Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 22

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 22
Hún hafði tekið sín fyrstu skref óstudd i Parthenay, dag nokkurn þegar bjöllurnar gullu yfir umkringdri borg. Tekizt hafði að hrinda ofsækjendunum frá, en litla borgin var orðin svo aðþrengd, að hún varð áfram sem lifvana. Angelique hafði ekki getað fundið Honorine í herberginu, þar sem hún hafði skilið hana eftir, ■ sú litla var komin í burtu. Þannig komst móðir hennar að því, að hún var farin að ganga, og hafði meira að segja einhvernveginn komizt ofan stigann. Fyrsta orðið hafði hún látið út úr sér, daginn sem Lancelot de La Moriniére var drepinn í ofsafenginni orrustu á heiðinni, nálægt Mar- checoul. Og fyrsta orð Honorine hafði snert Angelique i hjartastað, svip- að og byssukúla. Sú litla hafði fundið valmúa og sagði: — Blóð. Svo fitjaði hún upp á litla nefið sitt, eins og maður sem finnur til; þannig hafði hún séð hærðu mennina gera. Hún endurtók roggin: — Blóð, blóð ....... Þetta hafði gerzt hvað eftir annað um kvöldið, og Angelique hélt að hún myndi verða vitstola. Hún var orðin þreytt af ákafri sumarorrustunni. Óttinn tók að læsa 22 VIKAN 22- tbl- krumlum sínum um hana. Konungurinn lét ótrauður heri sina halda áfram, en liðsstyrkurinn i Poitou var tekinn að þynnast. Hugh de La Moriniére var eins og likami án höfuðs, án bræðra sinna tveggja. Hann hafði aldrei getað hugsað sjálfstætt. Það hafði verið Lancelot, sem þröngvaði honum til að treysta Angelique, svo nú, þegar hann var horfinn, tók púrítankst vantraust Hughs yfirhöndina. Og Saumuel var ekki lengur á lífi til að stappa í hann stálinu, hvetja hann til að vera stoltur yfir að standa upp í hárinu á kónginum. Aðeins haustið og yfirvofandi vetur bægði yfirvofandi ósigri frá. Herstjórinn, lét þrótt- mikla mótstöðu blása ryki í augu sín, án þess að gera sér grein fyrir hve lítill liðsstyrkur var raunverulega eftir, vissi ekki hvað var til bragðs að taka. Stefna konungsins var sú, að láta uppreisnarmennina ganga sér til húðar og gefast upp undir þrýstingi hallæris, skorts og skot- færaleysis. Ráðherrarnir vildu knýja þá til uppgjafar með ofurefli, vildu að konungurinn sjálfur leiddi fram menn sína i árás, svo blóðugri að hægt væri að benda á hana sem víti til varnaðar öllum öðrum hér- uðum. Það fór ekki framhjá neinum, að Aquitaine, Provence og Britt-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.