Vikan


Vikan - 01.06.1967, Page 23

Vikan - 01.06.1967, Page 23
any voru svæði mikillar ólgu og aldrei var hægt að vera viss um, hvað var á seyði i nýunnum héruðum, Picardy, Roussillon og svo framvegis. Angelique hafði enga vitneskju um þetta hik og óvissu. Hún gat get- ið sér til, hvað var á seyði, en án sönnunargagna var erfitt að sann- færa örmagna liðið. Hún var ein um að minna fólkið á, að það varð að velja á milli þess að berjast eða verða hneppt í þrælsfjötra. Svo hún leitaði skjóls i Mervent gljúfrunum eftir erfiða daga um haustið, ásamt de la Grange og mönnum hans. Þau tóku sér bólfestu í miðjum, aldagömlum skóginum, norður af skógum Nieul. Þar söfnuðu þau kröftum og sleiktu sárin. Faðir de Lesdiguére var önnum kafinn að kveikja í lurkum, sem hann hafði safnað saman, svo hann gæti eldað sveppina, sem hann hafði týnt handa Honorine. Hann lét byssuna, sem hann varla setti nokk- urntíman frá sér núorðið, í grasið og varaði barnið við að snerta hana. Hún leit á byssuna með svip, sem sannaði, að hún hafði lært að bera virðingu fyrir þessum hlutum, sem hleyptu úr sér reyk og sögðu bang. Angelique sat og horfði á þau á mosavöxnum steini skammt frá. Presturinn var I grófum gæruskinnsjakka. I staðinn fyrir sivala hattinn með silfursylgjunum, hafði hann sett upp höfuðfat af þeirri gerðinn, sem bændur héraðsins notuðu. Hann var ekkl lengur klædd- ur í prestsbúning og rifin skyrtan var opin í hálsinn, svo skein á unga, sólbrúna bringu hans. Gullkross hékk um hálsinn á honum. Hún hafði breytt þessum vel uppalda unga presti og kennara i skógarmann. Það var engin leið að bera hann saman við þann ungling, sem hafði verið í Versölum eða Saint Cloud, sem hafði brosað með djúpu um- burðarlyndi yfir daðri hinna fögru hirðkvenna og hneigt sig svo fag- urlega fyrir valdamiklum, spilltum aðalsmönnum. Axlir hans voru orðnar breiðar og vöxturinn spengilegri og fimlegri. Hann var ekki lengur eins og viðkvæm spíra. Það eina, sem minnti á hinn fyrri de Lesdiguére, var dúfusvipur augnanna í veðurbitnu andlitinu. Hve gam- alla skyldi hann vera? Tvitugur? Tuttugu og tveggja? Hún kallaði á hann og hann kom til hennar með sinni venjulegu virð- ingu og ósk um að gera henni til geðs, sem minnti hana ofurlítið á lúxuslif liðinna daga, þegar hún var heima umkringd fjölmennu þjóna- liði. i 1 I — Madame? ___ Faðir, ég hef beðið yður margsinnis að fara og skilja okkur eft- ir. Nú verðið þér að gera það. Við erum ofsött. Ég veit lítið um hverj- ar hörmungar bíða okkar. Farið aftur þangað sem þér eigið heima. Ég bið yður, gerið það fyrir mig. Ég myndi ekki afbera að vera ábyrg fyrir niðurlagi yðar. Eins og ævinlega, þegar hún hafði viðrað þetta efni, fölnaði hann og tók um hjartastað. — Það er ógerlegt, Madame. Ég gæti ekki lifað fjarri yður? — Hversvegna ekki? Hann leit á hana með ástríðu i augunum. Svipur hans sagði henni meira en nokkur orð. Hennar einustu viðbrögð voru þau, að tárin komu fram í augu hennar. — Nei, barnið mitt, sagði hún ofurlágt. — Þér megið ekki ........ Ég er ...... Hann greip fram i fyrir henni. — Ég veit hver þér eruð. Konan, sem ég dái. Konan sem ég elska af slikum ofsa, að nú skil ég hvernig maður getur týnt lífi fyrir konu- varir. — Þér megið ekki segja þetta! Hún réttin hendurnar í bæn í áttina til hans og hann greip um þær með báðum sínum. Hún þorði ekki að draga til sín hendurnar aftur, því hún undraðist hversu karlmannlegt handtak hans var. —- Leyfið mér ....... aðeins einu sinni ....... að játa fyrir yður, sagði hann með erfiðismunum. — Þér hafið fyllt líf mitt veraldlegum, lifandi nautnum, sem ég get ekki iðrazt. Það eitt að sjá yður, hefur fyllt mig gleði, og hvert orð, sem út kemur af yðar vörum ...... — En þér vitið um alla mína galla..... — Þeir hafa aðeins gert yður mér kærari, vegna þess að þeir gerðu yður veikari og