Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 21

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 21
Upptaka á fyrsta íslenzka sjónvarpsleikritlnu, ein- þáttungnum Jón gamli eftir Matthías Johannessen. Talið frá vinstri: Gísli Alfreðsson, Bcnedikt Árna- son, leikstjóri, Lárus Pálsson, Matthías Johannessen, Valur Gíslason og Sigurliði Guðmundsson, mynda- tökumaður. Starfsmenn Lista- og skcmmtideildar sjónvarpsins bera saman bækur sínar. Frá vinstri: Stelndór Hjörleifsson, Andrés Indriðason og Tage Anrmen- drup. og nú er ástatt takmarkast taka sjónvarps- leikrita ekki aðeins af fjárhagsástæðum, heldur aðallega sjónvarpssalnum. Til þess að taka leikrit þarf að hafa salinn í marga daga í röð, en hann er nær alltaf upptekinn, eins og ég sagði áðan. Ef við lítum á stundatöflu yfir upptökur eina viku, þá sést vel hversu erfitt er að ráðast í stór verkefni eins og leikrit. Á mánudögum er engin upptaka. Sá dagur fer í viðgerð og viðhald á vélum. Á þriðjudögum er barnatíminn tekinn upp. Á miðvikudögum hefur fréttadeildin tíma til að taka viðtöl og annað, og síðan er hægt að taka eitthvað stutt þann dag til klukkan hálf sex. Alla útsendingardagana er ekki hægt að vera við upptökur nema fram að þeim tíma. Fimmtudagurinn er okkar dagur, og það er eini dagurinn sem við getum verið fram á kvöld ef þörf er á. Á föstudögum er aftur tími fréttadeildar, og laugardagurinn fer að mestu undir messurnar. Þegar nýju tækin koma, bætist mánudagurinn við, því að þá fer minni tími í viðhald. Einnig bætist öll aðstaða hjá okkur með komu þeirra. Þá getum við tekið upp efni í bútum og skeytt því saman, og það verður mikill munur. Það tekur á taugarnar, ef upptaka á einhverjum þætti er langt komin og hefur gengið vel, þegar eitthvað óhapp kemur skyndilega fyrir og byrja verður á byrjuninni aftur. Það sem okkur vantar tilfinnanlegast nú er lítill upptökusalur fyrir fréttir og viðtöl, Framhald á bls. 34. Þessi mynd er dæmigerð fyrir upptöku í sjónvarps- sal. Allt á fleygifcrð. Ekki færri en fimmtán tækni- menn koma við sögu hverrar upptöku. dagur fer í viðgerð og viðhald á vélum. Á 22. tw. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.