Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 31

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 31
FALLEGT . . . ELEGANT . . . SÉRSTÆTT . . . NÝICAMEO TÍZKU- LITURINN FRÁ AVON Ennþá ein nýjung frá AVON Gimsteinn f varalitum, kvenlegur og fáséður f sinni sígildu einfeldni. Hvítt hylki á gylltum grunni með smekklegu „Cameo" mynstri. Avon varalitur er mjúkur og léttur í notkun. Velj- ið úr 27 tízkulitum f þessum glæsilegu „Cameo" hylkjum. Avon cosmETics ltd NEWYORK • LONDON • PARIS EX7-M-EA. lengur alveg heima í þeirri músík, sem við spilum. — Hefur Dúmbó sextett jgzznúm- er á efnisskránni? — Við erum stundum að böggl- ast við þetta, sérstaklega, þegar við erum að byrja að spila. Þá spilum við stundum eitthvað í þá veru, sem mætti kannski flokkast undir jazz. En það er engin mynd á þessu. Annars höfum við fasta formúlu, sem við höfum alltaf far- ið eftir: tvö fjörleg lög og eitt ró- legt í hverri syrpu. Og við reynum að vera eins líflegir og við mögu- lega getum. Það hefur alltaf drep- andi áhrif á fólk, þegar það sér að hljómsveitarmeðlimar erum með hangandi haus.... — Hvað gerið þið til að vera ekki með hangandi haus? — Fáum fólkið til að vera með. Fáum fólkið til að syngja og klappa. Reynum að fá fólk til að skemmta sér. £g spyr Ásgeir um hina nýju hljóm- plötu, en eins og flestum mun kunnugt hélt hljómsveitin til Lund- úna f janúarbyrjun s.l. til þess að syngja inn á hana. — Þetta verða tvær fjögurra laga plötur, segir hann. Ég er mjög á- nægður með upptökurnar. Þetta gekk eins og í sögu hjá okkur. Það tók okkur tvo daga að koma öllum lögunum, átta að tölu, inn á segulband. Lögin voru tekin upp í tvennu lagi, eins og algengt er. Fyrri daginn var undirspilið tekið upp, en daginn eftir var söngur- inn settur inn á. Að vísu gekk okk- ur dálftið stirðlega með áttunda lagið, sem var tekið upp, enda vorum við orðnir mjög þreyttir, þegar þá var komið sögu. Við gerðum níu örvæntingarfullar en um leið árangurslausar tilraunir til að taka það upp, fyrri daginn, en það gekk ekki. Daginn eftir gekk allt eins og í sögu. Þetta var lagið „Sólin hnfgur", en það verður á seinni plötunni. |£g sé að Ásgeir er farinn að sýna á sér fararsnið enda klukkan farin að halla í níu. Sennilega bíða félagar hans nú óþolinmóðir eftir honum og hugsa honum þegjandi þörfina fyrir „stundvísina". Um leið og ég kveð Ásgeir og fylgi honum til dyra, spyr ég hann, hvort aldrei hafi hvarflað að hljóm- sveitinni að fá inni á ákveðnum stað. Hann hristir höfuðið, og svipur- inn gefur til kynna, að slfkt fyrir- komulag væri af og frá. — Við viljum spila fyrir sem flesta, segir hann — og það segir í rauninni allt. pylgjendahópur hljómsveitarinnar verður áreiðanlega hress yfir þessum ummælum. Og sá hópur er stór — og víða. 'tr MorðiS á Kennedy Framhald af bls. 19 kynnst einum af kunningjum Jack Rubys. Þetta var engin fullnaðarsönnun, aðeins fyrstu hlekkirnir í þeirri keðju, sem mér tókst að tengja. Hið næsta, sem ég tók mér fyrir að rannsaka, var hvað Jack Ruby hefði aðhafzt frá því er forsetinn var myrtur og þangað til hann skaut forsetamorðingj- ann Lee Harvey Oswald. Þá komst ég að því, að Jack Ruby hafði gert nokkuð mjög óvenju- legt; hann borgaði skuldir sínar. Því Jack Ruby hafði alla ævi verið skuldum vafinn, og hann hafði verið allra manna skuld- seigastur. Nú borgaði hann nekt- ardansmey nokkurri 25 dollara, seldi hlutabréf sín í næturklúbb sínum fyrir 2000 dollara, og not- aði þessa upphæð til að losa sig úr smáskuldum, sem hann hafði þráast við að borga mán- uðum saman. Auk þess gerði hann enn eitt, sem vakti grun minn: hann talaði klukkan 23.44 við Breck Wall í Galveston. Nú er mér ljóst að Ruby fékk þá fyrirskipun frá Ferrie fyrir milli- göngu Breck Wall, að drepa Lee Harvey Oswald. > AfbrýSisemi var undirrót þessarar fyrirskipunar. Frá því fyrstu grunsemdinni sló niður í mig og þangað til ég hafði kannað málið til fullnustu, er langur vegur. Sú leið lá um undirheima furðulegra fyrirbæra af mannlegri ónáttúru. Ekki vil ég fullyrða, að Warr- en-nefndin og leynilögregla Bandaríkjanna hafi veigrað sér við að leggja inn á þennan veg. En ég veit, að þær rannsóknar- aðferðir, sem hafðar hafa verið, og tiltækilegar hafa þótt, duga hér engan veginn. Gáfaðir og menntaðir kynvillingar gangast ekki upp við slíkt. Það þarf ann- að til, skarpari aðferðir. Til þess þarf harðsoðna menn. Slíkur maður er sá, sem ég hafði mestan styrk af við rann- sóknir mínar (nafn hans nefni ég ekki að svo stöddu). Hann þekkir vel þessa kaldrifjuðu pilta í hinum franska hluta New Orleans. Hann var áður einn af þeim. Og þó að hann sé þrígift- ur, hefur hann engu gleymt. Og hann stóð sig vel. Hann kom upp um Clay Shaw og gerði mér kleift að skoða mig um bekki þar sem hann hafði sínar bækistöðvar. Ljótt var þar um að litast. En þar fundum við það, sem við vorum að leita að, byssu samskonar þeirri sem Lee Harvey Oswald hafði haft til að skjóta úr á Kennedy forseta. Áður en við fundum byssuna, hafði ég sterkan grun um að þessi tegund mundi finnast þarna, því ég hafði í fórum mínum skrá yfir alla þá 1600 menn, sem áttu byssur af þessari gerð, og hafði ég haft þá skrá frá því er við fyrst hófum þessar rann- sóknir. Ég var þá þegar kominn á þá 22. tbi. VIKAN S1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.