Vikan


Vikan - 01.06.1967, Síða 36

Vikan - 01.06.1967, Síða 36
. .. ...... . DANISH GOLF Nýr stór! gó5ur smávindill Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram- leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór! Smávindill,sem ánægja er ad kynnast.DANISH GOLF er framleiddur af stærstu tóbaksverksmidju Skandina- viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski smávindill. Kauþid í dag DANISH GOLF í þœgilega 3stk.þakkanum. SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY DENMARK vikulega upptöku á klukkutíma barnaefni væri nóg verkefni fyr- ir einn mann. — Það sem einnig hefur gert þetta fyrsta tímabil erfitt fyrir okkur hér í skemmti- deildinni er, að í þáttum okkar gátum viS lengi vel hvorki notað htjómlistarmenn né leikara. En ,nú er sem betur fer búið að semja við báða þessa aðila. — Hvað viltu segja um sjón- varpsgagnrýni blaðanna? — Yfirleitt hefur gagnrýnin verið jákvæð, og dagskráin hlaul strax miklu betri dóma en við bjuggumst við. Þó hefur komið fram hörð gagnrýni á einstaka þætti og slunldum ósanngjörn. Gagnrýnendur hafa til dærnis ekki áttað sig á, að við reynum að vinna dagskrána mjög langt fram í tímann, minnst einn og hálfan mánuð. Sumir af þeim þáltum sem harðasta gagnrýni hafa hlotið voru teknir hjá okk- ur í byrjun, þótt þeir væru ekki sýndir fyrr en löngu síðan. Þá vorum við bæði reynsluminni en nú og auk þess var allur að- búnaöur verri, t.d. ljósaútbún- aður og ýmislegt fleira. En ekk- ert er betra en jákvæð gagnrýni. Fáið þið ábendingar um dagskrárefni frá sjónvarpshlust- endum? Já, það kemur oft fyrir, að í okkur er hringt og bent á þetta og hilt, sem gaman væri að fá í sjónvarpinu. Margt af þessu er náttúrlega einskis nýtt, en stund- um höfum við fengið góðar hug- myndir. Um daginn kom til mín maður, sem vildi lesa upp 40 mínútna smásögu í sjónvarpið. Ég sagði honum, að heppilegra væri að fara með söguna í út- varpið, því að stjónvarpshlust- endur mundu fara að bölva hon- um strax eftir þrjár mínútur eða svo. Hann virlist gera sig ánægð- an með þessi málalok. Svo er verið að benda okkur á að taka heimildarkvikmyndir um þetta og hitt, hrossin í Skagafirði og ég veit ekki hvað og hvað. Samt sem áður þykir okkur vænt um að fá ábendingar og hugmyndir, þótt ekki sé alltaf hægt að hrinda þeim í framkvæmd. Eins og kunnugt er hefur Steindór Hjörleifsson verið í hópi beztu leikara okkar undan- farin ár og leikið mörg stór hlutverk hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Fyrir fáum árum fékk hann t.d. Silfurlampann fyrir leik sinn í Kviksandi. Við spyrj- um þvi að lokum: - Ertu hættur að leika? — í bili að minnsta kosti, svarar Steindór. Það er vonlaust að stunda leiklist með þessu starfi hér. Nú er æft í leikhús- unum frá kl. 10—2 á daginn, og ég er bundinn hér alla daga og stundum fram á kvöld. En ég er enn þá formaður Leikfélags Reykjavíkur og tek því dálítinn þátt í starfseminni í Iðnó. Ég tel, að það sé ekki heppilegt, að mað- ur sé upp á lífstíð í því starfi, sem ég er nú hér hjá sjónvarp- inu. Það er þess eðlis, að það þarf oft að skipta um í því að mínum dómi, fá nýtt blóð á nokk- urra ára fresti, svo að dagskrá- in staðni ekki og verði leiðinleg. Svo að það er ómögulegt að segja nema maður verði kom- inn aflur á sviðið eftir nokkur ár.... G.Gr. Aðeins ættleidd Framhald af bls. 13 fólki. Allir voru svo glaðir ó svip- inn, allt of glaðir, fannst henni. Skógurinn var framundan, eins og dökkur skuggi, og nú komu minningarnar, allar sorglegu minn- ingarnar. Hún hafði alltaf verið svo glöð, líka eftir að litli bróðir fæddist. Hún hafði líka alltaf vitað að hún var kiörbarn, alveg fró því að hún mundi eftir sér. Mamma hennar hafði sagt henni það einu sinni, þegar einhver kona í útvarpinu var að segja fró því að hún ætti kjör- barn. — Þú ert líka kiörbarn, Rikka, hafði mamma hennar sagt. — Við pabbi þinn vildum ekki bíða lengur eftir því að eignast barn sjólf, svo við fengum leyfi til að taka þig. Við völdum þig sjálf, og vorum aldrei í vafa, þótt við hefðum um nítján Ijóshærðar telpur að velja. Það var mesti hamingjudagur okk- ar, þegar við sóttum þig á barna- heimilið. Skilurðu hvað ég er að segja, Rikka? — Já, sagði hún, — þið völduð mig, vegna þess að ég var falleg- ust. Hún hafði skriðið upp í fang móður sinnar, og svo kom pabbi og þrýsti þeim báðum að sér. Þeg- ar mamma hennar gekk með litla bróður, var hún ennþá ástríkari við hana, sat sig aldrei úr færi að klappa henni eða að kyssa hana. Einu sinni, þegar hún bauð henni góða nótt, sagði hún: — Mundu bara eitt, Rikka, þú ert litla stúlk- an okkar pabba, hvað sem ein- hverjir heimskingjar kunna að segja við þig. Þú veizt að fólk get- ur verið svo hugsunarlaust. En Þuríður frænka gat ekki ver- ið heimsk. Hún sem alltaf hafði ver- ið svo góð við hana. Litli bróðir var ekkert sérstaklega skemmtilegur, þegar hann var ný- fæddur. Hann var rauður og hrukk- óttur, og svo var hann stöðugt vælandi, svo mamma hennar fékk dökka bauga undir augun og pabbi hennar varð ergilegur, af svefn- leysi. Það var á páskunum að hún heyrði hvað Þuriður frænka sagði. Þau voru nýbúin að borða og hún spurði mömmu hennar hvort hún mætti ekki fara upp og sjá litla bróður. — Jú, sagði mamma hennar, — en þú mátt ekki vekja hann, því þá er friðurinn búinn. Hún elti þær upp. Hún var oft 36 VIKAN 22- tbL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.