Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 20

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 20
Spjallaö viO STEINDÓR HJÖRLEIFSSON deildarstjóra lista- og skemmtl- deildar sjónvarpsins Steindór Hjörleifsson er deildarstjóri Lista- og skemmtideildar sjónvarpsins. Sú deild sér um alla framhaldsþættina, innlenda skemmtiþætti, atlar kvikmyndirnar, barna- tímann og ótalmargt fleira. í deildinni vinna auk Steindórs, Tage Ammendrup og Andrés Indriðason. Vikan heimsótti Steindór fyrir skemmstu og spjallaði við hann eina morgunstund. Þegar okkur bar að garði hafði daginn áður farið fram upptaka á fyrsta islenzka leik- ritinu. Það var einþáttungurinn Jón gamli eftir Matthías Johannessen, sem sýndur var í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn vetur. — Þetta tókst ágætlega, sagði Steindór. Það má vera, að við höfum ekki gengið nógu langt í áttina að algerum sjónvarps- leik, en þá ber að hafa í huga, að leikritið kemur beint af sviði. Þó tókum við fáein atriði úti og skeyttum þeim inn í. Þarna voru prýðilegir leikarar, Valur Gíslason, Lárus Pálsson og Gísli Alfreðsson, og það var mjög gott að vinna með þeim. Við hefð- um reyndar þurft miklu lengri tíma til und- irbúnings, en hvort tveggja er, að við erum fáliðaðir og önnum kafnir og sjónvarpssal- urinn er upptekinn alla daga. Við höfðum fimm æfingar á leikritinu samtals, en sjálf upptakan var gerð á einum degi. Það er á margan hátt erfiðara að leika í sjónvarpi en á sviði. í leikhúsum er hægt að æfa atriði sem leikstjóri er óánægður með upp aftur og aftur, þangað til það er orðið gott. í sjónvarpinu er hins vegar hópur af tæknimönnum allt í kringum mann, og hver mínúta í sjónvarpssal er svo dýr, að ekki er hægt að endurataka eins oft og með þyrfti. Þetta gerir taugaspennuna enn meiri og kannski samvizkuna verri. Og þeg- ar sjónvarpsleikrit eru tekin upp, er ekki hægt að hafa hvíslara eins og í leikhúsunum. Leikarinn verður að gera svo vel og kunna sitt hlulverk reiprennandi og bjarga sér sjálf- ur ef eitlhvað ber út af. Erlendis eru að vísu til textaspjöld, og það allra nýjasta er tæki, sem sett er framan á myndatökuvélarnar, þar sem hægt er að lesa textann. En við höfum ekki enn fengið neitt af slíkum appa- rötum. Hvað gizkarðu á, að upptakan á Jóni gamla hafi kostað? — Ef tæknilega hliðin er talin með, býst ég við, að kostnaðurinn hafi farið hátt upp í 100 þúsund krónur. Og það er það ódýrasta sem hægt er að hugsa sér. í leikritinu koma aðeins þrír leikendur fram, og ekki þurfti að hafa nema fimm æfingar, þar sem búið var að leika það oft á sviði. Ef við hefðum þurft að æfa það frá grunni, hefðu æfing- arnar orðið minnst tuttugu. Okkur er ljóst, að leikrit verða alltaf dýrt sjónvarpsefni, en ef vel tekst eru þau vinsælli en nokkurt ann- að efni. — Hafið þið fleiri íslenzk leikrit í undir- búningi? — Það hefur ekkert verið endanlega á- kveðið í þeim efnum enn þá. Þetta verður allt saman að þróast hægt og rólega. Eins Steindór Hjörlifsson sá um Áramótaskaup sjón- varpsins, sem var klukkutíma skemmtiþáttur flutt- ur á gamlárskvöld. Á myndinni afhendir hann Óm- ari Ragnarssyni og frú blómvönd, en þau áttu fimm ára hjúskaparafmæli einmitt þennan dag. Atriði úr Jóni gamla tekið upp í sjónvarpssal. Jón gamli (Valur Gíslason) ræðir við bítilinn (Gísla Alfreðsson). 20 VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.