Vikan


Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 37

Vikan - 01.06.1967, Blaðsíða 37
búin að hugsa um það s(ðan, að ef hún hefði ekki elt þeer, væri hún líklega sama, glaða Rikka og áður. En hvað hann er indæll, sagði frænkan, og lyfti varlega sæng- inni. — Og hvað hann líkist ykkur báðum. Hann er með nefið hans Leifs og ennið þitt, Greta. Ertu ekki hamingjusöm yfir því að þú eign- aðist hann sjálf, — ég meina fædd- ir hann sjálf, það hlýtur að vera allt önnur tilfinning, en...... Mamma var farin að hósta og benti aftur fyrir sig, á hana, en svo vaknaði litli bróðir, og byrjaði að skæla. Mamma hennar bað pabba um að taka hann, svo hafði hún elt Rikku niður, og spurði hana hvort hún vildi ekki páskaeggið sitt fyrirfram. En það vildi hún ekki, hún hafði ekki lyst ó neinu. Hún settist í stigann og barðist við grátinn. — Ég er ættleidd, bara ætt- leidd, hugsaði hún. Litli bróðir er þeirra barn, hann er líkur þeim bóðum. Þau áttu myndir af honum, frá því hann var þriggia vikna gamall, í öllum möguleigum stell- ingum. En þau fengu hana ekki fyrr en hún var eins og hálfs árs. Hver skildi hafa haft mig á brjóst? Einhver ókunug kona. Mamma hefur aldrei haft mig ó brjósti, það sagði hún sjálf . Eftir páskana var hún stöðugt á verði, þegar pabbi hennar og mamma voru að gæla við litla bróður, — pabbi fann alltaf upp einhver ný nöfn ó hann, en kallaði hana aldrei annað en Rikku, eða Rikkerikk. Hún þóttist vera með höfuðverk eða flökurleika á kvöld- in, þegar verið var að baða litla bróður. Pabbi mundi aldrei kyssa ó tærnar á henni, eins og hann gerði við hann. Hann hló og sagði að hún hefði svo stóra skólastelpu- fætur. Hún fór að hafa lítinn tíma til að lesa leksíurnar sínar. Þegar hún kom heim frá skólanum, var mamma hennar úti, með barna- vagninn. Hún elti hana, þegar hún gat, til að heyra hvað nábúarnir segðu, þegar þeir voru að skoða litla bróður. Á kvöldin, þegar pabbi hennar var að leika sér við hann, passaði hún að vera alltaf nólægt, svo hann gleymdi henni ekki. Hún var annars hugar í skólanum. Það var alveg satt, það sem skrifað stóð í einkunnabókinni. Pabbi hennar lagði mikið upp úr einkunnunum hennar. Hann gaf henni stundum tuttugu og fimm aura, þegar hún fékk mjög gott. Þá sló hann á enni sér og sagði: — Rikka hefur heilann minn! Þá gleymdi hún því stundum að hún var ættleidd. Skyldu þau sakna hennar núna? Eða gleymdu þau öllu við að gæla við strákinn? Skógurinn nólgaðist, en þó var drjúgur spölur þangað. Og hvað hafði hún að gera inn ( skóginn? Fela sig? Hún var þreytt, hræðilega þreytt. Fæturnir voru svo þungir, að hún drózt varla áfram. Taskan var líkust þvl að hún væri full af grjótl. Það var Ifka elnk- NÝ GERD í tilefni Vörusýningarinnar sem opnaði í íþróttahöllinni í Laugardal laugardaginn 20. maí sýnum vér: Nýja ger'6' af TRABANT bílum. Komið og skoSiS frábæran bíl sem hefir fengiS fjölda verSlauna í kappökstrum í sínum flokki. TekiS á móti pöntunum á sýningunni. GreiSsluskilmálar. SKODIÐ OG KAUPIÐ TRABANT S DE-LUXE Á VÖRUSÝNINGUNNI. EinkaumboS: INGVAR HELGASON Tryggvagötu 8, Reykjavík. — Símar 18510 og 19655. J unnabókin, með litskrúðugri káp- unni, og rithönd pabba, sem var svo falleg. Rithönd hennar