kennedy; hræðslan við að upp komist verður þess valdandi, að talið er skylt að útrýma öllum sem hópurinn telur sér hættulega, og muni geta komið upp um athæfi þeirra." Samkomustaflir samsærismanna: Krár í hinum franska hluta New Orleans. Þarna komu kynvlllingar saman til að leita sér sambanda. í knæpunnj sem hér er á myndinni, Wanda's Bar, töluöu þeir Os- wald og Shaw sig saman um það hvert hlutverk Oswald skyldi hafa f áráslnni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.