mannlegri. Ó, mig hefur langað til að taka yður í arma mína og bjarga yður frá óvinum yðar og frá sjálfri yður; að vernda yður af öllu mínu afli .... Aflið, sem hann talaði um streymdi, af honum með öllum ofsa æsku hans, þar sem hann stóð og þráði hana í kvöldskugganum. Og í fyrsta skipti í pnarga, langa mánuði, skynjaði hún straum lífsins með öllum sínum þrýstingi, sem leitaðist við að draga hana til sín og hrifa hana upp úr því örvæntingardjúpi, sem hún var ofan I. Hún vissi, að hann var vanur að fara á kvöldin inn í skóginn, falla á hnén og biðja. Hve lengi gat ást hans á konu, sem var útskúfaður útlagi, togazf á um hjarta hans? Angelique fann ekkert til að segja. Hún dró til sín hendurnar og vafði skikkjunni fastar um sig. Hún skalf. — Þér þurfið ekki að óttast mig, sagði hann lágt. — Ég hefði dáð yður og tignað, hefðuð þér látið svo lítið að líta í áttina til mín. Hefðuð þér aðeins gefið mér merki, hefði ég gleymt mér að fullu og öllu — gleymt mér í sælu: en leggið mér það ekki á verri veg, ég er yðar auðmjúki þjónn. Ég veit, að múrinn, sem liggur milli okkar er óyfirstíganlegur. — Prestseiður yðar? — Nei ..... þér sjálf. Ég á við þá andstyggð, sem þér hafið á karlmönnum og framferði þeirra, síðan ......... Það er ekki í mínu valdi, fávis og reynzlulaus sem ég er, að hjálpa yður að komast yfir það. — Hættið ..... Þér vitið ekki hvað þér eruð að segja. — Ójú. Raunai'. Sorgin varpaði hörðum blæ á andlit hans. — Ég veit. Þeir hafa eyðilagt yður með grimmd sinni, og sjúkleiki hugar yðar hefur sýkt líkamann. Ef það væri ekki svo, hefði ég fall- ið á kné frammi fyrir yður og beðið yður að elska mig. Ég hefði grát- bænt yður. Ég hef fylgt yður of lengi um vegi og vegleysur, til að komast af án nærveru yðar. Ég gæti fremur verið án loftsins sem ég anda ...... Ef þér væruð orðin svona ........ hörnuð ...... gæti allt verið öðruvísi. Hann þagnaði. — En nú er ékkert öðruvísi, hélt hann áfram í lágum hljóðum, skömmu síðar. — Það er betra svona. Vegna þessa múrs milli okkar, verð ég að standa guðsmegin. Ég verð aldrei elskhugi yðar. Það er tómur draumur. Það var eins og hann neytti ofurmannlegra átaka. — Að minnsta kosti skal ég bjarga yður. Augu hans ljómuðu á ný af sínum vanalega hugsanaeldi. — Ég skal bjarga yður. Ég skal gera meira fyrir yður en allir þeir menn, sem hafa haldið yður í örmum sínum. Ég skal gefa yður allt það, sem þér hafið tapað; sál yðar, hjarta yðar, kvenleik yðar. Allt það, sem þeir hafa svipt yður. Sem stendur er þetta ekki í mínu valdi, en ég skal deyja yfir yður, oð aðeins þá, daginn sem ég sé ljós guðs, fæ ég styrk til að bjarga yður. Daginn, sem ég dey ...... Ó, dauði, komdu, komdu fljótt! Hann kreppti hnefana á hjartastað. — Ó, dauði! Komdu fljótt! Þá get ég frelsað hana! Þau höfðu ekki heyrt ugluvælið. Allt í einu kom riddari með fyrir- ferðarmikinn knipplingakraga inn í gljúfrið og fjaðrirnar i hattinum hans blöktu fyrir blænum. Á eftir komu menn í rauðum skikkjum með lensur. Angelique hljóp til Honorine. Presturinn þreif múskettuna sína og varði flótta hennar, þegar hún hvarf í áttina til trjánna og klöngraðist upp klettavegginn með Honorine sem ríghélt sér um háls- inn á henni. Steinar hrundu og komu upp um flótta uppreisnarmann- anna. Liðsforinginn varð fyrstur til að skilja, hvað var á seyði. — Hér eru þeir, hrópaði hann. — Við höfum rekizt á greni stiga- mannanna. — Hæ! Menn, veitið þeim eftirför. Hermennirnir flýttu sér af baki og hlupu í áttina að klettunum. Angelique og félagar hennar sáu, að Þeir nálguðust. — X>eir eru að leggja af stað upp .... Andartak! Reynum að koma okkur hærra! Þegar hermennirnir voru komnir þangað, sem kletturinn var bratt- astur, nærri þverhnýptur, hrópaði hún: Æðisgenginn gauragangur dunaði enda á milli í gljúfrinu. Stór björg, heilir hlutar af klettum, hrundu niður yfir hermennina. Þeir