Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 25

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 25
Rætt við Oskar Gislason um kvikmyndagerð Ljósmyndir: Öskar Gíslason UNDIR TORF TEXTI: GYLFI GRÖNDAL Oskar Gíslason framkallar Rcykjavík vorra daga á vinmistofu sinni. O -O Oskar cr nú faslur starfsmaður ís- lcnzka sjónvarpsins og vinnur þar við framköllun kvikmynda. Sjónvarpið fékk £ desembcrmánuði nýja og fullkomna framköllunarvél, svo að nú er hægt að framkalla frcttamyndir á rúmum hálf- tíma. Kvikmyndagerð er sú listgrein, sem hefur átt erfið- ast uppdráttar hér ó landi. Orsakir þess eru margar: Það kostar ærið fé að taka eina kvik- mynd, og sakir fámennis okkar er ekki unnt aS sýna hana nógu oft til þess að standa straum af kostn- aðinum. Saga kvikmyndagerðar hér á landi er ekki löng. Fyrsta leikna kvikmyndin, sem að öllu leyti var gerð af íslenzkum aðilum, kom fram 1949. Það var kvikmyndin Milli fjalls og fjöru, eftir Loft Guðmunds- son, l|ósmyndara. Síðar gerði Loftur aðra kvikmynd, Niðursetninginn. Asgeir Long ( Hafnarfirði hefur gert eina leikna kvikmynd, Gilitrutt. En sá maður, sem mest hefur komið við sögu í þessum efnum, er Óskar Gíslason, liósmyndari. Hann hefur gert fimm leiknar kvikmyndir, þrjár langar og tvær stuttar, sem sýndar voru saman-. Síðasti bærinn í dalnum, Reykjavíkur- ævintýri Bakkabræðra, Nýtt hlutverk og smámyndirnar Ágirnd og Alheims-lslandsmeistarinn. Asamt Lofti er hann því brautryðjandi kvikmyndagerðar hér á landi og nafn hans hlýtur að verða skráð efst á blaði, þeg- ar fram líða stundir og saga (slenzkra kvikmynda verður rakin. Auk hinna leiknu kvikmynda hefur Óskar tekið fjöldann allan af öðrum kvikmyndum af merkum atburðum hérlendis. Má þar til dæmis nefna kvikmynd af lýðveldishátíðinni 1944, Reykjavík vorra daga og síðast en ekki sízt BjörgunarafrekiS við Látrabjarg, sem hlotið hefur mesta frægð af öllum kvikmyndum Óskars og verið sýnd mjög víða erlendis. Óskar Gíslason tók fyrstu Ijósmyndina sína tíu ára gamall á litla 1<assavél. Hann fékk þá þegar brenn- andi áhuga á liósmyndum, og sá áhugi fór vaxandi með hveriu ári. Hann lærði Ijósmyndun fyrst hjó Magnúsi Ólafssyni og síðan Ólafi Magnússyni. í þá tíð þótti tilheyra, að menn sigldu til Kaupmannahafn- ar til fagnóms og Óskar gerði það. Þegar heim kom setti hann upp Ijósmyndastofu ásamt öðrum manni og síðan einn. I fimmtán ár rak hann eigin liósmynda- stofu hér í bæ. Eftir það vann hann h|á Ólafi Magnús- syni og Týli. Þar vaknaði áhugi hans á kvikmyndun og síðar sneri hann sér alveg að henni. Fyrstu kvik- myndina sína tók Óskar 1925 og framkallaði hana sjálfur. Hann smíðaði meira að segja öll tækin, sem hann notaði við framköllunina. Hann tók hana ó litla, handsnúna Pathex-vél. — Ég ó þessa vél enn þá í fórum mínum, sagði Óskar, þegar Vikan heimsótti hann fyrir nokkru. — Það þætti ekki burðugt nú á dögum að þurfa að snúa kvikmyndavélum með höndunum. En maður komst furðu f]ótt upp á lag með þetta og fékk á tilfinning- una hversu hratt maður átti að snúa. — Voru ekki fóar kvikmyndatökuvélar