var líka þar, en hún var svo Ijót, hún gat aldrei skrifað eins vel og pobbi, enda var hún ekkert lik honum. Hún var heldur ekkert lík mömmu, þau voru bæði dökkhærð, en hún var Ijóshærð. Hún var komin inn á hliðargötu, sem lá upp að garði. Trén í garð- inum voru eins og skuggar. Hún sneri við og komst aftur út á að- albrautina. Henni var eiginlega ekkert kalt, en samt fann hún til einhvers kulda innvortis. Hvað átti hún að gera? átti hún að ganga stöðugt áfram, án þess að hafa nokkurn ákvórðunarstað? Hún var þyrst, hræðilega þyrst. Svo fékk hún ákafan hiksta. Hún tók fyrir munn- inn. Höndin var óhrein og hún fann hvernig hún bruddi sandinn. Nú gátu fæturnir varla borið hana lengur. Hún heyrði í sjúkrabíl. Átti hún að fleygja sér f götuna? Þá yrði hún örugglega tekin upp í bflinn, sem færi svo með hana ó sjúkra- húsið. Þar yrði hún háttuð ofan í gott rúm. En rúmið hennar var líka gott. Það stóð við endann á rúmi foreldranna. Rúmið hans litla bróður stóð við hliðina á rúmi mömmu, — þar hafði hennar rúm staðið,' áður en litli bróðir fæddist. Svo kom gráturinn. Hún grét ekki upphótt, en tárin streymdu niður kinnar hennar, hún fann hvernig hana hitaði í andlitið. Þá kom bíll eftir götunni. Hún sneri sér við, og sá bílljósin í gegn- um tárin. Hún studdi sig upp við girðingu, og hélt sér fast, svo hún dytti ekki fram ó götuna. Bíllinn hemlaði og sneri við í áttina til hennar. Þetta var lögreglubfll, — og í framsætinu sat pabbi hennar. — Rikka! Pappi hennar reif upp bílhurðina og hún fann sterka arma hans umlykja sig. Hún fann fyrir hrjúfri iakkaerminni, og lokaði aug- unum. — Er allt í lagi með hana, Thore- sen? kallaði ókunn karlmannsrödd. — Líklega, en við skulum samt koma við á siúkrahúsinu til ör- yggis. Rödd föður hennar hljómaði eitt- hvað svo ókunnuglega — hós, svo kallaði hann til einhvers sem var í öðrum bfl. — Við fundum hana, Borg. Þakka yður fyrir hjálpina. Við biðium að heilsa konunni yðar og Lenu! Rikka opnaði ekki augun. Hún sat í faðmi föður síns, f aftursæt- in uó lögreglubflnum, og fann hendur hans strjúka kinnar sínar í sífellu. — Heyrirðu til mín, ástin mín litla? hvíslaði hann. — Mamma þín og ég höfum verið viti okkar fjær af hræðslu. Við fórum í skólann, heim til fröken Christiansen, og vso til allra telpnanna, nema Lenu. Okkur datt ekki í hug að þú hefð- ir farið þangað, þar sem það er svo langt í burtu. Varstu hrædd við að koma heim með einkunnabók- ina? Þekkirðu ekki pabba þinn og mömmu það vel að þú vissir að við myndum aldrei skamma þig. Hún þrýsti höfðinu fastar að brjósti hans. Pabbi hennar hélt áfram, og röddi nvar ósegianlega blíð: — Ég veit ekki hvað við hefðum gert, ef eitthvað hefði komið fyrir þig, Rikka. Þú veizt að við getum ekki verið ón þín. Þegar ég kom heim, kom engin Rikka ó móti mér, eins og venjulega. Mamma þfn var heldur ekki heima, og litli bróðir var hjá frú Dahl. Já, litli bróðir, þessi öskurapi. Jó, það er eins og ég hefi alltaf sagt, það er miklu betra að fá börnin alveg tilbúin, þá sleppur maður við þessi öskur og bleijur út um allt húsið. Hvað segir þó við því að við förum sam- an f sumarfrf, Rikka? Við getum 22. tw. yiKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.