misstu tökin og féllu með björgunum. Bændur-nir höfðu neytt sameinaðra krafta sinna til að velta björgunum, sem stóðu fremst á klettabrún- inni, og höfðu gnæft þar um aldir, en nú voru aðeins leirug sætin eftir. Björgin brutu trén fyrir neðan eins og kvisti, juku hraðann og hentust ofan í gljúfurbotninn, möluðu hermennina eins og flugur á leiðinni. Liðsforinginn kallaði til sín þá, sem eftir lifðu, og hermennirnir hörfuðu, báru með sér hina dauðu, en skildu lík hinna eftir. Sólin varpaði geislum sínum á rauð einkennisklæði mannanna. Angeli- que stóð og horfði á þá niður á milli trjánna. Hún þekkti liðsforingj- ann. Það var Monsieur de Brienne, einn þeirra manna, sem fyrir svo löngu í Versölum höfðu gert hosur sínar grænar fyrir henni. Þegar hún sá hann, gerði hún sér ijóst, hve langt hún hafði farið síðan á dög- urn hinnar skammvinnu dýrðar í Versölum, og hvilíkt djúp, jafnvel dýpra en þessi dalur, sem l)au stóðu yfix', skildi hana ixú að eilífu frá þeim heimi. Hún bar hendi að munninum og kallaði með stríðnislegri rödd, sem bergmálaði milli gljúfui’barmanna: — Sælir, Monsieur de Brienne. Farið til hans hágöfgi og segið hon- um, að „ógleymanlega barnið hans“ biðji að heilsa honum. Þegar konugurinn frétti, hvað hún hafði sagt, fölnaði hann. Hann lokaði sig einn inni í vinnustofu sinni og var þar í nokkrar klukku- stundir með andlitið í höndum sér. Svo sendi hann eftir hermálaráðherranum og sagði honum að gera allt, sem i mannlegu valdi stæði, til að ráða niðurlögum uppreisnarinn- ar í Poitou, fyrir næsta vor. 25. KAFLX. Meðal hei'deildanna, sem konungurinn sendi til Poitou 1673, var fyrsta herdeildin í Auvergne. undir stjórn Monsieur de Riom, og fimm fræg- ustu herfylkin frá Ardennes. Konungurinn hafði fengið nóg af fréttum um hinn hjátrúarfulla ótta hernxannanna við að í’áðast til atlögu í skóg- urn Poitou. Mennirnir, sem hann sendi nú, voru synir Auvergne og Ardennes, herdeildir, sem saman stóðu af skógarbúum. Þeir höfðu allii frá blautu barnsbe'ini vanizt myrkri skógarins, villisvínum, úlfum og klettum, voru vanir að ryðja sér braut, þar sem engin leið var sjá- anleg. Allir voru þeir synir skógarhöggsmanna og kolagerðarmanna. Þeir komu, og þá voru herdeildir konungsins í Poitou ekki lengur rauð- klæddar eins og drekarnir, heldur svartar frá hvirfli til ilja með glampandi stálhjálma og leðurtígvél, sem náðu upp á læri. Með sér höfðu þeir hunda, sterka, grimma veiðihunda. Trumbuslög þeirra glumdu hátt yfir fámennt, skelfingu lostið hér- aðið. Þrjú þúsund fótgönguliðar, fimmtán hundruð riddaraliðar, tvö þúsund aðstoðarmenn. Með sér höfðu Þeir kanónur til að yfirvinna borgirnar. Konungurinn hafði sagt: Fyrir vorið. Það myndi ekki verða vopnahlé í vetur. Þegar voraði, var aðeins ofurlítill hluti héraðsins eftir í höndum uppreisnarmanna. Menn konungsins höfðu náð afganginum á sitt vald. Það var svæðið milli fenjanna og La Chataigneraie, Þar sem byltingin hafði fyrst brotizt út, en þar höfðu síðustu mótmælendurnir hnappazt saman. i Þetta var hart vor. Það gekk á nxeð eilífum kuldum og jafnvel I lok marz voru engin merki um hlýindi í nánd. Angelique horfði út um gluggaboruna á bóndabýlinu, þar senx hún dvaldi, og ixorfði á Flipot koma aftur. Hann kom inn, horaður og strengdur eins og úifur í ætisleit. Hvorki hungur, kuldi né ævikjörin sem hundelt dýr, höfðu samt unnið bug á góða skapinu hans. — Ég náði sanxbandi við mannskapinn, sagði hann. — Þeir héldu, að þér væruð annaðhvort dauð eða hefðuð værið tekin höndum. Ég sagði þeim hvernig yður hefði heppnazt að flýja um miðja nótt frá Chateau de Foui'geroux. Hugsið yður bara! Þeim hefur hugsazt að leita yðar þar, jafnvel þar! Það er enginn vafi á þvi, að við höfum verið svikin og nú eru svikarar á hverju strái. Framhald á bls. 43. 22. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.