til hér á þessum tíma? — Það voru einstaka menn með þetta. Filmurnar voru sendar út til framköllunar og það leið upp undir mánuður, þar til þær komu aftur. Mér leiddist svo löng bið og fór þess vegna aS reyna að framkalla sjólfur. Fyrsta eiginlega kvikmyndin, sem var fram- kölluð hér heima var Lýðveldishótíðarmyndin 1944. Ég fór alltaf heim á kvöldin og framkallaði um nótt- ina, það sem ég hafði tekið um daginn. Ég svaf ekkert í þrjá sólarhringa. Og ó þriðja degi frá því að hátíðinni lauk var myndin frumsýnd í Gamla bíói. Þetta var klukkutíma mynd og í fyrsta sinn sem svo löng innlend mynd var sýnd hér þá. Síðan hef ég gert margar myndir af þessu tagi. Sú lengsta var Reykiavík vorra daga, sem var tekin í tilefni af 160 óra afmæli Reykjavíkurborgar 1946. Hún var í tveimur hlutum og sýningartími alls tæpar fjórar stundir. Ég reyndi eftir mætti aS lýsa sem bezt lífinu í Reykjavík, eins og það var þá, og myndin er því samansett úr geysimörgum smáum atriSum. ÞaS var óskapleg vinna aS taka þetta. En nú eru liSin tuttugu ár síSan ég tók þessa mynd, og þegar er margt'af því sem þar er sýnt orSið sögulegt og verð- ur væntanlega enn þá verSmætara síðar. Eg heimsótti til dæmis Ásgrím Jónsson, Kjarval og Ríkharð Jónsson. Og einn kaflinn er af Einari Jónssyni, mynd- höggvara, á vinnustofu sinni. Einar var maður hlé- drægur úr hófi fram og margir kvikmyndatökumenn bæði innlendir og erlendir höfðu reynt að fó að taka myndir af honum. En hann færSist alltaf undan því. Hvernig sem ó því stóS leyfSi hann mér að taka af sér eina kvikmynd og tókst hún að mínum dómi mjög vel. Þetta er eina kvikmyndin af Einari sem til er og verður því verðmæt með tímanum. Það mætti segia mér, að margt fleira í Reykjavík vorra daga þyki skemmtileg heimild um lifið í Reykjavík fyrir tuttugu árum. Einn kaflinn er til dæmis um eignakönn- unina og tekinn í bönkunum meðan ó henni stóð. Og margt fleira mætti nefna. Tíminn líður svo ótrú- lega fIjótt, og bærinn okkar breytist meir en við gerum okkur grein fyrir. Eg hafði mikinn óhuga á að taka kvikmyndir af atburðum líðandi stundar. Ég á fró þessum tíma, frá 1945—50, fréttamyndir af öllum helztu atburðum í Reykjavík, og ég vona að þær komi að einhverju gagni, þegar farið verður aS rifja upp löngu liSna tíð, t.d. í sjónvarpinu. Sýning á þessum myndum tekur um 8—10 klukkutíma, svo að það er úr miklu að moða. Þarna koma við sögu fjölmargir merkir Reyk- víkingar, sem nú eru komnir undir græna torfu. Sjón- varpið hefur falazt eftir þessum myndum og ég býst við að láta það hafa þær. Við eigum áreiðanlega eftir að iðrast þess, að hafa ekki gert meira af því aS festa á filmu atburði líðandi stundar. Skilningur manna á nauðsyn þess var ekki mikiil í þó daga. Einu sinni samdi ég við eitt kvik- myndahúsið hér í bænum og lofaði aS útvega því vikulega innlendar fréttamyndir. Ég tók myndir af öllum helztu atburðunum, sem gerðust í hverri viku, framkallaði þær strax og síSan voru þær sýndar um hverja helgi. Fólk hafSi gaman af þessu, en 22. tw. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.