Vikan


Vikan - 01.06.1967, Side 26

Vikan - 01.06.1967, Side 26
■ ■ I ■ Þcnar biðrgunrMii viO Látrabiarg var þetta var geysimikil vinna fyrir mig. Og þegar ég var búinn að gera þetta í nokkrar vikur, vildi ég fara að gera upp. Þá kom í Ijós, að bíóeigandinn vildi ekki borga nema sem svaraði filmu- kostnaðinum. Þá hætti ég. Bezt af öllum heimildarmyndum mínum heppnaðist Björgunarafrekið við Látrabjarg. Ég tók hana fyrir Slysavarnarfélag íslands, og hún var frumsýnd 1949. Þessi kvikmynd á sér óvenjulega sögu, og það væri kannski ekki úr vegi að rifja hana upp í stuttu máli, þótt margir hafi raunar séð myndina og muni eftir þessum atburðum. I prógrammi myndarinnar er strandið, sem við áttum að kvikmynda, rakið þannig: „12. desember 1947 tók Loft- skeytastöðin í Reykjavík á móti neyðarkalli frá b/ezkum togara, Dhoon að nafni, sem strandaður var við Látrabjarg. Loftskeytastöðin tilkynnti þetta Slysavarnafélagi íslands, sem þegar lét hefja leit að hinu týnda skipi; af sjó, af landi og úr lofti. Leitarmenn frá Hvallátrum gengu út á Látrabjarg og komu auga á skipið, þar sem það var strandað undir bjarginu, því nær beint undir Geldingsskorardal. Einn leitar- manna hélt þegar að Hvallátrum og tilkynnti Slysavarnafélaginu um skipsfundinn, og jafnframt var mönnum í byggðarlaginu gert að- vart, en hinir tveir leitarmenn hugðu nánar að aðstæðum til björgunar. Björgunina þótti ekki tiltækilegt að hefja þegar í stað, þar sem fyrst varð að safna mönnum saman víðs vegar að úr byggðarlaginu. Dagur mundi að kvödi kominn, þegar komið væri á bjargbrún, og ófært þótti að síga bjargið í myrkri. Björgunarsveitin lagði því af stað eldsnemma næsta morgun, 13. desember, út á Látrabjarg. Höfðu þeir meðferðis sigvaði og björgunartæki, og voru að öðru leyti undir það búnir að freista þess að framkvæma hina mjög svo áhættusömu björgun. Bjargið, þar sem togarinn strand- aði, er um 240 metra hátt. Björg- unarmenn fóru niður það í tveim áföngum. í fyrri lotu klifu þeir um 140 metra ofan á svonefnt Flaug- arnef. Þaðan urðu þeir síðan að síga niður í fjöru með fluglínutæk- in, en hamarinn er þarna um 100 metra hár og þvínær þverhníptur. Þegar hjálparsveitin kom skip- brotsmönnum til bjöirgunar voru tólf hinna síðarnefndu á l(fi, en þrír þeirra höfðu farizt skömmu eftir að skipið strandaði. Voru menn þessir skipstjóri, stýrimaður og há- seti. Var nú línu skotið til skips og heppnaðist vel að ná skipbrots- mönnum í land, þrátt fyrir brim og illviðri. Nú var næst fyrir hendi, þegar skipsbrotsmönnum hafði ver- ið bjargað úr skipinu, að draga þá úr fjöru upp bjargið. Björgun mannanna úr skipinu hafði tekið langan tíma, og enn lengri tíma mundi það taka að koma þeim upp fyrsta áfangann, upp á Flaugarnef, enda fór það svo, að þennan dag tókst ekki að koma fleirum en sjö skipsbrots- mönnum þangað. Það var skollið á myrkur, og var ófært að draga fleiri menn upp á bjargið. Því urðu þeir, sem komnir voru á Flaugarnef, að búa sér þar næturvist, og sama varð hlutskipti þeirra þriggja björgunar- manna og fimm skipbrotsmanna, sem í fjörunni voru. Þeir urðu þar að búa sér sitt ból. Engir karlmenn voru nú eftir heima á bæjum, sem fært gætu skipsbrots- og björgunarmönnum vistir, sem þeir voru nú mjög þurf- andi fyrir. En til voru konur á bæj- um, og þær vissu sem var, að eig- inmönnum þeirra og sonum var vista vant. Nokkrar þeirra bjuggu sig því til leiðangurs að Látrabjargs- brún, 10 kílómetra göngu, í rökkri og náttmyrkri, sem brátt mundi skella á og auk þess var þokan yfirvofandi, þokan, sem á þessum slóðum er óvenjulega tíð og óvenju- lega svört. Snemma dags 14. desember lagði sveit manna af stað frá Hvallátrum út á bjargbrún. Menn þessir höfðu komið að Látrum seint um kvöldið hinn 13. desember. Voru þeir komn- ir víðs vegar að úr byggðarlaginu. Lentu þeir í villum miklum, sem tafði för þeirra mjög að Látrum. Þeir fóru með tjöld, vistir og vaði fram á bjargbrún. Þennan dag tókst að ná öllum skipsbrotsmönnum upp bjargið, og voru sjö þeirra fluttir til byggða á hestum. En áður en fleiri urðu flutt- ir til byggða þennan dag var myrk- ur skollið á enn á ný, og var því ekki annar kostur, þeirra sem eftir voru en sá að gista í tjaldi þá um nóttina á bjargbrúninni. Voru þetta fimm skipbrotsmanna og tveir björg- unarmenn. Vistin í tjaldinu var æði ill þessa löngu nótt, en dagur kem- ur að nóttu hverri, og loks voru þessir hröktu menn fluttir til byggða hinn 15. desember eftir þriggja daga harða útiveru. Voru kraftar þeirra þá að þrotum komnir, en heima á bæjunum biðu þeirra upp- hituð rúm og önnur aðhlynning." Þannig hljóðaði saga þessarar frækilegu björgunar, og nú vildi Slysavarnafélagið festa hana á filmu. Fyrst var ráðgert að fá leik- ara til þess að fara með helztu hlutverkin, en fljótlega horfið frá því ráði. Leikarar kunnu ekki að síga f björg, og ég lagði þvf strax til, að sömu mennirnir yrðu látnir enduftaka björgunina fyrir mig. Þetta var síðan ákveðið, og ég fór vestur um sumarið til þess að kanna allar aðstæður. Togarinn Dhoon var að mestu leyti brotinn og þvf sýnt, að við yrðum að kvikmynda ein- hvern annan og heillegri togara við Islandsstrendur. Var helzt haft f Framhald á bls. 40. •O Björgunarsveitin var samhcnt og van lega björgunarafreki. -O ASstæður til björgunar voru í hæsta mát strandaði er um 240 metra liátt og þvínæ fara það I tveimur áföngum. 26 VIKAN 22-tbl

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.